Innlent

Þórólfur heima með kvef

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fór í sýnatöku fyrir kórónuveirunni í morgun vegna kvefeinkenna. Hann reyndist ekki með veiruna en vinnur heima í dag. 

Þórólfur var því fjarverandi á upplýsingafundi almannavarna í dag, þar sem greint var frá kvefinu. 

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fór í sýnatöku í gær og reyndist einnig neikvæður. Hann losnaði þar með úr sóttkví sem hann hefur verið í síðustu viku eftir að hafa verið útsettur fyrir smiti í viðtali á Rás 2.


Tengdar fréttir

Víðir laus úr sóttkví

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, er laus úr sóttkví.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×