Landsmenn muni þurfa að viðhafa varúðarráðstafanir næstu mánuði Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. september 2020 15:35 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir telur ekki tilefni til að grípa til hertra aðgerða vegna kórónuveirunnar að svo stöddu. Hann segir þó að landsmenn megi búast við því að þurfa að viðhafa þær sóttvarnarráðstafanir sem nú eru í gildi innanlands næstu mánuði. Þrjátíu og níu greindust með veiruna innanlands síðasta sólarhringinn og voru um níutíu prósent þeirra í sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna vegna veirunnar í dag að þróun faraldursins væri nú niður á við með tilliti til samfélagssmits. „Og það er ánægjulegt og sýnir það að sennilega erum við á réttri leið. En það þarf ekki mikið út af að bregða til að við fáum hópsýkingar aftur á einhverjum stöðum þannig að almenningur þarf að halda áfram að passa sig og gera vel, eins og hann hefur verið að gera fram að þessu,“ sagði Þórólfur. „Ég held að maður geti túlkað það þannig að smitin, sérstaklega samfélagslegu smitin, eru að ganga hægt niður. […] Við þurfum kannski að sjá í dag líka hvort við sjáum aukinn fjölda aftur.“ Þá sagði Þórólfur að hvetja þyrfti alla til að fara áfram eftir þeim sóttvarnarráðstöfunum sem verið hafa í gildi undanfarið. Jafnframt mættu landsmenn búast við því að þær aðgerðir sem hafa verið í gildi innanlands, þ.e. reglur um fjarlægðarmörk, einstaklingsbundnar sóttvarnir og samkomutakmarkanir, verði við lýði í talsverðan tíma í viðbót. „Það er líklegt að við þurfum að viðhafa þessar varúðarráðstafanir, sem við höfum verið að hamra á og biðja fólk að viðhafa, næstu mánuðina. Þannig að ég tel ekki ástæðu til að grípa til hertra aðgerða núna en þetta er náttúrulega í sífelldri endurskoðun og [við munum] gera það ef ástæða þykir til,“ sagði Þórólfur. Þá sagðist hann aðspurður telja að farsælast væri að halda óbreyttu fyrirkomulagi á landamærum, þ.e. skimun við komu, fjögurra til fimm daga sóttkví og seinni skimun. Fyrirkomulagið gildir til 6. október en Þórólfur sagði það stjórnvalda að ákveða hvað tæki við á landamærunum að þeim tíma loknum. Inntur eftir því hvaða rök væru fyrir því að grípa ekki til hertra aðgerða, nú þegar nýgengi smita á Íslandi sé orðið það hæsta á Norðurlöndum, sagði Þórólfur að samfélagslegum smitum væri að fækka. „Við getum búist við því að sjá smit áfram hjá einstaklingum sem eru í sóttkví nú þegar. Þannig að ég held að það sé skynsamlegast að gera þetta þannig að við séum ekki að valda miklum samfélagslegum skaða með því að grípa til mjög harðra aðgerða.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ósammála Birni um að hættan á loftsmiti hafi ekki fengið nægilegt vægi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst ekki sammála Birni Birni, prófessor í stærðfræði við Kaliforníuháskóla, að hættan á loftsmiti fái ekki nægilegt vægi í umræðu um smitvarnir hér á landi. 28. september 2020 14:54 Fimm á sjúkrahúsi með Covid-19 Fimm liggja inni á Landspítalanum með Covid-19 og hefur þannig einn bæst í þann hóp síðan í gær. 28. september 2020 14:13 Skipstjóranum létt þegar almannavarnir tóku yfir Útgerðarstjóri Þorbjarnar hf, sem gerir út línuskipið Valdimar GK, segir að skipstjóra Valdimars hafi létt mjög við skýra leiðsögn frá almannavörnum eftir að allir skipverjar um borð greindust með kórónuveiruna. 28. september 2020 12:54 Mest lesið Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Sóttvarnalæknir telur ekki tilefni til að grípa til hertra aðgerða vegna kórónuveirunnar að svo stöddu. Hann segir þó að landsmenn megi búast við því að þurfa að viðhafa þær sóttvarnarráðstafanir sem nú eru í gildi innanlands næstu mánuði. Þrjátíu og níu greindust með veiruna innanlands síðasta sólarhringinn og voru um níutíu prósent þeirra í sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna vegna veirunnar í dag að þróun faraldursins væri nú niður á við með tilliti til samfélagssmits. „Og það er ánægjulegt og sýnir það að sennilega erum við á réttri leið. En það þarf ekki mikið út af að bregða til að við fáum hópsýkingar aftur á einhverjum stöðum þannig að almenningur þarf að halda áfram að passa sig og gera vel, eins og hann hefur verið að gera fram að þessu,“ sagði Þórólfur. „Ég held að maður geti túlkað það þannig að smitin, sérstaklega samfélagslegu smitin, eru að ganga hægt niður. […] Við þurfum kannski að sjá í dag líka hvort við sjáum aukinn fjölda aftur.“ Þá sagði Þórólfur að hvetja þyrfti alla til að fara áfram eftir þeim sóttvarnarráðstöfunum sem verið hafa í gildi undanfarið. Jafnframt mættu landsmenn búast við því að þær aðgerðir sem hafa verið í gildi innanlands, þ.e. reglur um fjarlægðarmörk, einstaklingsbundnar sóttvarnir og samkomutakmarkanir, verði við lýði í talsverðan tíma í viðbót. „Það er líklegt að við þurfum að viðhafa þessar varúðarráðstafanir, sem við höfum verið að hamra á og biðja fólk að viðhafa, næstu mánuðina. Þannig að ég tel ekki ástæðu til að grípa til hertra aðgerða núna en þetta er náttúrulega í sífelldri endurskoðun og [við munum] gera það ef ástæða þykir til,“ sagði Þórólfur. Þá sagðist hann aðspurður telja að farsælast væri að halda óbreyttu fyrirkomulagi á landamærum, þ.e. skimun við komu, fjögurra til fimm daga sóttkví og seinni skimun. Fyrirkomulagið gildir til 6. október en Þórólfur sagði það stjórnvalda að ákveða hvað tæki við á landamærunum að þeim tíma loknum. Inntur eftir því hvaða rök væru fyrir því að grípa ekki til hertra aðgerða, nú þegar nýgengi smita á Íslandi sé orðið það hæsta á Norðurlöndum, sagði Þórólfur að samfélagslegum smitum væri að fækka. „Við getum búist við því að sjá smit áfram hjá einstaklingum sem eru í sóttkví nú þegar. Þannig að ég held að það sé skynsamlegast að gera þetta þannig að við séum ekki að valda miklum samfélagslegum skaða með því að grípa til mjög harðra aðgerða.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ósammála Birni um að hættan á loftsmiti hafi ekki fengið nægilegt vægi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst ekki sammála Birni Birni, prófessor í stærðfræði við Kaliforníuháskóla, að hættan á loftsmiti fái ekki nægilegt vægi í umræðu um smitvarnir hér á landi. 28. september 2020 14:54 Fimm á sjúkrahúsi með Covid-19 Fimm liggja inni á Landspítalanum með Covid-19 og hefur þannig einn bæst í þann hóp síðan í gær. 28. september 2020 14:13 Skipstjóranum létt þegar almannavarnir tóku yfir Útgerðarstjóri Þorbjarnar hf, sem gerir út línuskipið Valdimar GK, segir að skipstjóra Valdimars hafi létt mjög við skýra leiðsögn frá almannavörnum eftir að allir skipverjar um borð greindust með kórónuveiruna. 28. september 2020 12:54 Mest lesið Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Ósammála Birni um að hættan á loftsmiti hafi ekki fengið nægilegt vægi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst ekki sammála Birni Birni, prófessor í stærðfræði við Kaliforníuháskóla, að hættan á loftsmiti fái ekki nægilegt vægi í umræðu um smitvarnir hér á landi. 28. september 2020 14:54
Fimm á sjúkrahúsi með Covid-19 Fimm liggja inni á Landspítalanum með Covid-19 og hefur þannig einn bæst í þann hóp síðan í gær. 28. september 2020 14:13
Skipstjóranum létt þegar almannavarnir tóku yfir Útgerðarstjóri Þorbjarnar hf, sem gerir út línuskipið Valdimar GK, segir að skipstjóra Valdimars hafi létt mjög við skýra leiðsögn frá almannavörnum eftir að allir skipverjar um borð greindust með kórónuveiruna. 28. september 2020 12:54