Innlent

Daði Már kjörinn varaformaður Viðreisnar

Kjartan Kjartansson skrifar
Leiðtogar og þingmenn Viðreisnar á landsþinginu í gær. Frá vinstri: Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður, Hanna Katrín Friðriksson, formaður þingflokksins, Daði Már Kristófersson, varaformaður, og Jón Steindór Valdimarsson.
Leiðtogar og þingmenn Viðreisnar á landsþinginu í gær. Frá vinstri: Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður, Hanna Katrín Friðriksson, formaður þingflokksins, Daði Már Kristófersson, varaformaður, og Jón Steindór Valdimarsson. Viðreisn

Daði Már Kristófersson var kjörinn nýr varaformaður Viðreisnar á landsþingi flokksins sem lauk í gærkvöldi. Hann var einn stofnenda flokksins og var þar til fyrir skömmu forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands og prófessor í hagfræði.

Kosið var á milli Daða Más og Ágústs Smára Bjarkarsonar. Daði Már hafði sigur með 198 atkvæðum gegn átta atkvæðum Ágústs Smára, að því er segir í tilkynningu á vef Viðreisnar.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var endurkjörin formaður Viðreisnar á þinginu. Í stjórn flokksins voru kjörin þau Axel Sigurðsson, Benedikt Jóhannesson, Elín Anna Gísladóttir, Jasmina Vajzovic Crnac og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Varamenn voru kjörnir Karl Pétur Jónsson og Sonja Sigríður Jónsdóttir.


Tengdar fréttir

For­maður Við­reisnar segir tvo kosti í boði

Formaður Viðreisnar sagði í setningarræðu á landsþingi flokksins í dag að heimsfaraldur kórónuveirunnar hefði leitt til þess að allt í einu væru tvær þjóðir í landinu. Þjóðin sem kreppan biti fast á og þjóðin sem kreppan léti enn sem komið væri í friði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×