Katrín og Svandís glaðar fyrir hönd egypsku fjölskyldunnar Tryggvi Páll Tryggvason og Birgir Olgeirsson skrifa 25. september 2020 14:26 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segjast báðar hafa glaðst fyrir hönd Khedr-fjölskyldunnar eftir að henni var veitt hæli af mannúðarástæðum hér á landi í gær. Svandís var spurð út í það að loknum ríkisstjórnarfundi í dag hvernig hún hafi brugðist við tíðindunum þegar þau bárust í gær. Líkt og sjá má í myndbandinu hér að neðan var svar hennar stutt og laggott: Ég samgladdist þeim Katrín fékk sömu spurningu að loknum ríkisstjórnarfundi og var svar hennar af svipuðum toga og svar Svandísar. „Ég gladdist fyrir þeirra hönd,“ sagði Katrín sem sagðist einnig ekki hafa neitt neinum þrýstingi á kerfið í þessu máli. Ákvörðun kærunefndar útlendingamála um að veita Khedr-fjölskyldunni egypsku dvalarleyfi hér á landi er byggð á því að of langur tími hafi liðið frá því að sótt var um alþjóðlega vernd þar til endanleg niðurstaða lá fyrir í málinu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í dag að honum sýndist sem svo að mikil þörf væri á því að endurskoða allt regluverk þessa málaflokks, kerfið hafi brugðist þar sem málsmeðferð væri ekki gegnsæ, skiljanleg né byggi hún á skýrum reglum. Spurð út í þessi orð Bjarna sagði Katrín að kerfið sem um ræddi væri byggt á lögum sem samþykkt hafi verið í mikilli þverpólitískri sátt árið 2016, mótatkvæðalaust fyrir atbeina fulltrúa allra flokka á þingi. Hins vegar væri það að skoða þyrfti kerfið með heildstæðum hætti til að tryggja að markmið laganna væru uppfyllt. „Það er mín skoðun að við þurfum að fara yfir framkvæmd laganna með heildstæðum hætti, skoða það hvað við getum gert betur þannig að við séum að uppfylla markmið laganna sem eru mannúð og skilvirkni í málefnum útlendinga.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Tengdar fréttir Tíðindin komu Bjarna á óvart en Áslaug tjáir sig ekki um einstök mál Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vildi ekki tjá sig um mál Khedr-fjölskyldunnar að loknum löngum ríkisstjórnarfundi í hádeginu. Fjölskyldunni var veitt hæli af mannúðarástæðum í gær eftir að hafa verið í felum í rúma viku hér á landi. 25. september 2020 13:24 Telja ekki hættu á ofsóknum en málsmeðferðartíminn varð of langur Ákvörðun kærunefndar útlendingamála um að veita Khedr-fjölskyldunni egypsku dvalarleyfi hér á landi er byggð á því að of langur tími hafi liðið frá því að sótt var um alþjóðlega vernd þar til endanleg niðurstaða lá fyrir í málinu. 24. september 2020 22:32 Egypska fjölskyldan fær dvalarleyfi Egypska Khedr fjölskyldan fékk rétt í þessu dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. 24. september 2020 18:54 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segjast báðar hafa glaðst fyrir hönd Khedr-fjölskyldunnar eftir að henni var veitt hæli af mannúðarástæðum hér á landi í gær. Svandís var spurð út í það að loknum ríkisstjórnarfundi í dag hvernig hún hafi brugðist við tíðindunum þegar þau bárust í gær. Líkt og sjá má í myndbandinu hér að neðan var svar hennar stutt og laggott: Ég samgladdist þeim Katrín fékk sömu spurningu að loknum ríkisstjórnarfundi og var svar hennar af svipuðum toga og svar Svandísar. „Ég gladdist fyrir þeirra hönd,“ sagði Katrín sem sagðist einnig ekki hafa neitt neinum þrýstingi á kerfið í þessu máli. Ákvörðun kærunefndar útlendingamála um að veita Khedr-fjölskyldunni egypsku dvalarleyfi hér á landi er byggð á því að of langur tími hafi liðið frá því að sótt var um alþjóðlega vernd þar til endanleg niðurstaða lá fyrir í málinu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í dag að honum sýndist sem svo að mikil þörf væri á því að endurskoða allt regluverk þessa málaflokks, kerfið hafi brugðist þar sem málsmeðferð væri ekki gegnsæ, skiljanleg né byggi hún á skýrum reglum. Spurð út í þessi orð Bjarna sagði Katrín að kerfið sem um ræddi væri byggt á lögum sem samþykkt hafi verið í mikilli þverpólitískri sátt árið 2016, mótatkvæðalaust fyrir atbeina fulltrúa allra flokka á þingi. Hins vegar væri það að skoða þyrfti kerfið með heildstæðum hætti til að tryggja að markmið laganna væru uppfyllt. „Það er mín skoðun að við þurfum að fara yfir framkvæmd laganna með heildstæðum hætti, skoða það hvað við getum gert betur þannig að við séum að uppfylla markmið laganna sem eru mannúð og skilvirkni í málefnum útlendinga.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Tengdar fréttir Tíðindin komu Bjarna á óvart en Áslaug tjáir sig ekki um einstök mál Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vildi ekki tjá sig um mál Khedr-fjölskyldunnar að loknum löngum ríkisstjórnarfundi í hádeginu. Fjölskyldunni var veitt hæli af mannúðarástæðum í gær eftir að hafa verið í felum í rúma viku hér á landi. 25. september 2020 13:24 Telja ekki hættu á ofsóknum en málsmeðferðartíminn varð of langur Ákvörðun kærunefndar útlendingamála um að veita Khedr-fjölskyldunni egypsku dvalarleyfi hér á landi er byggð á því að of langur tími hafi liðið frá því að sótt var um alþjóðlega vernd þar til endanleg niðurstaða lá fyrir í málinu. 24. september 2020 22:32 Egypska fjölskyldan fær dvalarleyfi Egypska Khedr fjölskyldan fékk rétt í þessu dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. 24. september 2020 18:54 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Tíðindin komu Bjarna á óvart en Áslaug tjáir sig ekki um einstök mál Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vildi ekki tjá sig um mál Khedr-fjölskyldunnar að loknum löngum ríkisstjórnarfundi í hádeginu. Fjölskyldunni var veitt hæli af mannúðarástæðum í gær eftir að hafa verið í felum í rúma viku hér á landi. 25. september 2020 13:24
Telja ekki hættu á ofsóknum en málsmeðferðartíminn varð of langur Ákvörðun kærunefndar útlendingamála um að veita Khedr-fjölskyldunni egypsku dvalarleyfi hér á landi er byggð á því að of langur tími hafi liðið frá því að sótt var um alþjóðlega vernd þar til endanleg niðurstaða lá fyrir í málinu. 24. september 2020 22:32
Egypska fjölskyldan fær dvalarleyfi Egypska Khedr fjölskyldan fékk rétt í þessu dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. 24. september 2020 18:54