Tugir ábendinga um dvalarstað fjölskyldunnar: Flestar standast ekki skoðun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. september 2020 18:05 Kehdr-fjölskyldan hefur verið í felum síðustu daga. Stöð 2/Skjáskot Lögreglu hefur borist tugir ábendinga um dvalarstað egypsku fjölskyldunnar sem til stendur að vísa úr landi og hefur nokkrum verið fylgt eftir. Talið er öruggt að einhver sé að aðstoða fólkið. Stoðdeild ríkislögreglustjóra óskaði í gær eftir upplýsingum um ferðir og dvalarstað Kehdr-fjölskyldunnar frá Egyptalandi sem vísa átti úr landi í síðustu viku. Á samfélagsmiðlum hafa verið í dreifingu tölvupóstar sem sendir hafa verið á uppgefið netfang lögreglu með upplýsingum sem virðast ekki standast skoðun. Einnig er verið að deila póstum þar sem fólk gefur upp eigið heimilisfang undir myllumerkinu þau eru hjá mér. Þá hefur verið stofnuð síða þar sem heimilisfang að handahófi er með einum smelli sent á lögreglu. Að sögn lögreglu hefur einmitt fjöldi ábendinga borist. „Þetta eru einhverjir tugir. Ég hef því miður ekki hat tíma til að telja það en það er töluverður fjöldi sem hefur borist. Það er hægt að vinn með eitthvað en annað er ekki hægt að vinna með,“ segir Guðbrandur Guðbrandsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá stoðdeild ríkislögreglustjóra. Einhverjum ábendingum hefur verið fylgt eftir. „Við höfum kannski ekki farið í hús en við höfum farið og skoðað þá staði sem verið er að benda okkur á. En það er eitthvað sem við gerum bara í ró og næði og með yfirveguðu ráði.“ En eruð þið engu nær? „Því miður ekki eins og er, en við vonumst til að þetta gerist eins fljótt og hægt er,“ segir Guðbrandur. Lögmaður fjölskyldunnar lagði í fram í héraðsdómi í gær stefnu og beiðni um flýtimeðferð. Í stefnu segir meðal annars að stjórnvöld hafi ekki framkvæmt heildstætt og sjálfstætt mat á hagsmunum barnanna. Að sögn Guðbrands er stoðdeildin enn með á borði sínu verkbeiðni um að vísa fjölskyldunni úr landi. Á meðan svo er verði unnið að því að framkvæma það. Hann telur víst að einhver sé að skjóta skjólhúsi yfir fólkið, ekki liggi fyrir hvort það sé refsivert. „Það verður að segjast að það er langlíklegast að þau hafi fengið aðstoð við þetta frá einhverjum aðilum á Íslandi,“ segir Guðbrandur. Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Lögreglu hefur borist tugir ábendinga um dvalarstað egypsku fjölskyldunnar sem til stendur að vísa úr landi og hefur nokkrum verið fylgt eftir. Talið er öruggt að einhver sé að aðstoða fólkið. Stoðdeild ríkislögreglustjóra óskaði í gær eftir upplýsingum um ferðir og dvalarstað Kehdr-fjölskyldunnar frá Egyptalandi sem vísa átti úr landi í síðustu viku. Á samfélagsmiðlum hafa verið í dreifingu tölvupóstar sem sendir hafa verið á uppgefið netfang lögreglu með upplýsingum sem virðast ekki standast skoðun. Einnig er verið að deila póstum þar sem fólk gefur upp eigið heimilisfang undir myllumerkinu þau eru hjá mér. Þá hefur verið stofnuð síða þar sem heimilisfang að handahófi er með einum smelli sent á lögreglu. Að sögn lögreglu hefur einmitt fjöldi ábendinga borist. „Þetta eru einhverjir tugir. Ég hef því miður ekki hat tíma til að telja það en það er töluverður fjöldi sem hefur borist. Það er hægt að vinn með eitthvað en annað er ekki hægt að vinna með,“ segir Guðbrandur Guðbrandsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá stoðdeild ríkislögreglustjóra. Einhverjum ábendingum hefur verið fylgt eftir. „Við höfum kannski ekki farið í hús en við höfum farið og skoðað þá staði sem verið er að benda okkur á. En það er eitthvað sem við gerum bara í ró og næði og með yfirveguðu ráði.“ En eruð þið engu nær? „Því miður ekki eins og er, en við vonumst til að þetta gerist eins fljótt og hægt er,“ segir Guðbrandur. Lögmaður fjölskyldunnar lagði í fram í héraðsdómi í gær stefnu og beiðni um flýtimeðferð. Í stefnu segir meðal annars að stjórnvöld hafi ekki framkvæmt heildstætt og sjálfstætt mat á hagsmunum barnanna. Að sögn Guðbrands er stoðdeildin enn með á borði sínu verkbeiðni um að vísa fjölskyldunni úr landi. Á meðan svo er verði unnið að því að framkvæma það. Hann telur víst að einhver sé að skjóta skjólhúsi yfir fólkið, ekki liggi fyrir hvort það sé refsivert. „Það verður að segjast að það er langlíklegast að þau hafi fengið aðstoð við þetta frá einhverjum aðilum á Íslandi,“ segir Guðbrandur.
Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira