Innlent

Hefur skipt um skoðun varðandi grímurnar

Atli Ísleifsson skrifar
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Sigurjón

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir skoðun sína á grímum hafa breyst eftir því sem frekari upplýsingar hafa komið fram. Hann segir það ekkert vera óeðlilegt að breyta um skoðun eftir því sem nýjar upplýsingar koma fram.

Þórólfur sagði þetta á upplýsingafundi almannavarna klukkan 14 þar sem hann var spurður út í hvort að aukin grímunotkun væri ekki ein leið til að „lifa með veirunni“.

„Ég held að á þeim grunni erum við nú að mæla með notkun gríma í vissum aðstæðum. Alls ekki verið að mæla með almennri notkun, úti á götum. Það er ekki þannig.

Grímurnar hafa sýnt sig og sannað að bera árangur við í akkúrat vissum aðstæðum. Það er í takt við þau tilmæli sem við komum með,“ sagði Þórólfur.

Grímuskylda í starfsemi sem krefst mikillar nálægðar

Heilbrigðisyfirvöld hafa komið á grímuskyldu í starfsemi sem krefst mikillar nálægðar, til dæmis í almenningssamgöngum þar sem ferðir vara í 30 mínútur eða lengur, hárgreiðslustofum og nuddstofum.

Eins er mælt með grímunotkun þar sem eins metra reglu nýtur ekki við og loftgæði eru ekki góð. Til dæmis á listviðburðum, tónleikum, leikhúsum o.fl.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×