Gæti tekið nokkurn tíma að ná utan um þessa bylgju Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. september 2020 12:33 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Lögreglan Þrjátíu og átta voru greindir með kórónuveiruna í gær og um helmingur þeirra var ekki í sóttkví. Sóttvarnalæknir telur að það muni taka nokkurn tíma að ná utan um þessa bylgju faraldursins. Nokkuð fleiri greindust með veiruna í gær en í fyrradag, eða þrjátíu og átta manns, samanborið við þrjátíu daginn áður, og var helmingur þeirra í sóttkví. Enn má tengja nokkurn hluta smita við skemmtistaði. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að búast megi við sveiflum á milli daga á næstunni. „En maður vill sjá tilhneiginguna fara niður. En ég held að það geti tekið svolítinn tíma. Þetta er ekki svona eins og í vetur, þar sem þetta fer hratt niður, alveg klárlega. Ástæðan er sú að í fyrsta lagi eru margir í sóttkví og það eru einstaklingar sem hafa verið útsettir og gætu átt eftir að veikjast. Síðan veit maður að þetta er það útbreitt, bæði hér á höfuðborgarsvæðinu og svo er þetta að greinast á einstaka stöðum. Þannig þetta mun taka lengri tíma,“ segir hann. Hann segir ekki útlit fyrir þörf á hertum aðgerðum í bili og telur að bíða megi með frekari fjöldartakmarkanir eða lokanir. Sóttvarnalæknir segir að forgangsraða þurfi í sýnatöku í dag.Vísir/Vilhelm „Í fyrsta lagi erum við ekki að sjá alvarleg veikindi og það gefur okkur vonir um að við þurfum ekki að grípa til mjög harðra aðgerða. Svo erum við með mjög góða yfirsýn út frá rakningunni um það hvernig tilfellin tengjast,“ segir Þórólfur. Tekin voru um 4.300 sýni í gær og enn er mikil umfram eftirspurn í sýntöku. Því má búast við að allt að fimm þúsund sýni verði tekin í dag. Þórólfur ítrekar að fólk með einkenni hafi forgang, og segir tilefni til að benda á að fyrirtæki eigi ekki að senda einkennalaust starfsfólk í sýnatöku. Einnig eigi fólk ekki að gefa upp tilbúin einkenni þegar sýnataka er bókuð í gegnum heilsuveru.is, til þess eins að komast að. „Sýnatakan er ekki ótakmörkuð auðlind og við þurfum að forgangsraða í þetta í dag. Vonandi þurfum við ekki að taka þessa pöntunarþjónustu hjá heilsuveru úr sambandi. En við gætum þurft að breyta fyrirkomulaginu ef þetta ætlar að stefna í óefni. Þá verðum við að gera eitthvað annað til að tryggja að fólk með einkenni komist í sýnatöku," segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Þrjátíu og átta voru greindir með kórónuveiruna í gær og um helmingur þeirra var ekki í sóttkví. Sóttvarnalæknir telur að það muni taka nokkurn tíma að ná utan um þessa bylgju faraldursins. Nokkuð fleiri greindust með veiruna í gær en í fyrradag, eða þrjátíu og átta manns, samanborið við þrjátíu daginn áður, og var helmingur þeirra í sóttkví. Enn má tengja nokkurn hluta smita við skemmtistaði. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að búast megi við sveiflum á milli daga á næstunni. „En maður vill sjá tilhneiginguna fara niður. En ég held að það geti tekið svolítinn tíma. Þetta er ekki svona eins og í vetur, þar sem þetta fer hratt niður, alveg klárlega. Ástæðan er sú að í fyrsta lagi eru margir í sóttkví og það eru einstaklingar sem hafa verið útsettir og gætu átt eftir að veikjast. Síðan veit maður að þetta er það útbreitt, bæði hér á höfuðborgarsvæðinu og svo er þetta að greinast á einstaka stöðum. Þannig þetta mun taka lengri tíma,“ segir hann. Hann segir ekki útlit fyrir þörf á hertum aðgerðum í bili og telur að bíða megi með frekari fjöldartakmarkanir eða lokanir. Sóttvarnalæknir segir að forgangsraða þurfi í sýnatöku í dag.Vísir/Vilhelm „Í fyrsta lagi erum við ekki að sjá alvarleg veikindi og það gefur okkur vonir um að við þurfum ekki að grípa til mjög harðra aðgerða. Svo erum við með mjög góða yfirsýn út frá rakningunni um það hvernig tilfellin tengjast,“ segir Þórólfur. Tekin voru um 4.300 sýni í gær og enn er mikil umfram eftirspurn í sýntöku. Því má búast við að allt að fimm þúsund sýni verði tekin í dag. Þórólfur ítrekar að fólk með einkenni hafi forgang, og segir tilefni til að benda á að fyrirtæki eigi ekki að senda einkennalaust starfsfólk í sýnatöku. Einnig eigi fólk ekki að gefa upp tilbúin einkenni þegar sýnataka er bókuð í gegnum heilsuveru.is, til þess eins að komast að. „Sýnatakan er ekki ótakmörkuð auðlind og við þurfum að forgangsraða í þetta í dag. Vonandi þurfum við ekki að taka þessa pöntunarþjónustu hjá heilsuveru úr sambandi. En við gætum þurft að breyta fyrirkomulaginu ef þetta ætlar að stefna í óefni. Þá verðum við að gera eitthvað annað til að tryggja að fólk með einkenni komist í sýnatöku," segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira