Vara við veldisvexti í fjölda smitaðra í Bretlandi Kjartan Kjartansson skrifar 21. september 2020 12:16 Nú er talið að um 8% fólks á Bretlandi hafi smitast af kórónuveirunni en jafnvel allt að 17% í London. Faraldurinn gæti því enn versnað verulega. AP/Matt Dunham Lýðheilsusérfræðingar bresku ríkisstjórnarinnar vöruðu við því að vatnaskil hafi orðið í kórónuveirufaraldurinn á neikvæðan hátt í dag. Þeir segjast óttast að veldisvöxtur verði í fjölda smitaðra verði ekki gripið snarlega inn í. Greint var frá því að tæplega 3.900 manns hefðu greinst smitaðir og átján látið lífið af völdum veirunnar í gær. Líkt og víðar annars staðar í Evrópu hefur smituðum farið fjölgandi í Bretlandi að undanförnu. Daglegur fjöldi smitaðra nú er sambærilegur við þann sem var í maí. Síðustu vikuna hefur 21 dáið að meðaltali á dag. Patrick Vallance, aðalvísindamaður ríkisstjórnarinnar, og Chris Whitty, aðallæknisfræðiráðgjafi hennar, voru ómyrkir í máli á upplýsingafundi um stöðu faraldursins í morgun. Um 50.000 ný smit gætu greinst daglega um miðjan október verði ekkert að gert. Það gæti þýtt um 200 dauðsföll á dag. „Eins og stendur teljum við að faraldurinn tvöfaldist gróft áætlað með sjö daga millibili,“ sagði Vallance en lagði áherslu á að ekki væri um spá að ræða, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sögðu tvímenningarnir að engar vísbendingar væru um að veiran væri ekki eins skæð nú og fyrr í faraldrinum þvert á fullyrðingar þess gagnstæða. Stjórnvöld hertu sóttvarnaraðgerðir á norðaustanverðu Englandi þegar smituðum fjölgaði þar í síðustu viku. Barir og veitingastaðir eru lokaðir þar frá 22:00 til 5:00 og fólki er bannað að umgangast einstaklinga sem búa ekki á sama heimili. AP-fréttastofan segir að ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra íhugi nú hvernig hún eigi að bregðast við uppgangi faraldursins. Búist er við því að hún kynni hertar aðgerðir síðar í þessari viku. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Faraldurinn í miklum vexti víða um heim 20. september 2020 13:00 Dregur úr dánartíðni kórónuveirusmitaðra Færri kórónuveirusmitaðir einstaklingar láta nú lífið af völdum veirunnar en í vor. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar vísindamanna við Oxford-háskóla í Bretlandi. 16. september 2020 09:10 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Lýðheilsusérfræðingar bresku ríkisstjórnarinnar vöruðu við því að vatnaskil hafi orðið í kórónuveirufaraldurinn á neikvæðan hátt í dag. Þeir segjast óttast að veldisvöxtur verði í fjölda smitaðra verði ekki gripið snarlega inn í. Greint var frá því að tæplega 3.900 manns hefðu greinst smitaðir og átján látið lífið af völdum veirunnar í gær. Líkt og víðar annars staðar í Evrópu hefur smituðum farið fjölgandi í Bretlandi að undanförnu. Daglegur fjöldi smitaðra nú er sambærilegur við þann sem var í maí. Síðustu vikuna hefur 21 dáið að meðaltali á dag. Patrick Vallance, aðalvísindamaður ríkisstjórnarinnar, og Chris Whitty, aðallæknisfræðiráðgjafi hennar, voru ómyrkir í máli á upplýsingafundi um stöðu faraldursins í morgun. Um 50.000 ný smit gætu greinst daglega um miðjan október verði ekkert að gert. Það gæti þýtt um 200 dauðsföll á dag. „Eins og stendur teljum við að faraldurinn tvöfaldist gróft áætlað með sjö daga millibili,“ sagði Vallance en lagði áherslu á að ekki væri um spá að ræða, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sögðu tvímenningarnir að engar vísbendingar væru um að veiran væri ekki eins skæð nú og fyrr í faraldrinum þvert á fullyrðingar þess gagnstæða. Stjórnvöld hertu sóttvarnaraðgerðir á norðaustanverðu Englandi þegar smituðum fjölgaði þar í síðustu viku. Barir og veitingastaðir eru lokaðir þar frá 22:00 til 5:00 og fólki er bannað að umgangast einstaklinga sem búa ekki á sama heimili. AP-fréttastofan segir að ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra íhugi nú hvernig hún eigi að bregðast við uppgangi faraldursins. Búist er við því að hún kynni hertar aðgerðir síðar í þessari viku.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Faraldurinn í miklum vexti víða um heim 20. september 2020 13:00 Dregur úr dánartíðni kórónuveirusmitaðra Færri kórónuveirusmitaðir einstaklingar láta nú lífið af völdum veirunnar en í vor. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar vísindamanna við Oxford-háskóla í Bretlandi. 16. september 2020 09:10 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Dregur úr dánartíðni kórónuveirusmitaðra Færri kórónuveirusmitaðir einstaklingar láta nú lífið af völdum veirunnar en í vor. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar vísindamanna við Oxford-háskóla í Bretlandi. 16. september 2020 09:10