Anníe Mist ætlar ekki í felur: Mikilvægt að fólk sjái veruleikann líka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. september 2020 09:01 Hlutirnir hafa ekki gengið alveg eins vel og Anníe Mist bjóst við en hún ætlar ekki að fara í felur. Mynd/Instagram Anníe Mist Þórisdóttir ætlar að halda áfram að vera hreinskilin við fylgjendum sínum og mun líka deila erfiðu stundunum á leið sinni til baka eftir barnsburð. Anníe Mist Þórisdóttir hefur verið brautryðjandi allan sinn CrossFit feril og móðir CrossFit íþróttarinnar á Íslandi er enn að feta nýja slóð. Anníe Mist varð móðir fyrir sjö vikum og hefur allan tímann leyft fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum að fylgjast með. Hún gerði það alla meðgönguna og hefur haldið því áfram eftir að Freyja Mist kom í heiminn 10. ágúst síðastliðinn. Það er athyglisvert að fá að fylgjast með því hvernig afrekskona eins og Anníe Mist kemur til baka í jafn krefjandi íþrótt og CrossFit er. „Ég hef verið mjög hreinskilin varðandi allt á samfélagamiðlunum mínum og þótt að hlutirnir gangi ekki eins vel og ég ætlaði mér þá ætla ég samt ekki að hætta því. Mér finnst það mikilvægt að fólk sjái veruleikann líka,“ hóf Anníe Mist nýjasta pistil sinn á Instagram sem má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram I have been very honest and upfront about everything on my social media and just because things aren t going the way I expected them to does not mean I will stop sharing. I think it s important people see reality as well. Expectation and reality are not always close to one another. I had somehow imagined a few weeks of easy training and then pick it up right where I left off. Well, that s not exactly what happened. I had my baby 7 weeks ago and when I look down, I still have a belly. I am not saying that I am not okay with the way that I look, but having been in sports my whole life, I have never seen or felt my body this way, so this feels very different to me. It s the weirdest feeling in the stomach after you give birth. There is still a small pregnancy belly but completely soft and empty while organs are moving around trying to get back to place. Even though it is not going at the speed I want, I know I will get there. I have put my body though a lot through the years and I need to be patient and give it time to heal up and recover. I realize that my body will most likely never look like it did before and I am ok with that, but my passion to be the best version of myself, both for me and for the people I care about has not changed. Not at all. So I will do everything in my power to shape my body and mind to the standards that I set and get STRONG again, the standards that I know will help me be the best possible me. A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Sep 29, 2020 at 7:24am PDT „Væntingar og veruleiki eru oft fjarri hvoru öðru. Ég hafði einhvern veginn ímyndað mér að eftir nokkrar vikur af léttum æfingum þá gæti ég byrjað aftur af fullum krafti. Sko, það er ekki alveg það sem gerðist hjá mér,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég eignaðist barnið mitt fyrir sjö vikum og þegar ég horfi niður þá sé enn þá bumbu. Ég er ekki að segja að ég sé ekki sátt með það hvernig ég lít út. Ég hef aftur á móti verið í íþróttum alla mína ævi og ég hef aldrei séð líkamann minn eða liðið svona áður. Þetta er allt mjög öðruvísi fyrir mig,“ skrifaði Anníe Mist. „Þú ert með mjög skrýtna tilfinningu í maganum eftir að þú fæðir barn. Það er enn bumba en hún er mjög mjúk og tóm á meðan líffærin eru að koma sér aftur á réttan stað,“ skrifaði Anníe Mist. „Þó að þetta sé ekki að ganga jafn hratt og ég vildi þá veit ég að ég kemst þangað. Líkaminn minn hefur upplifað margt öll þessi ári og ég verð bara að vera þolinmóð og gefa skrokknum tíma til að ná sér að fullu,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég átta mig á því að líkaminn munn líklega aldrei líta út eins og hann gerði áður. Ég er alveg sátt við það. Ástríðan mín er að vera besta útgáfan af sjálfri mér, bæði fyrir mig og fólkið sem mér þykir vænt um. Það hefur ekkert breyst. Ég mun því gera allt sem er í mínu valdi til að móta líkamann og verða sterk á ný. Þau markmið munu hjálpa mér að verða besta mögulega ég,“ skrifaði Anníe Mist og endaði pistilinn sinn á hjarta. CrossFit Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir ætlar að halda áfram að vera hreinskilin við fylgjendum sínum og mun líka deila erfiðu stundunum á leið sinni til baka eftir barnsburð. Anníe Mist Þórisdóttir hefur verið brautryðjandi allan sinn CrossFit feril og móðir CrossFit íþróttarinnar á Íslandi er enn að feta nýja slóð. Anníe Mist varð móðir fyrir sjö vikum og hefur allan tímann leyft fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum að fylgjast með. Hún gerði það alla meðgönguna og hefur haldið því áfram eftir að Freyja Mist kom í heiminn 10. ágúst síðastliðinn. Það er athyglisvert að fá að fylgjast með því hvernig afrekskona eins og Anníe Mist kemur til baka í jafn krefjandi íþrótt og CrossFit er. „Ég hef verið mjög hreinskilin varðandi allt á samfélagamiðlunum mínum og þótt að hlutirnir gangi ekki eins vel og ég ætlaði mér þá ætla ég samt ekki að hætta því. Mér finnst það mikilvægt að fólk sjái veruleikann líka,“ hóf Anníe Mist nýjasta pistil sinn á Instagram sem má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram I have been very honest and upfront about everything on my social media and just because things aren t going the way I expected them to does not mean I will stop sharing. I think it s important people see reality as well. Expectation and reality are not always close to one another. I had somehow imagined a few weeks of easy training and then pick it up right where I left off. Well, that s not exactly what happened. I had my baby 7 weeks ago and when I look down, I still have a belly. I am not saying that I am not okay with the way that I look, but having been in sports my whole life, I have never seen or felt my body this way, so this feels very different to me. It s the weirdest feeling in the stomach after you give birth. There is still a small pregnancy belly but completely soft and empty while organs are moving around trying to get back to place. Even though it is not going at the speed I want, I know I will get there. I have put my body though a lot through the years and I need to be patient and give it time to heal up and recover. I realize that my body will most likely never look like it did before and I am ok with that, but my passion to be the best version of myself, both for me and for the people I care about has not changed. Not at all. So I will do everything in my power to shape my body and mind to the standards that I set and get STRONG again, the standards that I know will help me be the best possible me. A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Sep 29, 2020 at 7:24am PDT „Væntingar og veruleiki eru oft fjarri hvoru öðru. Ég hafði einhvern veginn ímyndað mér að eftir nokkrar vikur af léttum æfingum þá gæti ég byrjað aftur af fullum krafti. Sko, það er ekki alveg það sem gerðist hjá mér,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég eignaðist barnið mitt fyrir sjö vikum og þegar ég horfi niður þá sé enn þá bumbu. Ég er ekki að segja að ég sé ekki sátt með það hvernig ég lít út. Ég hef aftur á móti verið í íþróttum alla mína ævi og ég hef aldrei séð líkamann minn eða liðið svona áður. Þetta er allt mjög öðruvísi fyrir mig,“ skrifaði Anníe Mist. „Þú ert með mjög skrýtna tilfinningu í maganum eftir að þú fæðir barn. Það er enn bumba en hún er mjög mjúk og tóm á meðan líffærin eru að koma sér aftur á réttan stað,“ skrifaði Anníe Mist. „Þó að þetta sé ekki að ganga jafn hratt og ég vildi þá veit ég að ég kemst þangað. Líkaminn minn hefur upplifað margt öll þessi ári og ég verð bara að vera þolinmóð og gefa skrokknum tíma til að ná sér að fullu,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég átta mig á því að líkaminn munn líklega aldrei líta út eins og hann gerði áður. Ég er alveg sátt við það. Ástríðan mín er að vera besta útgáfan af sjálfri mér, bæði fyrir mig og fólkið sem mér þykir vænt um. Það hefur ekkert breyst. Ég mun því gera allt sem er í mínu valdi til að móta líkamann og verða sterk á ný. Þau markmið munu hjálpa mér að verða besta mögulega ég,“ skrifaði Anníe Mist og endaði pistilinn sinn á hjarta.
CrossFit Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Sjá meira