Jürgen Klopp lenti upp á kant við Roy Keane í beinni á Sky Sports Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. september 2020 09:30 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var ekkert alltof brosmildur í viðtalinu á Sky Sports eftir leikinn. Getty/Laurence Griffiths Jürgen Klopp hélt að Roy Keane hefði verið að horfa á annan leik en gagnrýni Keane á Liverpool liðið í gær fór ekki alltof vel í knattspyrnustjóra Englandsmeistaranna. Roy Keane og Jürgen Klopp voru ekki alveg sammála um frammistöðu Liverpool í sigrinum á Arsenal í gær og það hitnaði aðeins í kolunum í beinni útsendingu á Sky Sports. Jürgen Klopp kom í viðtal á Sky Sports í beinni útsendingu eftir 3-1 sigur Liverpool á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær. Áður höfðu sérfræðingarnir í myndverinu verið að tala saman um leikinn og Jürgen Klopp heyrði Roy Keane tala um að leikur Liverpool hefði verið svolítið subbulegur. David Jones umsjónarmaður spjallþáttarins á Sky Sports spurði Klopp hvað hann hefði verið ánægður með í leik liðsins. Jurgen Klopp and Roy Keane involved in tense exchange on Sky Sports after Liverpool's win over Arsenal https://t.co/juk7FOMoVa— MailOnline Sport (@MailSport) September 29, 2020 „Allt. Heyrði ég rétt að Herra Keane hefði sagt að þetta hafi verið subbuleg frammistaða hjá okkur í kvöld? Sagði hann það,“ spurði Jürgen Klopp og Roy Keane svaraði: „Mér fannst að þeir gáfu tvo eitt eða tvö færi á sér í leiknum sem þeir ættu að vera óánægðir með,“ sagði Roy Keane. „Ég var ekki viss um hvort ég heyrði þetta rétt en kannski var hann að tala um annan leik. Það getur ekki hafa verið þessi leikur,“ sagði Klopp. „Það er í bara ótrúleg lýsing á þessum leik. Hann var algjörlega stórkostlegur. Ekkert var subbulegt hjá okkur, alls ekkert,“ sagði Klopp. Roy Keane var þó ekki tilbúinn að bakka mikið með sitt mat. „Ég held að þér hafi misheyrst. Ég sagði bara að það hafi verið subbuleg móment í leiknum en annars voru þið frábærir. Ég hef verið að hrósa liðinu og ég held að þú hafir ekki heyrt þetta rétt,“ sagði Keane. Roy Keane skaut síðan aðeins á Jürgen Klopp eftir að viðtalinu var lokið. „Sá er viðkvæmur. Jesús, ímyndunum okkur viðbrögðin ef þeir hefðu tapað,“ sagði Keane. Liverpool vann hins vegar leikinn 3-1 og er með fullt hús á toppnum með Leicester City og Everton eftir þrjá leiki. Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
Jürgen Klopp hélt að Roy Keane hefði verið að horfa á annan leik en gagnrýni Keane á Liverpool liðið í gær fór ekki alltof vel í knattspyrnustjóra Englandsmeistaranna. Roy Keane og Jürgen Klopp voru ekki alveg sammála um frammistöðu Liverpool í sigrinum á Arsenal í gær og það hitnaði aðeins í kolunum í beinni útsendingu á Sky Sports. Jürgen Klopp kom í viðtal á Sky Sports í beinni útsendingu eftir 3-1 sigur Liverpool á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær. Áður höfðu sérfræðingarnir í myndverinu verið að tala saman um leikinn og Jürgen Klopp heyrði Roy Keane tala um að leikur Liverpool hefði verið svolítið subbulegur. David Jones umsjónarmaður spjallþáttarins á Sky Sports spurði Klopp hvað hann hefði verið ánægður með í leik liðsins. Jurgen Klopp and Roy Keane involved in tense exchange on Sky Sports after Liverpool's win over Arsenal https://t.co/juk7FOMoVa— MailOnline Sport (@MailSport) September 29, 2020 „Allt. Heyrði ég rétt að Herra Keane hefði sagt að þetta hafi verið subbuleg frammistaða hjá okkur í kvöld? Sagði hann það,“ spurði Jürgen Klopp og Roy Keane svaraði: „Mér fannst að þeir gáfu tvo eitt eða tvö færi á sér í leiknum sem þeir ættu að vera óánægðir með,“ sagði Roy Keane. „Ég var ekki viss um hvort ég heyrði þetta rétt en kannski var hann að tala um annan leik. Það getur ekki hafa verið þessi leikur,“ sagði Klopp. „Það er í bara ótrúleg lýsing á þessum leik. Hann var algjörlega stórkostlegur. Ekkert var subbulegt hjá okkur, alls ekkert,“ sagði Klopp. Roy Keane var þó ekki tilbúinn að bakka mikið með sitt mat. „Ég held að þér hafi misheyrst. Ég sagði bara að það hafi verið subbuleg móment í leiknum en annars voru þið frábærir. Ég hef verið að hrósa liðinu og ég held að þú hafir ekki heyrt þetta rétt,“ sagði Keane. Roy Keane skaut síðan aðeins á Jürgen Klopp eftir að viðtalinu var lokið. „Sá er viðkvæmur. Jesús, ímyndunum okkur viðbrögðin ef þeir hefðu tapað,“ sagði Keane. Liverpool vann hins vegar leikinn 3-1 og er með fullt hús á toppnum með Leicester City og Everton eftir þrjá leiki.
Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira