Uppgjafartónn í Mourinho en Lampard vorkennir honum ekki Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2020 10:20 José Mourinho hefur í nógu að snúast eins og fleiri þessa dagana. vísir/getty José Mourinho hljómar ekki eins og hann muni leggja allt í sölurnar gegn sínu gamla liði í kvöld þegar Tottenham og Chelsea mætast í 16-liða úrslitum enska deildabikarsins í fótbolta. Leikurinn er sá fyrsti í þessari umferð en henni lýkur á fimmtudagskvöld þegar Liverpool og Arsenal mætast. Tottenham komst í gegnum þriðju umferð án þess að spila vegna kórónuveirusmita hjá liðinu sem Tottenham átti að mæta, Leyton Orient. Leikjadagskráin er engu að síður afar þétt hjá Tottenham sem mætir Maccabi Haifa í Evrópudeildinni á fimmtudag og svo Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Hærri fjárhæðir í húfi á fimmtudaginn „Ég myndi vilja geta barist um dieldabikarinn en ég held að ég geti það ekki,“ sagði Mourinho eftir 1-1 jafntefli Tottenham við Newcastle um helgina. Umspilsleikurinn við Maccabi Haifa, um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar, væri mikilvægari: „Við eigum leik á fimmtudaginn sem gefur okkur ekki eins mikið af peningum og Meistaradeildin en þó fæst mikilvæg upphæð fyrir okkur með því að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar,“ sagði Mourinho. Frank Lampard, stjóri Chelsea, vorkennir ekki sínum gamla læriföður: „Ég veit alveg að þetta er strembinn tími fyrir Tottenham út af Evrópudeildinni. En dagskráin er þétt hjá okkur öllum. Þeir áttu frí í miðri viku í síðustu viku, ekki við. Ég veit að þeir hafa í mörgu að snúast í þessari viku en ég þegar ég skoða Tottenham og hópinn sem þeir hafa þá er hann stórkostlegur. Ég tel því að hvaða liði sem Jose teflir fram þá verði það mjög sterkt,“ sagði Lampard. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir VAR í aðalhlutverki er Tottenham og Newcastle skildu jöfn Jose Mourinho og lærisveinar gerðu 1-1 jafntefli við Newcastle á heimavelli í dag. VAR kom við sögu eins og í mörgum leikjum helgarinnar. 27. september 2020 15:00 Mourinho sagði að mörkin í Norður-Makedóníu hafi verið of lítil Tottenham er komið í fjórðu og síðustu umferðina fyrir riðlakeppni Evrópudeildarinnar eftir 3-1 sigur á Shkendija í Norður-Makedóníu en það gekk ekki áfallalaust fyrir sig. 25. september 2020 07:00 „Sá sérstaki“ stóð við loforðið Jose Mourinho, stjóri Tottenham, stendur við stóru orðin og það sannaðist í dag er blaðamaður fékk mynd af sér með portúgalska stjóranum. 24. september 2020 23:00 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira
José Mourinho hljómar ekki eins og hann muni leggja allt í sölurnar gegn sínu gamla liði í kvöld þegar Tottenham og Chelsea mætast í 16-liða úrslitum enska deildabikarsins í fótbolta. Leikurinn er sá fyrsti í þessari umferð en henni lýkur á fimmtudagskvöld þegar Liverpool og Arsenal mætast. Tottenham komst í gegnum þriðju umferð án þess að spila vegna kórónuveirusmita hjá liðinu sem Tottenham átti að mæta, Leyton Orient. Leikjadagskráin er engu að síður afar þétt hjá Tottenham sem mætir Maccabi Haifa í Evrópudeildinni á fimmtudag og svo Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Hærri fjárhæðir í húfi á fimmtudaginn „Ég myndi vilja geta barist um dieldabikarinn en ég held að ég geti það ekki,“ sagði Mourinho eftir 1-1 jafntefli Tottenham við Newcastle um helgina. Umspilsleikurinn við Maccabi Haifa, um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar, væri mikilvægari: „Við eigum leik á fimmtudaginn sem gefur okkur ekki eins mikið af peningum og Meistaradeildin en þó fæst mikilvæg upphæð fyrir okkur með því að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar,“ sagði Mourinho. Frank Lampard, stjóri Chelsea, vorkennir ekki sínum gamla læriföður: „Ég veit alveg að þetta er strembinn tími fyrir Tottenham út af Evrópudeildinni. En dagskráin er þétt hjá okkur öllum. Þeir áttu frí í miðri viku í síðustu viku, ekki við. Ég veit að þeir hafa í mörgu að snúast í þessari viku en ég þegar ég skoða Tottenham og hópinn sem þeir hafa þá er hann stórkostlegur. Ég tel því að hvaða liði sem Jose teflir fram þá verði það mjög sterkt,“ sagði Lampard.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir VAR í aðalhlutverki er Tottenham og Newcastle skildu jöfn Jose Mourinho og lærisveinar gerðu 1-1 jafntefli við Newcastle á heimavelli í dag. VAR kom við sögu eins og í mörgum leikjum helgarinnar. 27. september 2020 15:00 Mourinho sagði að mörkin í Norður-Makedóníu hafi verið of lítil Tottenham er komið í fjórðu og síðustu umferðina fyrir riðlakeppni Evrópudeildarinnar eftir 3-1 sigur á Shkendija í Norður-Makedóníu en það gekk ekki áfallalaust fyrir sig. 25. september 2020 07:00 „Sá sérstaki“ stóð við loforðið Jose Mourinho, stjóri Tottenham, stendur við stóru orðin og það sannaðist í dag er blaðamaður fékk mynd af sér með portúgalska stjóranum. 24. september 2020 23:00 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira
VAR í aðalhlutverki er Tottenham og Newcastle skildu jöfn Jose Mourinho og lærisveinar gerðu 1-1 jafntefli við Newcastle á heimavelli í dag. VAR kom við sögu eins og í mörgum leikjum helgarinnar. 27. september 2020 15:00
Mourinho sagði að mörkin í Norður-Makedóníu hafi verið of lítil Tottenham er komið í fjórðu og síðustu umferðina fyrir riðlakeppni Evrópudeildarinnar eftir 3-1 sigur á Shkendija í Norður-Makedóníu en það gekk ekki áfallalaust fyrir sig. 25. september 2020 07:00
„Sá sérstaki“ stóð við loforðið Jose Mourinho, stjóri Tottenham, stendur við stóru orðin og það sannaðist í dag er blaðamaður fékk mynd af sér með portúgalska stjóranum. 24. september 2020 23:00