Grétu af gleði þegar þau fengu landvistarleyfið Nadine Guðrún Yaghi og Kjartan Kjartansson skrifa 25. september 2020 16:46 Khedr-fjölskyldan sem nú er komin með landvistarleyfi á Íslandi. Vísir/Egill Khedr-fjölskyldan segist varla trúa því ennþá að hún dvelji nú löglega á Íslandi. Þau grétu öll af gleði þegar þau fengu fréttirnar um að þeim yrði veitt landvistarleyfi í gærkvöldi eftir að til stóð að vísa þeim úr landi fyrir viku. Fjölskyldunni var tilkynnt um að hún fengi landvistarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða í gærkvöldi. Kærunefnd útlendingamála byggði endurupptöku máls fjölskyldunnar á nýjum upplýsingum um að stúlkunni væri möguleg hætta búin vegna kynfæralimlestinga í heimalandinu. Um það hafi ekki verið fjallað um áður. Við endurupptöku málsins hafi málsmeðferðartíminn dregist umfram viðmið og fjölskyldunni því veitt dvalarleyfi. Að neðan má heyra viðtal við fjölskylduna. „Það var gaman í gær þegar Magnús [Davíð Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar] hringdi í mömmu mína. Hún var að tala við hann í eldhúsinu og fór svo að hlaupa og sagði við verðum hér á Íslandi og fáum kennitölu. Ég fór mikið að gráta og við öll. Við fórum svo líka að horfa á sjónvarpið og sáum Magnús og hann var að tala í sjónvarpinu og það var gaman,“ segir Rewida Ibrahim Khedr sem er tólf ára gömul. „Við erum mjög ánægð með þetta. Við skiljum ekki, við trúum ekki að við séum núna íbúar hér. Við höfum verið hrædd til þessa en núna getum við andað léttar og lifað vel því verðum hér löglega,“ segir Doaa Mohamed Mohamed Eldeib, móðirin í fjölskyldunni. Fjölskyldan fór í felur þegar til stóð að senda hana úr landi en vill ekki gefa upp hvar hún hefur verið síðustu vikuna. „Við vorum í felum og fórum ekki neitt út. Við vorum hrædd við að fara út og við vissum að lögreglan væri að leita að okkur,“ segir Eldeib. Þannig að það var fólk að hjálpa ykkur? „Já, það var fólk sem hjálpaði okkur,“ segir hún. Elskar Ísland og fólkið sem hjálpaði þeim Þau segja að næstu dagar fari í að ná áttum. Þá ætli þau að finna sér íbúð í Reykjavík. Krakkarnir séu spenntir að fara aftur í skólann. „Við erum að fara á mánudaginn,“ segir Rewida. „Það er langt síðan við hittum þau,“ segir Abdalla Ibrahim, níu ára gamall bróðir hennar, þegar systkinin eru spurð hvort þau hlakki til að hitta skólafélagana. Doa sem er menntaður hjúkrunarfræðingur ætlar að sækja um starf á spítala og Ibrahim, sem er tæknifræðingur ætlar að leita sér að vinnu líka. Þau ítreka þakklæti sitt til allra sem hafa sýnt þeim stuðning. „Pabbi minn segir að hann elskar Ísland og elskar að við verðum á Íslandi, eigum heimili á Íslandi og hann elskar fólkið sem hefur verið að hjálpa okkur,“ segir Abdalla Ibrahim fyrir hönd föður síns. Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Stjórnmálamenn með yfirlýsingar um afskiptaleysi hafi síst hjálpað Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður egypsku fjölskyldunnar sem nú er komin með dvalarleyfi segir að mat á hagsmunum barnanna hafi verið í mýflugumynd. Það sé hans von að málið verði til þess að Útlendingastofnun breyti verklagi sínu. Egypsku krakkarnir hlakka til að komast í skólann eftir að hafa verið í felum á Íslandi. 25. september 2020 14:53 Katrín og Svandís glaðar fyrir hönd egypsku fjölskyldunnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segjast báðar hafa glaðst fyrir hönd Khedr-fjölskyldunnar eftir að henni var veitt hæli af mannúðarástæðum hér á landi í gær. 25. september 2020 14:26 Telja ekki hættu á ofsóknum en málsmeðferðartíminn varð of langur Ákvörðun kærunefndar útlendingamála um að veita Khedr-fjölskyldunni egypsku dvalarleyfi hér á landi er byggð á því að of langur tími hafi liðið frá því að sótt var um alþjóðlega vernd þar til endanleg niðurstaða lá fyrir í málinu. 24. september 2020 22:32 Egypska fjölskyldan fær dvalarleyfi Egypska Khedr fjölskyldan fékk rétt í þessu dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. 24. september 2020 18:54 Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Khedr-fjölskyldan segist varla trúa því ennþá að hún dvelji nú löglega á Íslandi. Þau grétu öll af gleði þegar þau fengu fréttirnar um að þeim yrði veitt landvistarleyfi í gærkvöldi eftir að til stóð að vísa þeim úr landi fyrir viku. Fjölskyldunni var tilkynnt um að hún fengi landvistarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða í gærkvöldi. Kærunefnd útlendingamála byggði endurupptöku máls fjölskyldunnar á nýjum upplýsingum um að stúlkunni væri möguleg hætta búin vegna kynfæralimlestinga í heimalandinu. Um það hafi ekki verið fjallað um áður. Við endurupptöku málsins hafi málsmeðferðartíminn dregist umfram viðmið og fjölskyldunni því veitt dvalarleyfi. Að neðan má heyra viðtal við fjölskylduna. „Það var gaman í gær þegar Magnús [Davíð Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar] hringdi í mömmu mína. Hún var að tala við hann í eldhúsinu og fór svo að hlaupa og sagði við verðum hér á Íslandi og fáum kennitölu. Ég fór mikið að gráta og við öll. Við fórum svo líka að horfa á sjónvarpið og sáum Magnús og hann var að tala í sjónvarpinu og það var gaman,“ segir Rewida Ibrahim Khedr sem er tólf ára gömul. „Við erum mjög ánægð með þetta. Við skiljum ekki, við trúum ekki að við séum núna íbúar hér. Við höfum verið hrædd til þessa en núna getum við andað léttar og lifað vel því verðum hér löglega,“ segir Doaa Mohamed Mohamed Eldeib, móðirin í fjölskyldunni. Fjölskyldan fór í felur þegar til stóð að senda hana úr landi en vill ekki gefa upp hvar hún hefur verið síðustu vikuna. „Við vorum í felum og fórum ekki neitt út. Við vorum hrædd við að fara út og við vissum að lögreglan væri að leita að okkur,“ segir Eldeib. Þannig að það var fólk að hjálpa ykkur? „Já, það var fólk sem hjálpaði okkur,“ segir hún. Elskar Ísland og fólkið sem hjálpaði þeim Þau segja að næstu dagar fari í að ná áttum. Þá ætli þau að finna sér íbúð í Reykjavík. Krakkarnir séu spenntir að fara aftur í skólann. „Við erum að fara á mánudaginn,“ segir Rewida. „Það er langt síðan við hittum þau,“ segir Abdalla Ibrahim, níu ára gamall bróðir hennar, þegar systkinin eru spurð hvort þau hlakki til að hitta skólafélagana. Doa sem er menntaður hjúkrunarfræðingur ætlar að sækja um starf á spítala og Ibrahim, sem er tæknifræðingur ætlar að leita sér að vinnu líka. Þau ítreka þakklæti sitt til allra sem hafa sýnt þeim stuðning. „Pabbi minn segir að hann elskar Ísland og elskar að við verðum á Íslandi, eigum heimili á Íslandi og hann elskar fólkið sem hefur verið að hjálpa okkur,“ segir Abdalla Ibrahim fyrir hönd föður síns.
Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Stjórnmálamenn með yfirlýsingar um afskiptaleysi hafi síst hjálpað Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður egypsku fjölskyldunnar sem nú er komin með dvalarleyfi segir að mat á hagsmunum barnanna hafi verið í mýflugumynd. Það sé hans von að málið verði til þess að Útlendingastofnun breyti verklagi sínu. Egypsku krakkarnir hlakka til að komast í skólann eftir að hafa verið í felum á Íslandi. 25. september 2020 14:53 Katrín og Svandís glaðar fyrir hönd egypsku fjölskyldunnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segjast báðar hafa glaðst fyrir hönd Khedr-fjölskyldunnar eftir að henni var veitt hæli af mannúðarástæðum hér á landi í gær. 25. september 2020 14:26 Telja ekki hættu á ofsóknum en málsmeðferðartíminn varð of langur Ákvörðun kærunefndar útlendingamála um að veita Khedr-fjölskyldunni egypsku dvalarleyfi hér á landi er byggð á því að of langur tími hafi liðið frá því að sótt var um alþjóðlega vernd þar til endanleg niðurstaða lá fyrir í málinu. 24. september 2020 22:32 Egypska fjölskyldan fær dvalarleyfi Egypska Khedr fjölskyldan fékk rétt í þessu dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. 24. september 2020 18:54 Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Stjórnmálamenn með yfirlýsingar um afskiptaleysi hafi síst hjálpað Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður egypsku fjölskyldunnar sem nú er komin með dvalarleyfi segir að mat á hagsmunum barnanna hafi verið í mýflugumynd. Það sé hans von að málið verði til þess að Útlendingastofnun breyti verklagi sínu. Egypsku krakkarnir hlakka til að komast í skólann eftir að hafa verið í felum á Íslandi. 25. september 2020 14:53
Katrín og Svandís glaðar fyrir hönd egypsku fjölskyldunnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segjast báðar hafa glaðst fyrir hönd Khedr-fjölskyldunnar eftir að henni var veitt hæli af mannúðarástæðum hér á landi í gær. 25. september 2020 14:26
Telja ekki hættu á ofsóknum en málsmeðferðartíminn varð of langur Ákvörðun kærunefndar útlendingamála um að veita Khedr-fjölskyldunni egypsku dvalarleyfi hér á landi er byggð á því að of langur tími hafi liðið frá því að sótt var um alþjóðlega vernd þar til endanleg niðurstaða lá fyrir í málinu. 24. september 2020 22:32
Egypska fjölskyldan fær dvalarleyfi Egypska Khedr fjölskyldan fékk rétt í þessu dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. 24. september 2020 18:54