Graeme Souness á því að Liverpool gæti líka stungið af í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2020 10:01 Sadio Mane í leik með Liverpool á móti Manchester City á síðasta tímabili. Getty/Andrew Powell Hörmungarframmistaða Manchester City í gær fékk sérfræðing Sky Sports til að spá því að Liverpool gæti unnið aftur yfirburðasigur í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Manchester City steinlá 5-2 á heimavelli á móti Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í gær og það lítur út fyrir það að Pep Guardiola hafi ekki tekist að laga vandræðin í varnarleik liðsins. Eric Garcia, Kyle Walker og Benjamin Mendy gáfu allir klaufalegar vítaspyrnur og Manchester City liðið kolféll á prófinu í fyrsta heimaleiknum á nýju tímabili. Eins og síðustu tvö tímabil búast flestir við því að Manchester City og Liverpool keppi um enska meistaratitilinn í ár. Manchester City var einu stigi á undan Liverpool 2018-19 tímabilið en á síðustu leiktíð vann Liverpool yfirburðasigur. Sérfræðingur Sky Sports er farinn að sjá fyrir sér að Liverpool stingi aftur af eftir að hafa horft upp á hörmungarframmistöðu City liðsins á heimavelli. Graeme Souness backs Jurgen Klopp's men to easily retain the Premier League title after Manchester City's horror show https://t.co/adyCyLz3sG— MailOnline Sport (@MailSport) September 27, 2020 „Liverpool vann deildina með átján stigum á síðasta tímabili og að mínu mati er liðið bara orðið enn sterkara í dag,“ sagði Graeme Souness á Sky Sports. Manchester City er að ganga frá kaupunum á miðverðinum Ruben Dias frá Benfica en þarf meira til samkvæmt áliti Sky Sports sérfræðingsins. „Ég horfi á City liðið núna hvort sem Ruben Dias komi inn í liðið eða ekki. Það þarf meira en Ruben Dias fyrir City að vinna upp átján stiga forskot Liverpool. Liverpool liðið er sterkari í dag en það var fyrir tólf mánuðum,“ sagði Graeme Souness. „Sumir leikmenn þurfa fimm eða sex leiki til að koma sér inn í hlutina. Eins og staðan er núna þá tel ég að Liverpool geti stungið af,“ sagði Graeme Souness. Liverpool spilar sinn leik í þriðju umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar Arsenal kemur í heimsókn á Anfield. Bæði liðin hafa unnið tvo fyrstu leiki sína á tímabilinu. Enski boltinn Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Sjá meira
Hörmungarframmistaða Manchester City í gær fékk sérfræðing Sky Sports til að spá því að Liverpool gæti unnið aftur yfirburðasigur í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Manchester City steinlá 5-2 á heimavelli á móti Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í gær og það lítur út fyrir það að Pep Guardiola hafi ekki tekist að laga vandræðin í varnarleik liðsins. Eric Garcia, Kyle Walker og Benjamin Mendy gáfu allir klaufalegar vítaspyrnur og Manchester City liðið kolféll á prófinu í fyrsta heimaleiknum á nýju tímabili. Eins og síðustu tvö tímabil búast flestir við því að Manchester City og Liverpool keppi um enska meistaratitilinn í ár. Manchester City var einu stigi á undan Liverpool 2018-19 tímabilið en á síðustu leiktíð vann Liverpool yfirburðasigur. Sérfræðingur Sky Sports er farinn að sjá fyrir sér að Liverpool stingi aftur af eftir að hafa horft upp á hörmungarframmistöðu City liðsins á heimavelli. Graeme Souness backs Jurgen Klopp's men to easily retain the Premier League title after Manchester City's horror show https://t.co/adyCyLz3sG— MailOnline Sport (@MailSport) September 27, 2020 „Liverpool vann deildina með átján stigum á síðasta tímabili og að mínu mati er liðið bara orðið enn sterkara í dag,“ sagði Graeme Souness á Sky Sports. Manchester City er að ganga frá kaupunum á miðverðinum Ruben Dias frá Benfica en þarf meira til samkvæmt áliti Sky Sports sérfræðingsins. „Ég horfi á City liðið núna hvort sem Ruben Dias komi inn í liðið eða ekki. Það þarf meira en Ruben Dias fyrir City að vinna upp átján stiga forskot Liverpool. Liverpool liðið er sterkari í dag en það var fyrir tólf mánuðum,“ sagði Graeme Souness. „Sumir leikmenn þurfa fimm eða sex leiki til að koma sér inn í hlutina. Eins og staðan er núna þá tel ég að Liverpool geti stungið af,“ sagði Graeme Souness. Liverpool spilar sinn leik í þriðju umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar Arsenal kemur í heimsókn á Anfield. Bæði liðin hafa unnið tvo fyrstu leiki sína á tímabilinu.
Enski boltinn Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Sjá meira