„Jose var ekki glaður en náttúran kallaði“ Sindri Sverrisson skrifar 30. september 2020 08:00 Eric Dier og félagar hans fögnuðu sigrinum gegn Chelsea vel, eftir klósettferðina, jöfnunarmark Erik Lamela og vítaspyrnukeppnina. vísir/getty Tottenham var 1-0 undir og skammt til leiksloka þegar Eric Dier þeysti inn til búningsklefa til að komast á klósettið, við litla hrifningu knattspyrnustjórans Jose Mourinho. „Ég var búinn að vera að glíma við magaverki og þetta var orðið of slæmt,“ sagði Dier eftir leikinn við Chelsea. Tottenham vann á endanum í vítaspyrnukeppni þar sem Dier skoraði úr fyrstu spyrnu Tottenham. Hér má sjá atvikið kostulega í leik Tottenham og Chelsea í kvöld þegar Mourinho hljóp inn að ná í Eric Dier sem hafði orðið brátt í brók pic.twitter.com/1O9GSzdMoN— Sportið á Vísi (@VisirSport) September 29, 2020 Dier var eldsnöggur á klósettinu og kom sér fljótt aftur út á völlinn, en Mourinho hafði elt hann inn til búningsklefa og virtist staðráðinn í að stöðva klósettferðina. „Jose var ekki glaður en það var ekkert sem ég gat að gert. Náttúran kallaði,“ sagði Dier. „Ég veit ekki hvort að Jose vissi hvað var í gangi. Ég sagði Pierre-Emile Höjberg og Toby Alderweireld að ég væri að fara út af. Ég varð að gera það,“ sagði Dier. „Varð að pressa á hann að koma til baka“ Óvíst er hvernig Mourinho hefði látið ef Tottenham hefði tapað leiknum en hann var í fínu skapi eftir leik þegar hann var spurður um atvikið: „Það sem gerðist hjá Eric Dier er ekki eðlilegt og ég verð að hrósa honum með sérstökum hætti. Það ætti að vera bannað að leikmenn spili tvo leiki á 48 tímum á þessu stigi [Dier lék gegn Newcastle á sunnudag]. Það er ómannlegt að gera þetta. Hann varð að fara á klósettið – hann hafði ekkert val. Það er kannski eðlilegt þegar vökvatapið er svona mikið. Ég varð að pressa á hann að koma til baka en hann er frábær fyrirmynd fyrir alla,“ sagði Mourinho. Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu Dier rjúka inn í klefa með Mourinho á hælunum Áhugavert atvik átti sér stað í leik Tottenham Hotspur og Chelsea í kvöld þegar Eric Dier virtist verða brátt í brók. Myndband af atvikinu má finna í fréttinni. 29. september 2020 20:42 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ronaldo trúlofaður Fótbolti Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Sjá meira
Tottenham var 1-0 undir og skammt til leiksloka þegar Eric Dier þeysti inn til búningsklefa til að komast á klósettið, við litla hrifningu knattspyrnustjórans Jose Mourinho. „Ég var búinn að vera að glíma við magaverki og þetta var orðið of slæmt,“ sagði Dier eftir leikinn við Chelsea. Tottenham vann á endanum í vítaspyrnukeppni þar sem Dier skoraði úr fyrstu spyrnu Tottenham. Hér má sjá atvikið kostulega í leik Tottenham og Chelsea í kvöld þegar Mourinho hljóp inn að ná í Eric Dier sem hafði orðið brátt í brók pic.twitter.com/1O9GSzdMoN— Sportið á Vísi (@VisirSport) September 29, 2020 Dier var eldsnöggur á klósettinu og kom sér fljótt aftur út á völlinn, en Mourinho hafði elt hann inn til búningsklefa og virtist staðráðinn í að stöðva klósettferðina. „Jose var ekki glaður en það var ekkert sem ég gat að gert. Náttúran kallaði,“ sagði Dier. „Ég veit ekki hvort að Jose vissi hvað var í gangi. Ég sagði Pierre-Emile Höjberg og Toby Alderweireld að ég væri að fara út af. Ég varð að gera það,“ sagði Dier. „Varð að pressa á hann að koma til baka“ Óvíst er hvernig Mourinho hefði látið ef Tottenham hefði tapað leiknum en hann var í fínu skapi eftir leik þegar hann var spurður um atvikið: „Það sem gerðist hjá Eric Dier er ekki eðlilegt og ég verð að hrósa honum með sérstökum hætti. Það ætti að vera bannað að leikmenn spili tvo leiki á 48 tímum á þessu stigi [Dier lék gegn Newcastle á sunnudag]. Það er ómannlegt að gera þetta. Hann varð að fara á klósettið – hann hafði ekkert val. Það er kannski eðlilegt þegar vökvatapið er svona mikið. Ég varð að pressa á hann að koma til baka en hann er frábær fyrirmynd fyrir alla,“ sagði Mourinho.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu Dier rjúka inn í klefa með Mourinho á hælunum Áhugavert atvik átti sér stað í leik Tottenham Hotspur og Chelsea í kvöld þegar Eric Dier virtist verða brátt í brók. Myndband af atvikinu má finna í fréttinni. 29. september 2020 20:42 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ronaldo trúlofaður Fótbolti Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Sjá meira
Sjáðu Dier rjúka inn í klefa með Mourinho á hælunum Áhugavert atvik átti sér stað í leik Tottenham Hotspur og Chelsea í kvöld þegar Eric Dier virtist verða brátt í brók. Myndband af atvikinu má finna í fréttinni. 29. september 2020 20:42