Nýliðarnir byrjuðu frábærlega og Blikakonur unnu meistaraefnin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. september 2020 16:00 Keira Breeanne Robinson hitti ekki úr skoti utan af velli en leiddi samt Skallagrímsliðið til sigurs á Ásvöllum í gær með því að komast sjö sinnum á vítalínuna og taka 13 fráköst. Vísir/Vilhelm Fyrsta umferð Domino´s deild kvenna fór fram í gærkvöldi og fögnuðu Keflavík, Skallagrímur, Breiðablik og nýliðar Fjölnis sigri í fyrsta leik. Keflavík og Fjölnir unnu stórsigra en það var mikil spenna í hinum tveimur leikjunum. Guðjón Guðmundsson fór yfir alla leiki gærkvöldsins í samantekt fyrir Vísi og tók saman myndbrot úr leikjunum fjórum. Nýliðar Fjölnis voru í tómu tjóni framan af leik á móti Snæfell og lentu mest nítján stigum undir í öðrum leikhlutanum en eftir að liðið fór í gang þá réðu fáliðaðir gestir úr Stykkishólmi ekki við eitt eða neitt. Fjölnir vann síðustu 26 mínútur leiksins 74-24 og þar með leikinn með 31 stigi, 91-60. Írinn Fiona Eilish O'Dwyer var með 20 stig, 16 fráköst og 5 stoðsendingar og Litháinn Lina Pikciuté bætti við 17 stigum og 12 fráköstum en það má ekki gleyma frammistöðu hinnar sextán ára gömlu Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir sem skoraði 18 stig á 23 mínútum í sínum fyrsta leik í Domino´s deildinni. Breiðablik er með allt annað og miklu betra lið en í fyrra og Blikakonur sönnuðu það strax í fyrsta leik á móti deildarmeisturum Vals. Hin bandaríska Jessica Kay Loera er greinilega öflugur leikmaður og var með 25 stig og 6 stoðsendingar í fyrsta leik og þá skoraði Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 13 stig og Isabella Ósk Sigurðardóttir var með 12 stig, 18 fráköst og 3 varin skot. Hildur Björg Kjartansdóttir var með 16 stig og 13 fráköst hjá Val en Valskonur voru kanalausar í þessum leik alveg eins og í tapinu á móti Skallagrími í Meistarakeppninni. Bikarmeistarar Skallagríms sluppu með öll stigin af Ásvöllum eftir æsispennandi leik á móti Haukum. Skallagrímsliðinu tókst að vinna leikin þrátt fyrir að hin bandaríska Keira Breeanne Robinson hafi klikkað á öllum sjö skotum sínum utan af velli. Robinson setti hins vegar niður átta víti, tók 13 fráköst og fiskaði yfir tíu villur á Haukana. Sanja Orozovic skoraði 21 stig fyrir Skallagrím og Nikita Telesford var með 15 stig og 13 fráköst. Alyesha Lovett var með 21 stig og 15 fráköst í sínum fyrsta leik með liðinu og Bríet Sif Hinriksdóttir skoraði 14 stig. Ungu stelpurnar í Keflavíkur áttu ekki í miklum vandræðum með KR og það þrátt fyrir að nýi Finninn í liði KR, Annika Holopainen, hafi skorað 43 stig í leiknum. Daniela Wallen Morillo vantaði bara eina stoðsendingu í þrennuna en hún var með 37 stig, 11 fráköst, 9 stoðsendingar og 7 stolna bolta. Anna Ingunn Svansdóttir skoraði 17 stig og yngri systir hennar Agnes María Svansdóttir var með 12 stig á 17 mínútum í fyrsta alvöru tækifæri sínu í efstu deild. Hér fyrir neðan má sjá Guðjón Guðmundsson fara yfir leiki gærdagsins. Klippa: Gaupi og fyrsta umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta Dominos-deild kvenna Fjölnir Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira
Fyrsta umferð Domino´s deild kvenna fór fram í gærkvöldi og fögnuðu Keflavík, Skallagrímur, Breiðablik og nýliðar Fjölnis sigri í fyrsta leik. Keflavík og Fjölnir unnu stórsigra en það var mikil spenna í hinum tveimur leikjunum. Guðjón Guðmundsson fór yfir alla leiki gærkvöldsins í samantekt fyrir Vísi og tók saman myndbrot úr leikjunum fjórum. Nýliðar Fjölnis voru í tómu tjóni framan af leik á móti Snæfell og lentu mest nítján stigum undir í öðrum leikhlutanum en eftir að liðið fór í gang þá réðu fáliðaðir gestir úr Stykkishólmi ekki við eitt eða neitt. Fjölnir vann síðustu 26 mínútur leiksins 74-24 og þar með leikinn með 31 stigi, 91-60. Írinn Fiona Eilish O'Dwyer var með 20 stig, 16 fráköst og 5 stoðsendingar og Litháinn Lina Pikciuté bætti við 17 stigum og 12 fráköstum en það má ekki gleyma frammistöðu hinnar sextán ára gömlu Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir sem skoraði 18 stig á 23 mínútum í sínum fyrsta leik í Domino´s deildinni. Breiðablik er með allt annað og miklu betra lið en í fyrra og Blikakonur sönnuðu það strax í fyrsta leik á móti deildarmeisturum Vals. Hin bandaríska Jessica Kay Loera er greinilega öflugur leikmaður og var með 25 stig og 6 stoðsendingar í fyrsta leik og þá skoraði Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 13 stig og Isabella Ósk Sigurðardóttir var með 12 stig, 18 fráköst og 3 varin skot. Hildur Björg Kjartansdóttir var með 16 stig og 13 fráköst hjá Val en Valskonur voru kanalausar í þessum leik alveg eins og í tapinu á móti Skallagrími í Meistarakeppninni. Bikarmeistarar Skallagríms sluppu með öll stigin af Ásvöllum eftir æsispennandi leik á móti Haukum. Skallagrímsliðinu tókst að vinna leikin þrátt fyrir að hin bandaríska Keira Breeanne Robinson hafi klikkað á öllum sjö skotum sínum utan af velli. Robinson setti hins vegar niður átta víti, tók 13 fráköst og fiskaði yfir tíu villur á Haukana. Sanja Orozovic skoraði 21 stig fyrir Skallagrím og Nikita Telesford var með 15 stig og 13 fráköst. Alyesha Lovett var með 21 stig og 15 fráköst í sínum fyrsta leik með liðinu og Bríet Sif Hinriksdóttir skoraði 14 stig. Ungu stelpurnar í Keflavíkur áttu ekki í miklum vandræðum með KR og það þrátt fyrir að nýi Finninn í liði KR, Annika Holopainen, hafi skorað 43 stig í leiknum. Daniela Wallen Morillo vantaði bara eina stoðsendingu í þrennuna en hún var með 37 stig, 11 fráköst, 9 stoðsendingar og 7 stolna bolta. Anna Ingunn Svansdóttir skoraði 17 stig og yngri systir hennar Agnes María Svansdóttir var með 12 stig á 17 mínútum í fyrsta alvöru tækifæri sínu í efstu deild. Hér fyrir neðan má sjá Guðjón Guðmundsson fara yfir leiki gærdagsins. Klippa: Gaupi og fyrsta umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta
Dominos-deild kvenna Fjölnir Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira