Telja aðgerðapakkann eingöngu styðja við „atvinnurekendur og efnafólk“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. september 2020 13:38 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/vilhelm Efling – stéttarfélag lýsir yfir vonbrigðum með aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti fyrir hádegi í dag. Efling telur aðgerðirnar eingöngu styðja við atvinnurekendur og efnafólk, auk þess sem þær „láti undan óeðlilegum þrýstingi þeirra og hlunnfara vinnandi fólk“. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Eflingu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti í dag átta atriða aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar sem ætlað er að tryggja frið á vinnumarkaði. Á meðal aðgerðanna er framlenging á endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna átaksins Allir vinna út árið 2021 og þá verður tryggingagjald lækkað tímabundið til ársloka 2021. „Svo virðist sem ríkisstjórnin hyggist láta þjóðarskömm íslensks vinnumarkaðar, refsilausan launaþjófnað atvinnurekenda, viðgangast til frambúðar,“ segir Efling í yfirlýsingu sinni. Nýtt loforð ríkisstjórnarinnar um „skattaafslátt til stórefnafólks sem stendur í hlutabréfakaupum“ vekur jafnframt furðu Eflingar. Þar er vísað til aðgerðar undir yfirskriftinni „Skattaívilnanir til fjárfestinga“, sem ríkisstjórnin segir að hafi það að markmiði að hvetja fyrirtæki til fjárfestinga sem m.a. er ætlað að efla nýsköpun. Einnig verði skoðaðar leiðir til að hvetja til þátttöku almennings í atvinnulífinu með kaupum á hlutabréfum. „Sú aðgerð gengur þvert á markmið skattkerfisbreytinga sem lofað var í tengslum við lífskjarasamninganna. Þeim breytingum var ætlað að leiðrétta „stóru skattatilfærslu“ síðustu áratuga frá hálauna- og stóreignafólki yfir á herðar láglaunafólks. Efling harmar að sjá ríkisstjórnina vinna þannig gegn réttlátara skattkerfi,“ segir Efling í yfirlýsingu. Þá sé hvergi komið til móts við tillögur verkalýðshreyfingarinnar um aðgerðir í þágu launþega á krepputímum. Dæmi um það sé hækkun grunnatvinnuleysisbóta. „Ríkisstjórnin hefur látið Samtök atvinnulífsins beita sig hótunum um uppsögn kjarasamninga, hótun sem aldrei var innistæða fyrir. Fjöldi fyrirtækja um allt land eru í ágætum rekstri og ekki á þeim buxum að hefja ófrið um allan vinnumarkaðinn. Í stað þess að halda sjálfsvirðingu sinni og verja hagsmuni almennings lætur ríkisstjórnin neyða sig til að ausa enn meira fé úr sjóðum hins opinbera til efnafólks og stöndugra fyrirtækja,“ segir í yfirlýsingu Eflingar, sem nálgast má í heild hér. Kjaramál Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vonar að lækkun tryggingagjalds komi ekki niður á fæðingarorlofi Drífa Snædal forseti ASÍ segir að margar af aðgerðum stjórnvalda til að stilla til friðar á vinnumarkaði hafi verið fyrirséðar. 29. september 2020 12:20 Framkvæmdastjórn SA gaumgæfir aðgerðapakkann á fundi Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins situr nú fund þar sem hún fer yfir aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. 29. september 2020 11:49 Tryggingagjald lækkað tímabundið Full endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna átaksins Allir vinna verður framlengd út árið 2021. Þá verður tryggingagjald lækkað tímabundið til loka árs 2021. 29. september 2020 11:22 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Efling – stéttarfélag lýsir yfir vonbrigðum með aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti fyrir hádegi í dag. Efling telur aðgerðirnar eingöngu styðja við atvinnurekendur og efnafólk, auk þess sem þær „láti undan óeðlilegum þrýstingi þeirra og hlunnfara vinnandi fólk“. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Eflingu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti í dag átta atriða aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar sem ætlað er að tryggja frið á vinnumarkaði. Á meðal aðgerðanna er framlenging á endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna átaksins Allir vinna út árið 2021 og þá verður tryggingagjald lækkað tímabundið til ársloka 2021. „Svo virðist sem ríkisstjórnin hyggist láta þjóðarskömm íslensks vinnumarkaðar, refsilausan launaþjófnað atvinnurekenda, viðgangast til frambúðar,“ segir Efling í yfirlýsingu sinni. Nýtt loforð ríkisstjórnarinnar um „skattaafslátt til stórefnafólks sem stendur í hlutabréfakaupum“ vekur jafnframt furðu Eflingar. Þar er vísað til aðgerðar undir yfirskriftinni „Skattaívilnanir til fjárfestinga“, sem ríkisstjórnin segir að hafi það að markmiði að hvetja fyrirtæki til fjárfestinga sem m.a. er ætlað að efla nýsköpun. Einnig verði skoðaðar leiðir til að hvetja til þátttöku almennings í atvinnulífinu með kaupum á hlutabréfum. „Sú aðgerð gengur þvert á markmið skattkerfisbreytinga sem lofað var í tengslum við lífskjarasamninganna. Þeim breytingum var ætlað að leiðrétta „stóru skattatilfærslu“ síðustu áratuga frá hálauna- og stóreignafólki yfir á herðar láglaunafólks. Efling harmar að sjá ríkisstjórnina vinna þannig gegn réttlátara skattkerfi,“ segir Efling í yfirlýsingu. Þá sé hvergi komið til móts við tillögur verkalýðshreyfingarinnar um aðgerðir í þágu launþega á krepputímum. Dæmi um það sé hækkun grunnatvinnuleysisbóta. „Ríkisstjórnin hefur látið Samtök atvinnulífsins beita sig hótunum um uppsögn kjarasamninga, hótun sem aldrei var innistæða fyrir. Fjöldi fyrirtækja um allt land eru í ágætum rekstri og ekki á þeim buxum að hefja ófrið um allan vinnumarkaðinn. Í stað þess að halda sjálfsvirðingu sinni og verja hagsmuni almennings lætur ríkisstjórnin neyða sig til að ausa enn meira fé úr sjóðum hins opinbera til efnafólks og stöndugra fyrirtækja,“ segir í yfirlýsingu Eflingar, sem nálgast má í heild hér.
Kjaramál Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vonar að lækkun tryggingagjalds komi ekki niður á fæðingarorlofi Drífa Snædal forseti ASÍ segir að margar af aðgerðum stjórnvalda til að stilla til friðar á vinnumarkaði hafi verið fyrirséðar. 29. september 2020 12:20 Framkvæmdastjórn SA gaumgæfir aðgerðapakkann á fundi Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins situr nú fund þar sem hún fer yfir aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. 29. september 2020 11:49 Tryggingagjald lækkað tímabundið Full endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna átaksins Allir vinna verður framlengd út árið 2021. Þá verður tryggingagjald lækkað tímabundið til loka árs 2021. 29. september 2020 11:22 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Vonar að lækkun tryggingagjalds komi ekki niður á fæðingarorlofi Drífa Snædal forseti ASÍ segir að margar af aðgerðum stjórnvalda til að stilla til friðar á vinnumarkaði hafi verið fyrirséðar. 29. september 2020 12:20
Framkvæmdastjórn SA gaumgæfir aðgerðapakkann á fundi Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins situr nú fund þar sem hún fer yfir aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. 29. september 2020 11:49
Tryggingagjald lækkað tímabundið Full endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna átaksins Allir vinna verður framlengd út árið 2021. Þá verður tryggingagjald lækkað tímabundið til loka árs 2021. 29. september 2020 11:22
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði