Járnvilji í bestu dúfu landsins Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. september 2020 20:00 Bréfdúfan Járnfrúin átti stórsigur á mótaröð sumarsins í keppnisflugi og hefur verið valin besta dúfa landsins. Eigandi hennar á yfir eitt hundrað dúfur og segist þekkja þær allar í sundur. „Þetta er bara eins og hjá sauðfjárbónda sem fer inn í rollukofann sinn. Hann þekkir allar kindrunar í sundur þó þær séu allar með horn og hvítar. Þær eru allar gjörólíkar fyrir mér,“ segir Vilhelm Ragnar Sigurjónsson, dúfnaræktandi. Ekki nóg með að Vilhelm þekki allar 135 dúfurnar sínar í sundur heldur kann hann einig deili á forfeðrum þeirra. Enda hefur hann ræktað bréfdúfur til keppnisflugs í tugi ára. Þetta árið er hann með nokkrar hraðfleygustu dúfur landsins. Þar á meðal dúfuna sem var valin sú besta í ár. „Hún var send í tíu keppnir, var átta sinnum á meðal fyrstu fugla og tvisvar var hún í verðlaunasæti,“ segir hann. Hún hefur fengið nafnið Iron Lady, eða Járnfrúin, með vísan til breska forsætisráðherrans fyrrverandi. „Það lýsir hennar járnvilja. Hún flýgur mjög vel í erfiðum mótvindskeppnum og svo er hún með beina- og vöðvabyggingu úr stáli,“ segir Vilhelm. Það kemur sér vel í löngu keppnisfluginu. Í ár flaug hún til dæmis frá Langanesi og til Garðabæjar, þar sem hún á heima. „Við förum bara með þær eins langt og við getum farið með þær hérna á Íslandi. Það eru 400 kílómetrar.“ Vilhelm Ragnar Sigurjónsson hefur ræktað dúfur í tugi ára. Hann segir ekki algengt að dúfurnar týnist og þá er það helst ef þær þreytast eða lenda í ránfugli. Þær rati iðulega heim. „Þær fara eftir segulsviði jarðar, nota það og sólina. Þær fljúga hérna fyrir utan heima hjá sér og staðsetja sig og virðast mynda einhvers konar kort.“ Vilhelm er ásamt tveimur öðrum með ræktunina, sem nefnist Stjörnu-loft, enda felst í þessu mikil vinna. Dúfurnar borða sérstakt fæði og metnaður er lagður í undaneldi. Keppnisskapið er mikið og nú þegar hefur Járnfrúin verið pöruð með besta karlfugli landsins og munu ungar þeirra fá að spreyta sig næsta sumar. „Þessir ungar hafa allt sem góð bréfdúfa þarf að hafa,“ segir Vilhelm spenntur fyrir næsta tímabili. Dýr Fuglar Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bréfdúfan Járnfrúin átti stórsigur á mótaröð sumarsins í keppnisflugi og hefur verið valin besta dúfa landsins. Eigandi hennar á yfir eitt hundrað dúfur og segist þekkja þær allar í sundur. „Þetta er bara eins og hjá sauðfjárbónda sem fer inn í rollukofann sinn. Hann þekkir allar kindrunar í sundur þó þær séu allar með horn og hvítar. Þær eru allar gjörólíkar fyrir mér,“ segir Vilhelm Ragnar Sigurjónsson, dúfnaræktandi. Ekki nóg með að Vilhelm þekki allar 135 dúfurnar sínar í sundur heldur kann hann einig deili á forfeðrum þeirra. Enda hefur hann ræktað bréfdúfur til keppnisflugs í tugi ára. Þetta árið er hann með nokkrar hraðfleygustu dúfur landsins. Þar á meðal dúfuna sem var valin sú besta í ár. „Hún var send í tíu keppnir, var átta sinnum á meðal fyrstu fugla og tvisvar var hún í verðlaunasæti,“ segir hann. Hún hefur fengið nafnið Iron Lady, eða Járnfrúin, með vísan til breska forsætisráðherrans fyrrverandi. „Það lýsir hennar járnvilja. Hún flýgur mjög vel í erfiðum mótvindskeppnum og svo er hún með beina- og vöðvabyggingu úr stáli,“ segir Vilhelm. Það kemur sér vel í löngu keppnisfluginu. Í ár flaug hún til dæmis frá Langanesi og til Garðabæjar, þar sem hún á heima. „Við förum bara með þær eins langt og við getum farið með þær hérna á Íslandi. Það eru 400 kílómetrar.“ Vilhelm Ragnar Sigurjónsson hefur ræktað dúfur í tugi ára. Hann segir ekki algengt að dúfurnar týnist og þá er það helst ef þær þreytast eða lenda í ránfugli. Þær rati iðulega heim. „Þær fara eftir segulsviði jarðar, nota það og sólina. Þær fljúga hérna fyrir utan heima hjá sér og staðsetja sig og virðast mynda einhvers konar kort.“ Vilhelm er ásamt tveimur öðrum með ræktunina, sem nefnist Stjörnu-loft, enda felst í þessu mikil vinna. Dúfurnar borða sérstakt fæði og metnaður er lagður í undaneldi. Keppnisskapið er mikið og nú þegar hefur Járnfrúin verið pöruð með besta karlfugli landsins og munu ungar þeirra fá að spreyta sig næsta sumar. „Þessir ungar hafa allt sem góð bréfdúfa þarf að hafa,“ segir Vilhelm spenntur fyrir næsta tímabili.
Dýr Fuglar Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?