Sjö handteknir vegna stunguárásanna í París Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2020 09:03 Lögreglumenn standa yfir kjötöxi sem talið er að árásarmaðurinn hafi notað. AP/Soufian Fezzani Lögreglan í París hefur handtekið sjö manns í tengslum við stunguárásir nærri fyrri skrifstofum skopritsins Charlie Hebdo í gær. Tvennt var sært í árásunum sem eru rannsakaðar sem hryðjuverk. Árásarmaðurinn sjálfur er talinn vera átján ára gamall piltur af pakistönskum ættum. Hann var handtekinn nærri vettvangi árásanna og er sagður hafa verið vopnaður kjötöxi eða sveðju. Gérald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands, segir að ungi maðurinn hafi verið í landinu í þrjú ár og ekki hafi verið vitað þess að hann hefði hneigst til öfgahyggju. Darmanin segir að árásinar hafi verið „klárlega hryðjuverk íslamista“. Lögreglan hefði vanmetið hryðjuverkahættuna á svæðinu þar sem skrifstofur Charlie Hebdo voru áður. Íslamskir hryðjuverkamenn drápu tólf manns á ritstjórnarskrifstofum blaðsins árið 2015. Skrifstofur þess eru nú á leynilegum stað. Sex manns til viðbótar voru handteknir og yfirheyrðir vegna árásanna, einn alsírskur ríkisborgari og fimm aðrir menn af pakistönskum uppruna. Þeir eru allir sagðir á fertugs- og þrítugsaldri. Þeir fimm síðarnefndu voru handteknir í íbúð í norðanverðri París þar sem talið er að árásarmaðurinn hafi búið, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Reuters-fréttastofan segir að grunuðum vitorðsmanni hafi verið sleppt úr haldi án ákæru. Hann var handtekinn rétt eftir árásina vegna gruns um að hann tengdist árásarmanninum. Mikill viðbúnaður var í París eftir árásinar í gær. Grunur leikur á um að hryðjuverk íslamista hafi verið að ræða.AP/Thibault Camus Þau særðu eru sögð karl og kona sem vinna fyrir kvimyndaframleiðslufyrirtæki. Jean Castex, forsætisráðherra, sagði fréttamönnum í gær að þau væru ekki talin í lífshættu. Samstarfsfólk þeirra segir að þau hafi verið fyrir utan skrifstofur fyrirtækisins að reykja þegar maðurinn réðst á þau. Þau hafi bæði særst alvarlega. Árásarnir voru framdar á sama tíma og réttar er yfir fjórtán manns vegna morðanna á skrifstofum Charlie Hebdo. Blaðið ákvað að endurbirta umdeildar skopmyndir af Múhammeð spámanni sem gerðu ritstjórnina að skotspóni hryðjuverkamanna á sínum tíma. Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda eru sögð hafa hótað blaðinu eftir að það birti myndirnar aftur. Árásin á skrifstofur Charlie Hebdo fyrir fimm árum voru upphafið að bylgju hryðjuverka íslamista í Frakklandi sem varð fleiri en 250 manns að bana. Frakkland Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Fleiri fréttir Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Sjá meira
Lögreglan í París hefur handtekið sjö manns í tengslum við stunguárásir nærri fyrri skrifstofum skopritsins Charlie Hebdo í gær. Tvennt var sært í árásunum sem eru rannsakaðar sem hryðjuverk. Árásarmaðurinn sjálfur er talinn vera átján ára gamall piltur af pakistönskum ættum. Hann var handtekinn nærri vettvangi árásanna og er sagður hafa verið vopnaður kjötöxi eða sveðju. Gérald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands, segir að ungi maðurinn hafi verið í landinu í þrjú ár og ekki hafi verið vitað þess að hann hefði hneigst til öfgahyggju. Darmanin segir að árásinar hafi verið „klárlega hryðjuverk íslamista“. Lögreglan hefði vanmetið hryðjuverkahættuna á svæðinu þar sem skrifstofur Charlie Hebdo voru áður. Íslamskir hryðjuverkamenn drápu tólf manns á ritstjórnarskrifstofum blaðsins árið 2015. Skrifstofur þess eru nú á leynilegum stað. Sex manns til viðbótar voru handteknir og yfirheyrðir vegna árásanna, einn alsírskur ríkisborgari og fimm aðrir menn af pakistönskum uppruna. Þeir eru allir sagðir á fertugs- og þrítugsaldri. Þeir fimm síðarnefndu voru handteknir í íbúð í norðanverðri París þar sem talið er að árásarmaðurinn hafi búið, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Reuters-fréttastofan segir að grunuðum vitorðsmanni hafi verið sleppt úr haldi án ákæru. Hann var handtekinn rétt eftir árásina vegna gruns um að hann tengdist árásarmanninum. Mikill viðbúnaður var í París eftir árásinar í gær. Grunur leikur á um að hryðjuverk íslamista hafi verið að ræða.AP/Thibault Camus Þau særðu eru sögð karl og kona sem vinna fyrir kvimyndaframleiðslufyrirtæki. Jean Castex, forsætisráðherra, sagði fréttamönnum í gær að þau væru ekki talin í lífshættu. Samstarfsfólk þeirra segir að þau hafi verið fyrir utan skrifstofur fyrirtækisins að reykja þegar maðurinn réðst á þau. Þau hafi bæði særst alvarlega. Árásarnir voru framdar á sama tíma og réttar er yfir fjórtán manns vegna morðanna á skrifstofum Charlie Hebdo. Blaðið ákvað að endurbirta umdeildar skopmyndir af Múhammeð spámanni sem gerðu ritstjórnina að skotspóni hryðjuverkamanna á sínum tíma. Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda eru sögð hafa hótað blaðinu eftir að það birti myndirnar aftur. Árásin á skrifstofur Charlie Hebdo fyrir fimm árum voru upphafið að bylgju hryðjuverka íslamista í Frakklandi sem varð fleiri en 250 manns að bana.
Frakkland Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Fleiri fréttir Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Sjá meira