Sara vitnaði í Kobe Bryant Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. september 2020 10:01 Sara Sigmundsdóttir með Mola sínum en til hægri er Kobe Bryant. Samsett/Instagram/Getty Þriðja árið í röð voru heimsleikarnir mikil vonbrigði fyrir íslensku CrossFit konuna Sara Sigmundsdóttir. Sara gerði upp helgina með því að vitna í Kobe heitinn Bryant. Fyrir heimsleikana um helgina þá bjuggust flestir CrossFit sérfræðingar við því að sjá íslensku CrossFit konuna Söru Sigmundsdóttur ná einu af efstu fimm sætunum. Sara er búin að eiga frábært tímabil og var sú sem flestir töldu að ætti mestu möguleikana á að ógna Tiu-Clair Toomey á toppnum. Niðurstaðan var hins vegar allt önnur. Sara Sigmundsdóttir endaði bara í 21. sæti á heimsleikunum og var sextán sætum og 170 stigum frá því að komast í fimm manna ofurúrslitin. Hún var í hópi neðstu keppenda frá fyrstu grein og það breyttist ekki eftir það. Sara Sigmundsdóttir gerði upp helgina á Instagram síðu sinni með mynd af sér með Mola sínum og með því að vitna í bandaríska körfuboltagoðsögnina Kobe Bryant eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram There is always going to be adversity. There are always going to be challenges. And those are all opportunites to rise above. - Kobe Bryant Thank you everyone who made this weekend happen, and thank you all for the love and support A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) on Sep 22, 2020 at 2:36pm PDT „Það mun alltaf vera mótbyr. Það verða alltaf áskoranir. Það gefur manni um leið tækifæri til að ná enn hærra,“ vitnaði Sara í Kobe Bryant. „Þakkir til allra sem sáu til þess að þessi helgi gat farið fram. Þakkir líka fyrir alla ástina og allan stuðninginn,“ skrifaði Sara. Sara Sigmundsdóttir mun vonandi halda áfram að vinna í sínum málum. Hún hefur átt hvert frábæra tímabilið á fætur öðru en heimsleikarnir ætla að reynast henni afar erfiðir. Sara varð að hætta keppni á heimsleikunum 2019, náði ekki niðurskurðinum í fyrra og endar nú svona langt á eftir þeim bestu. CrossFit Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Sjá meira
Þriðja árið í röð voru heimsleikarnir mikil vonbrigði fyrir íslensku CrossFit konuna Sara Sigmundsdóttir. Sara gerði upp helgina með því að vitna í Kobe heitinn Bryant. Fyrir heimsleikana um helgina þá bjuggust flestir CrossFit sérfræðingar við því að sjá íslensku CrossFit konuna Söru Sigmundsdóttur ná einu af efstu fimm sætunum. Sara er búin að eiga frábært tímabil og var sú sem flestir töldu að ætti mestu möguleikana á að ógna Tiu-Clair Toomey á toppnum. Niðurstaðan var hins vegar allt önnur. Sara Sigmundsdóttir endaði bara í 21. sæti á heimsleikunum og var sextán sætum og 170 stigum frá því að komast í fimm manna ofurúrslitin. Hún var í hópi neðstu keppenda frá fyrstu grein og það breyttist ekki eftir það. Sara Sigmundsdóttir gerði upp helgina á Instagram síðu sinni með mynd af sér með Mola sínum og með því að vitna í bandaríska körfuboltagoðsögnina Kobe Bryant eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram There is always going to be adversity. There are always going to be challenges. And those are all opportunites to rise above. - Kobe Bryant Thank you everyone who made this weekend happen, and thank you all for the love and support A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) on Sep 22, 2020 at 2:36pm PDT „Það mun alltaf vera mótbyr. Það verða alltaf áskoranir. Það gefur manni um leið tækifæri til að ná enn hærra,“ vitnaði Sara í Kobe Bryant. „Þakkir til allra sem sáu til þess að þessi helgi gat farið fram. Þakkir líka fyrir alla ástina og allan stuðninginn,“ skrifaði Sara. Sara Sigmundsdóttir mun vonandi halda áfram að vinna í sínum málum. Hún hefur átt hvert frábæra tímabilið á fætur öðru en heimsleikarnir ætla að reynast henni afar erfiðir. Sara varð að hætta keppni á heimsleikunum 2019, náði ekki niðurskurðinum í fyrra og endar nú svona langt á eftir þeim bestu.
CrossFit Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Sjá meira