50 ár frá flugslysinu á Mykinesi í Færeyjum Kristján Már Unnarsson skrifar 26. september 2020 08:54 Flugfélagsvélin brotlenti á hæstu bungu eyjunnar Mykiness í aðflugi að flugvellinum í Vogum. Skjáskot/Kringvarp Færeyja, Fimmtíu ár eru í dag liðin frá flugslysinu á Mykinesi í Færeyjum þegar Fokker Friendship-vél Flugfélags Íslands, TF-FIL, rakst á hæsta hluta eyjunnar í aðflugi að flugvellinum í Vogum. Átta manns létust, þeirra á meðal einn Íslendingur, flugstjórinn Bjarni Jensson, og sjö Færeyingar. Kraftaverk þykir að ekki skyldi kvikna í vélinni eftir brotlendinguna og að 26 manns komust lífs af. Í þeim hópi voru fimm Íslendingar, flugmaðurinn Páll Stefánsson, flugfreyjurnar Hrafnhildur Ólafsdóttir og Valgerður Jónsdóttir, og tveir íslenskir farþegar, Agnar Samúelsson og Oddgeir Jensson. Forsíða dagblaðsins Vísis um flugslysið árið 1970. Flugslysið varð að morgni laugardagsins 26. september kl. 10.56. Flugvélin hafði daginn áður, 25. september, lagt upp frá Reykjavíkurflugvelli til Færeyja en hætt við lendingu í Vogum vegna þoku eftir 45 mínútna biðflug. Sneri vélin þá til varaflugvallar í Bergen í Noregi þar sem dvalið var yfir nótt. Færeyjafluginu frá Reykjavík hafði dagana á undan, 23. og 24. september, verið aflýst vegna veðurs. Að morgni laugardagsins bentu veðurupplýsingar til að góðar líkur væru á að hægt yrði að lenda í Færeyjum og hélt vélin í loftið frá Bergen kl. 8.22. Þegar vélin nálgaðist áfangastað um kl. 10.20 var enn gott skyggni í Vogum og hóf flugstjórinn aðflug en hætti við lendingu í 3.000 fetum þegar skúraský gengu yfir og byrgðu sýn. Fór vélin í biðflug yfir Mykinesi næstu 25 mínútur. Klukkan 10.48 tilkynnti flugvöllurinn í Vogum að skyggni til norðvesturs í átt að Mykinesi væri orðið 8 kílómetrar og ákvað flugstjórinn þá að hefja nýtt aðflug. Síðasta tilkynning frá flugmönnunum barst klukkan 10.55 og sögðust þeir þá vera að koma yfir Mykines í aðflugi. Skömmu síðar brotlenti vélin á fjallinu Knúki, hæstu bungu Mykiness. Slyssaðurinn var í 452 metra hæð, eða um 1.480 fetum, en fjallið er 560 metra hátt. Í skýrslu flugslysanefndar var talið líklegt að veðurratsjá flugvélarinnar hafi truflað radíóvitann á Mykinesi, sem hafi leitt til þess að flugmennirnir hafi fengið falskar upplýsingar um staðsetningu sína. Þeir hafi því byrjað að lækka flugið áður en þeir komu að radíóvitanum en ekki yfir honum, eins og átti að gera. Færeyska Kringvarpið vinnur að gerð heimildarmyndar um slysið, sem áformað er að sýna síðar í haust. Það minntist atburðarins í þættinum Dagur og vika í gær þar sem meðal annars var rætt við aðstoðarflugmanninn Pál Stefánsson. Þessa níu mínútna umfjöllun má sjá hér: Magnús Þór Hafsteinsson vinnur að ritun bókar um slysið í samvinnu við Færeyinginn Grækaris Djurhuus Magnussen. Hún ber titilinn Martröð í Mykinesi - Íslenska flugslysið í Færeyjum 1970, og á hún að koma út hér á landi í haust, að sögn Magnúsar Þórs. Færeyjar Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Fimmtíu ár eru í dag liðin frá flugslysinu á Mykinesi í Færeyjum þegar Fokker Friendship-vél Flugfélags Íslands, TF-FIL, rakst á hæsta hluta eyjunnar í aðflugi að flugvellinum í Vogum. Átta manns létust, þeirra á meðal einn Íslendingur, flugstjórinn Bjarni Jensson, og sjö Færeyingar. Kraftaverk þykir að ekki skyldi kvikna í vélinni eftir brotlendinguna og að 26 manns komust lífs af. Í þeim hópi voru fimm Íslendingar, flugmaðurinn Páll Stefánsson, flugfreyjurnar Hrafnhildur Ólafsdóttir og Valgerður Jónsdóttir, og tveir íslenskir farþegar, Agnar Samúelsson og Oddgeir Jensson. Forsíða dagblaðsins Vísis um flugslysið árið 1970. Flugslysið varð að morgni laugardagsins 26. september kl. 10.56. Flugvélin hafði daginn áður, 25. september, lagt upp frá Reykjavíkurflugvelli til Færeyja en hætt við lendingu í Vogum vegna þoku eftir 45 mínútna biðflug. Sneri vélin þá til varaflugvallar í Bergen í Noregi þar sem dvalið var yfir nótt. Færeyjafluginu frá Reykjavík hafði dagana á undan, 23. og 24. september, verið aflýst vegna veðurs. Að morgni laugardagsins bentu veðurupplýsingar til að góðar líkur væru á að hægt yrði að lenda í Færeyjum og hélt vélin í loftið frá Bergen kl. 8.22. Þegar vélin nálgaðist áfangastað um kl. 10.20 var enn gott skyggni í Vogum og hóf flugstjórinn aðflug en hætti við lendingu í 3.000 fetum þegar skúraský gengu yfir og byrgðu sýn. Fór vélin í biðflug yfir Mykinesi næstu 25 mínútur. Klukkan 10.48 tilkynnti flugvöllurinn í Vogum að skyggni til norðvesturs í átt að Mykinesi væri orðið 8 kílómetrar og ákvað flugstjórinn þá að hefja nýtt aðflug. Síðasta tilkynning frá flugmönnunum barst klukkan 10.55 og sögðust þeir þá vera að koma yfir Mykines í aðflugi. Skömmu síðar brotlenti vélin á fjallinu Knúki, hæstu bungu Mykiness. Slyssaðurinn var í 452 metra hæð, eða um 1.480 fetum, en fjallið er 560 metra hátt. Í skýrslu flugslysanefndar var talið líklegt að veðurratsjá flugvélarinnar hafi truflað radíóvitann á Mykinesi, sem hafi leitt til þess að flugmennirnir hafi fengið falskar upplýsingar um staðsetningu sína. Þeir hafi því byrjað að lækka flugið áður en þeir komu að radíóvitanum en ekki yfir honum, eins og átti að gera. Færeyska Kringvarpið vinnur að gerð heimildarmyndar um slysið, sem áformað er að sýna síðar í haust. Það minntist atburðarins í þættinum Dagur og vika í gær þar sem meðal annars var rætt við aðstoðarflugmanninn Pál Stefánsson. Þessa níu mínútna umfjöllun má sjá hér: Magnús Þór Hafsteinsson vinnur að ritun bókar um slysið í samvinnu við Færeyinginn Grækaris Djurhuus Magnussen. Hún ber titilinn Martröð í Mykinesi - Íslenska flugslysið í Færeyjum 1970, og á hún að koma út hér á landi í haust, að sögn Magnúsar Þórs.
Færeyjar Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira