KR tók á XY Bjarni Bjarnason skrifar 29. september 2020 22:07 Níunda umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO fór fram í kvöld. Millileikur kvöldsins var stórveldið KR gegn vonarstjörnunum í XY. Lið KR var á heimavelli og völdu þeir kortið Inferno. Leikmenn XY sem byrjuðu á því að spila vörn (counter-terrorist) voru sannfærandi í upphafi leiks þrátt fyrir að tapa fyrstu lotunni. Strax í annari lotu þvinguðu þeir kaup, stálu lotunni og tóku næstu. Mulningsvélin í gang Eftir smá hikst í fyrstu lotunum komust KR-ingar í gang og fljótt voru þeir komnir á fleygi ferð. Lotu eftir lotu rifu þeir XY í sig. KR fundu opnur á vörn XY hvert sem þeir fóru og í þau skipti sem engar opnur voru bjuggu þeir þær til. Leikmenn XY áttu engin svör við beittum sóknar leik KR-inga þar sem ofvirkur (Ólafur Barði Guðmundsson) var sjóðandi heitur. XY náði einungis einni lotu eftir að mulningsvélin fór í gang. Staðan í hálfleik KR 12 - 3 XY. Þrátt fyrir dapurlegan fyrri hálf leik voru leikmenn XY ekki dauðir úr öllum æðum en. Sóknar (terrorist) leikurinn hjá XY leit mun betur út. Strax í fyrstu lotu í seinni hálfleik sýndi xerious (Sigurður Ingiberg Ólafsson) sig í fyrsta skipti í leiknum. Hann náði 3 fellum í mikilvægri lotu. En leikmenn XY náðu tveimur lotum til viðbótar áður en KR-ingar slógu á hendurnar á þeim. Leikmaður KR Midgard (Heiðar Flóvent Friðriksson) var þyrnir í síðu leikmanna XY allan leikinn og bar sérstaklega á honum í seinni hálfleik. Eftir að hafa hægt á XY var eftirleikurinn auðveldur fyrir KR-inga sem unnu leikinn á sannfærandi máta. Loka staðan KR 16 - 7 XY. KR Vodafone-deildin Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Níunda umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO fór fram í kvöld. Millileikur kvöldsins var stórveldið KR gegn vonarstjörnunum í XY. Lið KR var á heimavelli og völdu þeir kortið Inferno. Leikmenn XY sem byrjuðu á því að spila vörn (counter-terrorist) voru sannfærandi í upphafi leiks þrátt fyrir að tapa fyrstu lotunni. Strax í annari lotu þvinguðu þeir kaup, stálu lotunni og tóku næstu. Mulningsvélin í gang Eftir smá hikst í fyrstu lotunum komust KR-ingar í gang og fljótt voru þeir komnir á fleygi ferð. Lotu eftir lotu rifu þeir XY í sig. KR fundu opnur á vörn XY hvert sem þeir fóru og í þau skipti sem engar opnur voru bjuggu þeir þær til. Leikmenn XY áttu engin svör við beittum sóknar leik KR-inga þar sem ofvirkur (Ólafur Barði Guðmundsson) var sjóðandi heitur. XY náði einungis einni lotu eftir að mulningsvélin fór í gang. Staðan í hálfleik KR 12 - 3 XY. Þrátt fyrir dapurlegan fyrri hálf leik voru leikmenn XY ekki dauðir úr öllum æðum en. Sóknar (terrorist) leikurinn hjá XY leit mun betur út. Strax í fyrstu lotu í seinni hálfleik sýndi xerious (Sigurður Ingiberg Ólafsson) sig í fyrsta skipti í leiknum. Hann náði 3 fellum í mikilvægri lotu. En leikmenn XY náðu tveimur lotum til viðbótar áður en KR-ingar slógu á hendurnar á þeim. Leikmaður KR Midgard (Heiðar Flóvent Friðriksson) var þyrnir í síðu leikmanna XY allan leikinn og bar sérstaklega á honum í seinni hálfleik. Eftir að hafa hægt á XY var eftirleikurinn auðveldur fyrir KR-inga sem unnu leikinn á sannfærandi máta. Loka staðan KR 16 - 7 XY.
KR Vodafone-deildin Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti