Fann aftur „Keppnis-Katrínu“ og ætlar að æfa af sér rassgatið næstu þrjár vikur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. september 2020 08:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir átti flotta helgi og er áfram ein af þeim fimm bestu í CrossFit í heiminum. Mynd/samsett/Instagram Íslenska CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir saknar Íslands en hún hefur ekki komið heim í átta mánuði. Næst á dagskrá er að keppa um heimsmeistaratitilinn í CrossFit en svo ætlar hún að fara beint heim til Íslands. Katrín Tanja átti frábæra endurkomu á heimsleikunum í CrossFit um helgina eftir mjög skrýtið og erfitt ár. Katrín Tanja sýndi mikla keppnishörku og sannaði það fyrir sér og öðrum að hún er ennþá í heimsklassa í CrossFit íþróttinni þegar hún náði fjórða sætinu í fyrra hluta heimsleikanna í CrossFit um helgina. Katrín vann meðal annars tvær greinar í röð á seinni deginum og náði á endanum fjórða besta árangri helgarinnar. Katrín Tanja ræddi frábæran árangur sinn á heimsleikunum um helgina í viðtali við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur, íþróttafréttamann á Stöð 2 Sport. „Þetta var ótrúlega góð helgi og ég get ekki lýst hvað ég er þakklát fyrir að hafa fengið að keppa. Þetta eru ótrúlega skrýtnir tímar og það voru mikil vonbrigði þegar við bjuggumst við því að leikarnir færu ekki fram. Ég er mjög þakklát fyrir það að við fengum að keppa,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir. Katrín Tanja segir að hennar fólk út í Bandaríkjunum hafi gert eins mikið og þau gátu til að skapa heimsleikastemmningu þar sem hún keppti i Bandaríkjunum. View this post on Instagram TOP5. TOP5. TOP5 & so much more to come - We re going to AROMAS! #CrossFitGames2020 #StageOne // THANK YOU for all your cheers & well wishes, what an incredible weekend. xxx A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) on Sep 19, 2020 at 8:52pm PDT Missti mjög mikið sjálfstraust í kringum Rogue „Bakgrunnurinn var gerður svartur, þau settu upp lýsingu, við vorum með keppnisgólf og svo eins marga áhorfendur og við máttum. Það var þvílík orka og mér leið eins og ég væri að keppa. Það gengur alltaf best hjá mér þegar ég er út á keppnisgólfinu og er með mikla keppni. Ég blómstra í því umhverfi og því var gott að mér leið ekki eins og væri í The Open eða að æfa í stöðinni,“ sagði Katrín Tanja. Hún meiddist á baki í lok síðasta árs og var ekki sannfærandi í fyrstu keppnum ársins. Einhverjir héldu hreinlega að hennar tími væri liðinn. „Ég missti mjög mikið sjálfstraust í kringum Rogue mótið. Ég gat ekki æft eins og ég vildi æfa því þetta er búið að vera erfitt ár og mikið í gangi. Ég er búin að ná nokkrum mjög góðum mánuðum og hef náð að njóta svo vel. Ég er því þakklát fyrir fólkið mitt og fá að keppa. Mér finnst ég hafa fundið aftur Keppnis-Katrínu eins og 2015 og 2016,“ sagði Katrín Tanja. „Ég var róleg út á gólfinu og gat notað orkuna svo vel eins og ég geri á æfingunum. Mér fannst það vera það besta sem ég fékk út úr þessari keppni. Ég fann mig aftur og þetta voru ótrúlega góðir tveir dagar,“ sagði Katrín Tanja en var hún vongóð fyrir fram að ná að komast í topp fimm? Ég er algjör baráttukona „Mig langaði svo að vera á topp fimm. Ég er algjör baráttukona og gengur alltaf best þegar ég þarf að berjast og þegar ég veit að ég þarf að hafa fyrir þessu. Ég vissi ekki hvernig öðrum var búið að ganga en ég vissi að ég var komin í gott form,“ sagði Katrín Tanja sem segir veikleika sinn í dag vera styrkinn en það kemur til af því að hún missti mikið úr slíkum æfingum vegna bakmeiðslanna. Hún hugsaði jákvætt um helgina. „Í hvert einasta skiptið sem ég fór út á gólfið þá ætlaði ég bara að gera mitt besta. Mig langaði að vera á topp fimm en gerði mér grein fyrir því að þetta snerist ekki alveg um úrslitin heldur meira um það að ég myndi finna mig aftur. Þetta snerist um fyrir mig að finna mitt sjálfstraust og að ég gæti keppt eins og ég keppi best aftur,“ sagði Katrín Tanja. „Ég held alltaf í vonina en ég vissi ekkert um það í hvernig formi neinn annar var. Allt gat farið á alla vegu og ef að þetta gat farið á alla vegu þá getur þetta líka endað með því að ég myndi vinna. Það gat líka endað þannig að ég kæmist ekki inn á topp fimm en ég hélt alltaf í þessa von. Ég keppti því eins og það væri þessi von og ég ætla mér að komast áfram. Ég var að reyna að búast ekki við neinu en ég var að keppa til að komast inn á topp fimm og ég var að keppa til að verða best,“ sagði Katrín Tanja. View this post on Instagram TOP5. TOP5. TOP5 & so much more to come - We re going to AROMAS! #CrossFitGames2020 #StageOne // THANK YOU for all your cheers & well wishes, what an incredible weekend. xxx @KatrinTanja Visit Games.CrossFit.com Link in bio #CrossFit #CrossFitGames #Fitness #Workout #CrossFitTraining #CrossFitAffiliates A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) on Sep 22, 2020 at 3:51pm PDT Hugsaði mikið til Anníe og ömmu sinnar Katrín Tanja sagðist hafa hugsað mikið til Anníe Mistar Þórisdóttur í keppninni um helgina en hún er vön að hafa hana sér við hlið. „Þegar ég byrjaði á föstudaginn þá var það bæði afmælisdagurinn hennar Anníe (Mistar Þórisdóttur) og ömmu. Mér fannst það engin tilviljun heldur. Ég var mikið að hugsa til þeirra og þetta er í fyrsta skiptið síðan ég veit ekki síðan hvenær að ég fer inn á keppnisgólfið én þess að hafa Anníe með mér. Við gerum allt saman. Við erum náttúrulega með sitthvort teymið og sitthvorn þjálfarann en við löbbum alltaf inn á gólfið saman og eyðum tíma saman á milli æfinganna. Þetta er því í fyrsta skiptið sem ég er ekki með Anníe við hliðina á mér,“ sagði Katrín Tanja. Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttur var spáð velgengni á leikunum en þeim tókst ekki að komast áfram. Katrín verður því bara ein í ofurúrslitunum. „Bjöggi og Sara verða heldur ekki í úrslitunum og það verður líka ótrúlega skrýtið. Ég held ótrúlega mikið með þeim og það er svo mikið þjóðarstolt ef við gætum öll verið saman. Þetta er hörð keppni og þetta voru bara fimm sæti í boði. Þetta verður í fyrsta skiptið í langan tíma þar sem ég verð eini Íslendingurinn,“ sagði Katrín Tanja. Katrín Tanja fékk bara einn hvíldardag eftir heimsleikana og vanalega tekur hún sér mánuð í hvíld eftir slíka leika en þetta eru öðruvísi heimsleikar í ár. Enginn tími fyrir hvíld núna „Eftir önnur mót þá tek ég mér viku í hvíld en það er enginn tími núna því við erum að fara keppa aftur eftir fjórar vikur. Ég tók þessu af alvöru og eins og þetta væru heimsleikarnir. Ég æfði alveg fyrir þetta því ég vissi að það skipti ekki máli hversu góð ég yrði í október ef ég kæmist ekki þangað,“ sagði Katrín Tanja. „Ég var ekki tilbúin fyrir nokkrum mánuðum og var þá ennþá að komast í gegnum bakmeiðsli. Ég var ekki farin að æfa almennilega. Ég er heilbrigð núna og hef ekki liðið svona vel í líkamanum síðan í fyrra,“ sagði Katrín Tanja sem tók því rólega til miðvikudags en ekki lengur. „Á annað hvort fimmtudaginn eða föstudaginn þá byrjum við að æfa af alvöru fyrir heimsleika. Það taka því við þrjár mjög erfiðar vikur, svo fljúgum við til Kaliforníu og síðan verður þetta frá 19. til 25. október,“ sagði Katrín Tanja og bætti strax við: „Svo ætla ég að kom heim. Ég er ekki búin að koma heim síðan í janúar og er farin að sakna fólksins míns mjög mikið,“ sagði Katrín Tanja. View this post on Instagram I came to FIGHT & I couldn t be more proud of this weekend We did all we could & now: We WAIT! Whatever the results, the last event was INCREDIBLE for me, I found myself again on the floor. I took it all in, soaked up the experience & found the tiger hehe. This weekend was FREAKIN COOL. When ever will we get to do something like this?!?!?!!! See you in California, @katrintanja #CrossFitGames - #FinalFive Games.CrossFit.com Link in bio. @mikekoslap A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) on Sep 20, 2020 at 9:40pm PDT Hún fær því ekki langan tíma til að fagna góðum árangri á heimsleikunum. Það er samt yfir miklu að gleðjast. „Ég fann mig aftur upp á nýtt og það er gott að finna fyrir því að hausinn er kominn aftur. Líkaminn fylgir alltaf hausnum og ég er ótrúlega þakklát fyrir þessa helgi. Ég fann sjálfa mig aftur á keppnisgólfinu,“ sagði Katrín Tanja en hún passaði upp á það að leyfa fjölskyldu sinni að fylgjast með um helgina. Fjölskyldan var með henni um helgina á Zoom „Alla helgina þá vorum við með stóran skjá þar sem fjölskyldan mín og vinkonur voru á Zoom. Ég gat alltaf litið upp í hornið og séð þau. Það gaf mér ótrúlega mikið af því að ég gat ekki komið heim. Þetta er í fyrsta sinn sem ég sé fjölskylduna mína ekki svona ótrúlega lengi eða síðan í janúar. Þegar ég tók þá ákvörðun að ég ætlaði að gera þetta þá ætlaði ég að gera þetta fyrir þau. Mér finnst við alltaf vera að gera þetta saman og þau eru með mér í þessu alla leið,“ sagði Katrín Tanja. „Ég gat séð þau og það að þau voru að fylgjast með og hvetja mig áfram. Ég fæ alltaf aukakraft út úr því,“ sagði Katrín Tanja en hvað með ofurúrslitin í október. Katrín Tanja býst við því að vera þar í bubblu með þeim níu bestu í CrossFit í heiminum. „Það verður ótrúlega skrýtið að vera bara með fjórar stelpur við hliðina á mér, Kannski verða verða strákar og stelpur að keppa á sama tíma. Við erum ekki komnar með neinar upplýsingar og eina sem ég veit að ég ætla að æfa af mér rassgatið næstu þrjár vikur og svo bara keppa til að vera best,“ sagði Katrín Tanja. CrossFit Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Sjá meira
Íslenska CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir saknar Íslands en hún hefur ekki komið heim í átta mánuði. Næst á dagskrá er að keppa um heimsmeistaratitilinn í CrossFit en svo ætlar hún að fara beint heim til Íslands. Katrín Tanja átti frábæra endurkomu á heimsleikunum í CrossFit um helgina eftir mjög skrýtið og erfitt ár. Katrín Tanja sýndi mikla keppnishörku og sannaði það fyrir sér og öðrum að hún er ennþá í heimsklassa í CrossFit íþróttinni þegar hún náði fjórða sætinu í fyrra hluta heimsleikanna í CrossFit um helgina. Katrín vann meðal annars tvær greinar í röð á seinni deginum og náði á endanum fjórða besta árangri helgarinnar. Katrín Tanja ræddi frábæran árangur sinn á heimsleikunum um helgina í viðtali við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur, íþróttafréttamann á Stöð 2 Sport. „Þetta var ótrúlega góð helgi og ég get ekki lýst hvað ég er þakklát fyrir að hafa fengið að keppa. Þetta eru ótrúlega skrýtnir tímar og það voru mikil vonbrigði þegar við bjuggumst við því að leikarnir færu ekki fram. Ég er mjög þakklát fyrir það að við fengum að keppa,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir. Katrín Tanja segir að hennar fólk út í Bandaríkjunum hafi gert eins mikið og þau gátu til að skapa heimsleikastemmningu þar sem hún keppti i Bandaríkjunum. View this post on Instagram TOP5. TOP5. TOP5 & so much more to come - We re going to AROMAS! #CrossFitGames2020 #StageOne // THANK YOU for all your cheers & well wishes, what an incredible weekend. xxx A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) on Sep 19, 2020 at 8:52pm PDT Missti mjög mikið sjálfstraust í kringum Rogue „Bakgrunnurinn var gerður svartur, þau settu upp lýsingu, við vorum með keppnisgólf og svo eins marga áhorfendur og við máttum. Það var þvílík orka og mér leið eins og ég væri að keppa. Það gengur alltaf best hjá mér þegar ég er út á keppnisgólfinu og er með mikla keppni. Ég blómstra í því umhverfi og því var gott að mér leið ekki eins og væri í The Open eða að æfa í stöðinni,“ sagði Katrín Tanja. Hún meiddist á baki í lok síðasta árs og var ekki sannfærandi í fyrstu keppnum ársins. Einhverjir héldu hreinlega að hennar tími væri liðinn. „Ég missti mjög mikið sjálfstraust í kringum Rogue mótið. Ég gat ekki æft eins og ég vildi æfa því þetta er búið að vera erfitt ár og mikið í gangi. Ég er búin að ná nokkrum mjög góðum mánuðum og hef náð að njóta svo vel. Ég er því þakklát fyrir fólkið mitt og fá að keppa. Mér finnst ég hafa fundið aftur Keppnis-Katrínu eins og 2015 og 2016,“ sagði Katrín Tanja. „Ég var róleg út á gólfinu og gat notað orkuna svo vel eins og ég geri á æfingunum. Mér fannst það vera það besta sem ég fékk út úr þessari keppni. Ég fann mig aftur og þetta voru ótrúlega góðir tveir dagar,“ sagði Katrín Tanja en var hún vongóð fyrir fram að ná að komast í topp fimm? Ég er algjör baráttukona „Mig langaði svo að vera á topp fimm. Ég er algjör baráttukona og gengur alltaf best þegar ég þarf að berjast og þegar ég veit að ég þarf að hafa fyrir þessu. Ég vissi ekki hvernig öðrum var búið að ganga en ég vissi að ég var komin í gott form,“ sagði Katrín Tanja sem segir veikleika sinn í dag vera styrkinn en það kemur til af því að hún missti mikið úr slíkum æfingum vegna bakmeiðslanna. Hún hugsaði jákvætt um helgina. „Í hvert einasta skiptið sem ég fór út á gólfið þá ætlaði ég bara að gera mitt besta. Mig langaði að vera á topp fimm en gerði mér grein fyrir því að þetta snerist ekki alveg um úrslitin heldur meira um það að ég myndi finna mig aftur. Þetta snerist um fyrir mig að finna mitt sjálfstraust og að ég gæti keppt eins og ég keppi best aftur,“ sagði Katrín Tanja. „Ég held alltaf í vonina en ég vissi ekkert um það í hvernig formi neinn annar var. Allt gat farið á alla vegu og ef að þetta gat farið á alla vegu þá getur þetta líka endað með því að ég myndi vinna. Það gat líka endað þannig að ég kæmist ekki inn á topp fimm en ég hélt alltaf í þessa von. Ég keppti því eins og það væri þessi von og ég ætla mér að komast áfram. Ég var að reyna að búast ekki við neinu en ég var að keppa til að komast inn á topp fimm og ég var að keppa til að verða best,“ sagði Katrín Tanja. View this post on Instagram TOP5. TOP5. TOP5 & so much more to come - We re going to AROMAS! #CrossFitGames2020 #StageOne // THANK YOU for all your cheers & well wishes, what an incredible weekend. xxx @KatrinTanja Visit Games.CrossFit.com Link in bio #CrossFit #CrossFitGames #Fitness #Workout #CrossFitTraining #CrossFitAffiliates A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) on Sep 22, 2020 at 3:51pm PDT Hugsaði mikið til Anníe og ömmu sinnar Katrín Tanja sagðist hafa hugsað mikið til Anníe Mistar Þórisdóttur í keppninni um helgina en hún er vön að hafa hana sér við hlið. „Þegar ég byrjaði á föstudaginn þá var það bæði afmælisdagurinn hennar Anníe (Mistar Þórisdóttur) og ömmu. Mér fannst það engin tilviljun heldur. Ég var mikið að hugsa til þeirra og þetta er í fyrsta skiptið síðan ég veit ekki síðan hvenær að ég fer inn á keppnisgólfið én þess að hafa Anníe með mér. Við gerum allt saman. Við erum náttúrulega með sitthvort teymið og sitthvorn þjálfarann en við löbbum alltaf inn á gólfið saman og eyðum tíma saman á milli æfinganna. Þetta er því í fyrsta skiptið sem ég er ekki með Anníe við hliðina á mér,“ sagði Katrín Tanja. Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttur var spáð velgengni á leikunum en þeim tókst ekki að komast áfram. Katrín verður því bara ein í ofurúrslitunum. „Bjöggi og Sara verða heldur ekki í úrslitunum og það verður líka ótrúlega skrýtið. Ég held ótrúlega mikið með þeim og það er svo mikið þjóðarstolt ef við gætum öll verið saman. Þetta er hörð keppni og þetta voru bara fimm sæti í boði. Þetta verður í fyrsta skiptið í langan tíma þar sem ég verð eini Íslendingurinn,“ sagði Katrín Tanja. Katrín Tanja fékk bara einn hvíldardag eftir heimsleikana og vanalega tekur hún sér mánuð í hvíld eftir slíka leika en þetta eru öðruvísi heimsleikar í ár. Enginn tími fyrir hvíld núna „Eftir önnur mót þá tek ég mér viku í hvíld en það er enginn tími núna því við erum að fara keppa aftur eftir fjórar vikur. Ég tók þessu af alvöru og eins og þetta væru heimsleikarnir. Ég æfði alveg fyrir þetta því ég vissi að það skipti ekki máli hversu góð ég yrði í október ef ég kæmist ekki þangað,“ sagði Katrín Tanja. „Ég var ekki tilbúin fyrir nokkrum mánuðum og var þá ennþá að komast í gegnum bakmeiðsli. Ég var ekki farin að æfa almennilega. Ég er heilbrigð núna og hef ekki liðið svona vel í líkamanum síðan í fyrra,“ sagði Katrín Tanja sem tók því rólega til miðvikudags en ekki lengur. „Á annað hvort fimmtudaginn eða föstudaginn þá byrjum við að æfa af alvöru fyrir heimsleika. Það taka því við þrjár mjög erfiðar vikur, svo fljúgum við til Kaliforníu og síðan verður þetta frá 19. til 25. október,“ sagði Katrín Tanja og bætti strax við: „Svo ætla ég að kom heim. Ég er ekki búin að koma heim síðan í janúar og er farin að sakna fólksins míns mjög mikið,“ sagði Katrín Tanja. View this post on Instagram I came to FIGHT & I couldn t be more proud of this weekend We did all we could & now: We WAIT! Whatever the results, the last event was INCREDIBLE for me, I found myself again on the floor. I took it all in, soaked up the experience & found the tiger hehe. This weekend was FREAKIN COOL. When ever will we get to do something like this?!?!?!!! See you in California, @katrintanja #CrossFitGames - #FinalFive Games.CrossFit.com Link in bio. @mikekoslap A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) on Sep 20, 2020 at 9:40pm PDT Hún fær því ekki langan tíma til að fagna góðum árangri á heimsleikunum. Það er samt yfir miklu að gleðjast. „Ég fann mig aftur upp á nýtt og það er gott að finna fyrir því að hausinn er kominn aftur. Líkaminn fylgir alltaf hausnum og ég er ótrúlega þakklát fyrir þessa helgi. Ég fann sjálfa mig aftur á keppnisgólfinu,“ sagði Katrín Tanja en hún passaði upp á það að leyfa fjölskyldu sinni að fylgjast með um helgina. Fjölskyldan var með henni um helgina á Zoom „Alla helgina þá vorum við með stóran skjá þar sem fjölskyldan mín og vinkonur voru á Zoom. Ég gat alltaf litið upp í hornið og séð þau. Það gaf mér ótrúlega mikið af því að ég gat ekki komið heim. Þetta er í fyrsta sinn sem ég sé fjölskylduna mína ekki svona ótrúlega lengi eða síðan í janúar. Þegar ég tók þá ákvörðun að ég ætlaði að gera þetta þá ætlaði ég að gera þetta fyrir þau. Mér finnst við alltaf vera að gera þetta saman og þau eru með mér í þessu alla leið,“ sagði Katrín Tanja. „Ég gat séð þau og það að þau voru að fylgjast með og hvetja mig áfram. Ég fæ alltaf aukakraft út úr því,“ sagði Katrín Tanja en hvað með ofurúrslitin í október. Katrín Tanja býst við því að vera þar í bubblu með þeim níu bestu í CrossFit í heiminum. „Það verður ótrúlega skrýtið að vera bara með fjórar stelpur við hliðina á mér, Kannski verða verða strákar og stelpur að keppa á sama tíma. Við erum ekki komnar með neinar upplýsingar og eina sem ég veit að ég ætla að æfa af mér rassgatið næstu þrjár vikur og svo bara keppa til að vera best,“ sagði Katrín Tanja.
CrossFit Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Sjá meira