Jürgen Klopp lenti upp á kant við Roy Keane í beinni á Sky Sports Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. september 2020 09:30 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var ekkert alltof brosmildur í viðtalinu á Sky Sports eftir leikinn. Getty/Laurence Griffiths Jürgen Klopp hélt að Roy Keane hefði verið að horfa á annan leik en gagnrýni Keane á Liverpool liðið í gær fór ekki alltof vel í knattspyrnustjóra Englandsmeistaranna. Roy Keane og Jürgen Klopp voru ekki alveg sammála um frammistöðu Liverpool í sigrinum á Arsenal í gær og það hitnaði aðeins í kolunum í beinni útsendingu á Sky Sports. Jürgen Klopp kom í viðtal á Sky Sports í beinni útsendingu eftir 3-1 sigur Liverpool á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær. Áður höfðu sérfræðingarnir í myndverinu verið að tala saman um leikinn og Jürgen Klopp heyrði Roy Keane tala um að leikur Liverpool hefði verið svolítið subbulegur. David Jones umsjónarmaður spjallþáttarins á Sky Sports spurði Klopp hvað hann hefði verið ánægður með í leik liðsins. Jurgen Klopp and Roy Keane involved in tense exchange on Sky Sports after Liverpool's win over Arsenal https://t.co/juk7FOMoVa— MailOnline Sport (@MailSport) September 29, 2020 „Allt. Heyrði ég rétt að Herra Keane hefði sagt að þetta hafi verið subbuleg frammistaða hjá okkur í kvöld? Sagði hann það,“ spurði Jürgen Klopp og Roy Keane svaraði: „Mér fannst að þeir gáfu tvo eitt eða tvö færi á sér í leiknum sem þeir ættu að vera óánægðir með,“ sagði Roy Keane. „Ég var ekki viss um hvort ég heyrði þetta rétt en kannski var hann að tala um annan leik. Það getur ekki hafa verið þessi leikur,“ sagði Klopp. „Það er í bara ótrúleg lýsing á þessum leik. Hann var algjörlega stórkostlegur. Ekkert var subbulegt hjá okkur, alls ekkert,“ sagði Klopp. Roy Keane var þó ekki tilbúinn að bakka mikið með sitt mat. „Ég held að þér hafi misheyrst. Ég sagði bara að það hafi verið subbuleg móment í leiknum en annars voru þið frábærir. Ég hef verið að hrósa liðinu og ég held að þú hafir ekki heyrt þetta rétt,“ sagði Keane. Roy Keane skaut síðan aðeins á Jürgen Klopp eftir að viðtalinu var lokið. „Sá er viðkvæmur. Jesús, ímyndunum okkur viðbrögðin ef þeir hefðu tapað,“ sagði Keane. Liverpool vann hins vegar leikinn 3-1 og er með fullt hús á toppnum með Leicester City og Everton eftir þrjá leiki. Enski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Sjá meira
Jürgen Klopp hélt að Roy Keane hefði verið að horfa á annan leik en gagnrýni Keane á Liverpool liðið í gær fór ekki alltof vel í knattspyrnustjóra Englandsmeistaranna. Roy Keane og Jürgen Klopp voru ekki alveg sammála um frammistöðu Liverpool í sigrinum á Arsenal í gær og það hitnaði aðeins í kolunum í beinni útsendingu á Sky Sports. Jürgen Klopp kom í viðtal á Sky Sports í beinni útsendingu eftir 3-1 sigur Liverpool á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær. Áður höfðu sérfræðingarnir í myndverinu verið að tala saman um leikinn og Jürgen Klopp heyrði Roy Keane tala um að leikur Liverpool hefði verið svolítið subbulegur. David Jones umsjónarmaður spjallþáttarins á Sky Sports spurði Klopp hvað hann hefði verið ánægður með í leik liðsins. Jurgen Klopp and Roy Keane involved in tense exchange on Sky Sports after Liverpool's win over Arsenal https://t.co/juk7FOMoVa— MailOnline Sport (@MailSport) September 29, 2020 „Allt. Heyrði ég rétt að Herra Keane hefði sagt að þetta hafi verið subbuleg frammistaða hjá okkur í kvöld? Sagði hann það,“ spurði Jürgen Klopp og Roy Keane svaraði: „Mér fannst að þeir gáfu tvo eitt eða tvö færi á sér í leiknum sem þeir ættu að vera óánægðir með,“ sagði Roy Keane. „Ég var ekki viss um hvort ég heyrði þetta rétt en kannski var hann að tala um annan leik. Það getur ekki hafa verið þessi leikur,“ sagði Klopp. „Það er í bara ótrúleg lýsing á þessum leik. Hann var algjörlega stórkostlegur. Ekkert var subbulegt hjá okkur, alls ekkert,“ sagði Klopp. Roy Keane var þó ekki tilbúinn að bakka mikið með sitt mat. „Ég held að þér hafi misheyrst. Ég sagði bara að það hafi verið subbuleg móment í leiknum en annars voru þið frábærir. Ég hef verið að hrósa liðinu og ég held að þú hafir ekki heyrt þetta rétt,“ sagði Keane. Roy Keane skaut síðan aðeins á Jürgen Klopp eftir að viðtalinu var lokið. „Sá er viðkvæmur. Jesús, ímyndunum okkur viðbrögðin ef þeir hefðu tapað,“ sagði Keane. Liverpool vann hins vegar leikinn 3-1 og er með fullt hús á toppnum með Leicester City og Everton eftir þrjá leiki.
Enski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Sjá meira