Fjárhundinum Tímoni bjargað eftir tíu daga í djúpri gjótu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. september 2020 19:11 Hér má sjá hvar og hvert Tímon féll niður. Mynd/Úlfhildur Ída Fjárhundurinn Tímon komst sannarlega í hann krappann fyrr í þessum mánuði. Þann 16. september hvarf hann sporlaust við göngur þegar hann ferðaðist ásamt eigendum sínum yfir afar sprungið svæði í Blikalónsdal á Norðausturlandi. Tíu dögum síðar var honum bjargað upp úr um sex metra djúpri gjá. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Ágústu Ágústsdóttur, eiganda Tímons. Í færslunni segir hún frá hvarfi hundsins og leitinni sem fylgdi. „Á miðvikudegi 16. september á öðrum degi fyrstu gangna hvarf fjárhundurinn okkar hann Tímon sporlaust þegar verið var að fara yfir mjög sprungið svæði syðst í Blikalónsdalnum. Kiddi leitaði þá að honum í um tvo tíma og aftur morguninn eftir en hvorki tangur né tetur fannst af honum. Við töldum engar líkur á að finna hundinn aftur og vonuðum þá bara að hann hefði fengið skjótan dauða. Okkur fannst ömurlegt til þess að hugsa að hann lægi lifandi ofan í djúpri kaldri gjá og jafnvel særður,“ skrifar Ágústa. Tíu dögum síðar, í gær, á fyrri degi seinni gangna hafi verið ákveðið að fara úr leið og gera lokatilraun til að finna þann fjórfætta. Riðið hafi verið um svæðið, flautað og kallað öðru hverju, en sökum mikils vindgnauðs hafi verið erfitt að heyra nokkuð. „En viti menn, rottur og mýs! Greindi ég þá eitthvað smá hljóð í vindbelgingnum sem ég var þó ekki viss um, kallaði á Kidda [innsk. blm: vinur Ágústu] og bað hann að stoppa og koma. Færðum við okkur nær stóru sprungusvæði og hlustuðum og kölluðum aftur. Dásamlegt hundsgelt barst okkur til eyrna djúpt undir fótum okkar. Hundsgelt frá dýri sem sjálfsagt aldrei hefur verið eins fegið að heyra raddir eigenda sinna.“ Björgun fjárhundsins Tímons. Á miðvikudegi 16. september á öðrum degi fyrstu gangna hvarf fjárhundurinn okkar hann...Posted by Ágústa Ágústsdóttir on Sunday, 27 September 2020 Sums staðar svo djúpt að ekki sást til botns Ágústa segir að töluverðan tíma hafi tekið að finna út nákvæmlega hvar Tímon, sem er af tegundinni border collie, var staðsettur þar sem sumar sprungur hafi verið svo djúpar að ekki sást til botns. Hún hafi hins vegar komið auga á lítið op, hálfgróið lyngi og gróðri. Þegar gróðrinum var ýtt frá kom í ljós op ofan í fimm til sex metra djúpa gjá. Fyrst um sinn sá Ágústa lítið sem ekkert ofan í gjána. Þegar hún hafi kallað vinalega ofan í hafi hins vegar vinalegur og kunnuglegur kollur Tímons birst undan stórri steinhellu sem hann hafi legið undir. Mikið lifandis ósköp hlýnaði okkur um hjartað að sjá hann heilan á húfi Í kapphlaupi við sólsetrið Þegar þarna var komið við sögu voru góð ráð dýr og erfitt að sjá hvernig komast ætti að hvutta. „Niðurstaðan var sú að við urðum að skilja við hann þarna og koma aftur síðar með tól, tæki og plön. Við hentum öllu gangnanestinu okkar niður til hans ásamt vatnsflösku og safafernu, reyndum að merkja staðinn og leggja landslagið á minnið og héldum síðan áfram. Ömurlegt að þurfa skilja greyið eftir en þó glöð í hjarta með mikinn feginleik í farteskinu yfir því að hafa fundið hann.“ Eftir að komið var til byggða til að undirbúa björgunaraðgerðir var brunað aftur af stað, því ná þurfti til Tímons fyrir myrkur. Við tók kapphlaup við sólsetrið. „Hálftíma gangur var frá bílnum að gjánni. Hreinsað var frá holunni og löngum stiga rennt niður á botninn. Raggi fór niður og voru miklir gleði- endurfundir. Ótrúlegt en satt þá var hann óslasaður en svangur var hann og horaður eftir harða dvöl. Hann tók glaður við slátrinu sem Kiddi tók með sér,“ skrifar Ágústa og bætir við að héðan í frá verði Tímon aldrei kallaður annað en Tímon Dal. Tímon frelsinu feginn eftir björgunaraðgerðir gærdagsins.Mynd/Úlfhildur Ída Tímon hvergi banginn Í samtali við Vísi segir Ágústa að Tímon hafi verið þreyttur og svangur þegar björgunaraðgerðum lauk. Hann hafi tekið vel til matar síns og gætt sér á slátri sem beið hans við komuna upp úr gjánni. Tímon er þó í bílveikari kantinum, og ekki fór betur en svo að hann ældi upp slátrinu á heimleiðinni. Ágústa segir það þó ekki hafa komið að sök. „Hann er bara brattur og glaður,“ segir Ágústa. Raunar hafi Tímon verið svo brattur í morgun að hann sótti í morgun hrossin og hugðist fara með í göngur. Ágústa segir þó að hann hafi fengið frí í dag og orðið eftir heima. Dýr Norðurþing Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Fjárhundurinn Tímon komst sannarlega í hann krappann fyrr í þessum mánuði. Þann 16. september hvarf hann sporlaust við göngur þegar hann ferðaðist ásamt eigendum sínum yfir afar sprungið svæði í Blikalónsdal á Norðausturlandi. Tíu dögum síðar var honum bjargað upp úr um sex metra djúpri gjá. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Ágústu Ágústsdóttur, eiganda Tímons. Í færslunni segir hún frá hvarfi hundsins og leitinni sem fylgdi. „Á miðvikudegi 16. september á öðrum degi fyrstu gangna hvarf fjárhundurinn okkar hann Tímon sporlaust þegar verið var að fara yfir mjög sprungið svæði syðst í Blikalónsdalnum. Kiddi leitaði þá að honum í um tvo tíma og aftur morguninn eftir en hvorki tangur né tetur fannst af honum. Við töldum engar líkur á að finna hundinn aftur og vonuðum þá bara að hann hefði fengið skjótan dauða. Okkur fannst ömurlegt til þess að hugsa að hann lægi lifandi ofan í djúpri kaldri gjá og jafnvel særður,“ skrifar Ágústa. Tíu dögum síðar, í gær, á fyrri degi seinni gangna hafi verið ákveðið að fara úr leið og gera lokatilraun til að finna þann fjórfætta. Riðið hafi verið um svæðið, flautað og kallað öðru hverju, en sökum mikils vindgnauðs hafi verið erfitt að heyra nokkuð. „En viti menn, rottur og mýs! Greindi ég þá eitthvað smá hljóð í vindbelgingnum sem ég var þó ekki viss um, kallaði á Kidda [innsk. blm: vinur Ágústu] og bað hann að stoppa og koma. Færðum við okkur nær stóru sprungusvæði og hlustuðum og kölluðum aftur. Dásamlegt hundsgelt barst okkur til eyrna djúpt undir fótum okkar. Hundsgelt frá dýri sem sjálfsagt aldrei hefur verið eins fegið að heyra raddir eigenda sinna.“ Björgun fjárhundsins Tímons. Á miðvikudegi 16. september á öðrum degi fyrstu gangna hvarf fjárhundurinn okkar hann...Posted by Ágústa Ágústsdóttir on Sunday, 27 September 2020 Sums staðar svo djúpt að ekki sást til botns Ágústa segir að töluverðan tíma hafi tekið að finna út nákvæmlega hvar Tímon, sem er af tegundinni border collie, var staðsettur þar sem sumar sprungur hafi verið svo djúpar að ekki sást til botns. Hún hafi hins vegar komið auga á lítið op, hálfgróið lyngi og gróðri. Þegar gróðrinum var ýtt frá kom í ljós op ofan í fimm til sex metra djúpa gjá. Fyrst um sinn sá Ágústa lítið sem ekkert ofan í gjána. Þegar hún hafi kallað vinalega ofan í hafi hins vegar vinalegur og kunnuglegur kollur Tímons birst undan stórri steinhellu sem hann hafi legið undir. Mikið lifandis ósköp hlýnaði okkur um hjartað að sjá hann heilan á húfi Í kapphlaupi við sólsetrið Þegar þarna var komið við sögu voru góð ráð dýr og erfitt að sjá hvernig komast ætti að hvutta. „Niðurstaðan var sú að við urðum að skilja við hann þarna og koma aftur síðar með tól, tæki og plön. Við hentum öllu gangnanestinu okkar niður til hans ásamt vatnsflösku og safafernu, reyndum að merkja staðinn og leggja landslagið á minnið og héldum síðan áfram. Ömurlegt að þurfa skilja greyið eftir en þó glöð í hjarta með mikinn feginleik í farteskinu yfir því að hafa fundið hann.“ Eftir að komið var til byggða til að undirbúa björgunaraðgerðir var brunað aftur af stað, því ná þurfti til Tímons fyrir myrkur. Við tók kapphlaup við sólsetrið. „Hálftíma gangur var frá bílnum að gjánni. Hreinsað var frá holunni og löngum stiga rennt niður á botninn. Raggi fór niður og voru miklir gleði- endurfundir. Ótrúlegt en satt þá var hann óslasaður en svangur var hann og horaður eftir harða dvöl. Hann tók glaður við slátrinu sem Kiddi tók með sér,“ skrifar Ágústa og bætir við að héðan í frá verði Tímon aldrei kallaður annað en Tímon Dal. Tímon frelsinu feginn eftir björgunaraðgerðir gærdagsins.Mynd/Úlfhildur Ída Tímon hvergi banginn Í samtali við Vísi segir Ágústa að Tímon hafi verið þreyttur og svangur þegar björgunaraðgerðum lauk. Hann hafi tekið vel til matar síns og gætt sér á slátri sem beið hans við komuna upp úr gjánni. Tímon er þó í bílveikari kantinum, og ekki fór betur en svo að hann ældi upp slátrinu á heimleiðinni. Ágústa segir það þó ekki hafa komið að sök. „Hann er bara brattur og glaður,“ segir Ágústa. Raunar hafi Tímon verið svo brattur í morgun að hann sótti í morgun hrossin og hugðist fara með í göngur. Ágústa segir þó að hann hafi fengið frí í dag og orðið eftir heima.
Dýr Norðurþing Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira