Of ungur til að vera kosinn maður leiksins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2020 14:31 Anssumane Fati fagnar öðru marka sinna fyrir Barcelona í gær. Getty/ Pedro Salado Gengið var framhjá hinum sautján ára gamla Ansu Fati þegar var valinn maður leiksins í fyrsta deildarleik Barcelona undir stjórn Ronald Koeman en það var ekki fótboltaástæður sem voru að baki þeirri ákvörðun. Ansu Fati átti stórleik með Barcelona í gær þegar liðið lék sinn fyrsta keppnisleik undir stjórn Hollendingsins Ronald Koeman. Það var búið að ganga mikið á hjá Barcelona eftir að Ronald Koeman tók við og hann hefur hreinsað til af hörku. Barcelona tókst hins vegar að þvinga Lionel Messi til að spila lokatímabilið á samningi sínum. Lionel Messi var í framlínu Barcelona í gær við hlið Ansu Fati og fyrir aftan þá voru síðan þeir Philippe Coutinho og Antoine Griezmann. Það var hins vegar hinn sautján ára gamli Ansu Fati sem stal sviðsljósinu af hinum stórstjörnum liðsins. Ansu Fati skoraði tvö fyrstu mörk leiksins og fiskaði síðan vítaspyrnu sem Lionel Messi skoraði úr. Allt gerði strákurinn þetta á fyrstu 35 mínútum leiksins og það voru fáir í vafa um að hann væri maður leiksins. Svo fór þó ekki. Fati deserved the award after his stunning 2-goal display, but he was the only player who actually couldn't win it. Instead, Jordi Alba was handed the award. https://t.co/S103bZTgxs— SPORTbible (@sportbible) September 28, 2020 Ansu Fati hefur verið duglegur að slá alls konar aldursmet á síðustu mánuðum og þar á meðal hjá spænska landsliðinu. Hann hefur allt til þess að bera til að verða stórstjarna en hann bara ekki ennþá nógu gamall til að fá verðlaun sem maður leiksins hjá Börsungum. Verðlaunin fyrir mann leiksins í gær fóru til bakvarðarins Jordi Alba en ekki til Ansu Fati. Twitter síðan Spanish Football News segir ástæðuna hafa verið aldur leikmannsins. Ansu verður ekki átján ára fyrr en í lok október og er ekki nógu gamall til að drekka áfengi. Styrktaraðili verðlaunanna er nefnilega bjórframleiðandinn Budweiser og þar er krafa um að maður leiksins geti haldið upp á verðlaunin með því að fá sér sopa. Miðað við byrjunina á tímabilinu þá fær Ansu Fati örugglega fleiri tækifæri til að vinna þessi verðlaun þegar hann er búinn að halda upp á átján ára afmælið. Liðsfélagar hans hjá Barcelona vilja líka passa upp á strákinn. Sergio Busquets talaði um það eftir leik að blaðamenn og aðrir yrðu að passa sig að láta ekki of mikið með hann en um leið viðurkenndi Busquets að þarna sé mikið hæfileikabúnt á ferðinni. Spænski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjá meira
Gengið var framhjá hinum sautján ára gamla Ansu Fati þegar var valinn maður leiksins í fyrsta deildarleik Barcelona undir stjórn Ronald Koeman en það var ekki fótboltaástæður sem voru að baki þeirri ákvörðun. Ansu Fati átti stórleik með Barcelona í gær þegar liðið lék sinn fyrsta keppnisleik undir stjórn Hollendingsins Ronald Koeman. Það var búið að ganga mikið á hjá Barcelona eftir að Ronald Koeman tók við og hann hefur hreinsað til af hörku. Barcelona tókst hins vegar að þvinga Lionel Messi til að spila lokatímabilið á samningi sínum. Lionel Messi var í framlínu Barcelona í gær við hlið Ansu Fati og fyrir aftan þá voru síðan þeir Philippe Coutinho og Antoine Griezmann. Það var hins vegar hinn sautján ára gamli Ansu Fati sem stal sviðsljósinu af hinum stórstjörnum liðsins. Ansu Fati skoraði tvö fyrstu mörk leiksins og fiskaði síðan vítaspyrnu sem Lionel Messi skoraði úr. Allt gerði strákurinn þetta á fyrstu 35 mínútum leiksins og það voru fáir í vafa um að hann væri maður leiksins. Svo fór þó ekki. Fati deserved the award after his stunning 2-goal display, but he was the only player who actually couldn't win it. Instead, Jordi Alba was handed the award. https://t.co/S103bZTgxs— SPORTbible (@sportbible) September 28, 2020 Ansu Fati hefur verið duglegur að slá alls konar aldursmet á síðustu mánuðum og þar á meðal hjá spænska landsliðinu. Hann hefur allt til þess að bera til að verða stórstjarna en hann bara ekki ennþá nógu gamall til að fá verðlaun sem maður leiksins hjá Börsungum. Verðlaunin fyrir mann leiksins í gær fóru til bakvarðarins Jordi Alba en ekki til Ansu Fati. Twitter síðan Spanish Football News segir ástæðuna hafa verið aldur leikmannsins. Ansu verður ekki átján ára fyrr en í lok október og er ekki nógu gamall til að drekka áfengi. Styrktaraðili verðlaunanna er nefnilega bjórframleiðandinn Budweiser og þar er krafa um að maður leiksins geti haldið upp á verðlaunin með því að fá sér sopa. Miðað við byrjunina á tímabilinu þá fær Ansu Fati örugglega fleiri tækifæri til að vinna þessi verðlaun þegar hann er búinn að halda upp á átján ára afmælið. Liðsfélagar hans hjá Barcelona vilja líka passa upp á strákinn. Sergio Busquets talaði um það eftir leik að blaðamenn og aðrir yrðu að passa sig að láta ekki of mikið með hann en um leið viðurkenndi Busquets að þarna sé mikið hæfileikabúnt á ferðinni.
Spænski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjá meira