Ekki útlit fyrir að nýsmituðum fjölgi milli daga Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. september 2020 08:59 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. Vísir/vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vonast til þess að ekki hafi greinst fleiri með kórónuveiruna í gær heldur en daginn áður. Í gærkvöldi hafi í það minnsta ekki stefnt í að nýsmituðum fjölgaði milli daga. Víðir er í sóttkví um þessar mundir eftir að hafa verið útsettur fyrir kórónuveirusmiti í viðtali á Rás 2 í síðustu viku. Hann sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun að heilsan væri mjög góð en hann hefur komið sér upp sóttkvíaraðstöðu heima hjá sér. Hann gerir ráð fyrir að geta mætt aftur til vinnu á fimmtudaginn. Inntur eftir því hvernig staðan á faraldrinum væri í dag sagði Víðir að það hefði verið jákvætt að færri greindust með veiruna í gær en daginn á undan. 38 greindust með veiruna í gær en 75 daginn áður. „Það var mikið skimað í gær og það verður áhugavert að sjá tölurnar á eftir, hvað kemur út úr því. Við vonumst allavega til þess að við séum ekki að fara að fá fleiri en við höfðum í gær, kannski svona svipaðan dag. Það var allavega tilfinningin í gærkvöldi,“ sagði Víðir. Þá hafi talsvert verið skimað í gær. „Í gær voru töluvert margir í skimun sem tengist sóttkvínni. Svo skimaði Landspítalinn mikið af sínu starfsfólki í tengslum við sóttkví og smit sem hafa komið upp þar. Þetta voru um sex, sjö hundruð sem voru teknir í svona skimanir í gær, fyrir utan alla sem fóru í sýnatöku vegna einkenna sem hafa verið ansi margir síðustu dagana,“ sagði Víðir. Búast mætti við fleiri bylgjum í faraldrinum næstu mánuði. „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að á meðan þessi faraldur er í svona mikilli uppsveiflu í heiminum þá muni það gerast að hér komi upp svona bylgjur alltaf öðru hverju. Við erum að læra og það var mikið ákall á okkur yfir helgina að grípa til mjög harðra aðgerða. Ég held að margir hafi átt von á því að í dag væri búið að setja mjög stífar reglur, fara jafnvel niður í tuttugu manns eða eitthvað slíkt,“ sagði Víðir. Hann benti á að ekki væri aðeins horft á fjölda smitaðra við ákvarðanatöku um aðgerðir heldur einnig hversu margir séu alvarlega veikir. Enn eigi þó líklega eftir að koma almennilega fram hversu margir eigi eftir að veikjast alvarlega í þessari þriðju bylgju faraldursins sem nú gengur yfir. Viðtalið við Víði í Bítinu má hlusta á í heild hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Mun fleiri Covid-flutningar en undanfarnar nætur Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti níu Covid-tengdum sjúkraflutningum síðasta sólarhringinn, þar af sjö á næturvaktinni 21. september 2020 07:40 Starfsmaður Veðurstofunnar með veiruna Starfsmaður Veðurstofu Íslands greindist með Covid-19 seint síðastliðið föstudagskvöld. 20. september 2020 16:43 Ráðherra staðfesti tillögur sóttvarnalæknis um áframhaldandi lokun skemmtistaða Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ekki þörf á, enn sem komið er, að herða sóttvarnaaðgerðir hér á landi umfram það sem þegar er. 21. september 2020 06:48 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vonast til þess að ekki hafi greinst fleiri með kórónuveiruna í gær heldur en daginn áður. Í gærkvöldi hafi í það minnsta ekki stefnt í að nýsmituðum fjölgaði milli daga. Víðir er í sóttkví um þessar mundir eftir að hafa verið útsettur fyrir kórónuveirusmiti í viðtali á Rás 2 í síðustu viku. Hann sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun að heilsan væri mjög góð en hann hefur komið sér upp sóttkvíaraðstöðu heima hjá sér. Hann gerir ráð fyrir að geta mætt aftur til vinnu á fimmtudaginn. Inntur eftir því hvernig staðan á faraldrinum væri í dag sagði Víðir að það hefði verið jákvætt að færri greindust með veiruna í gær en daginn á undan. 38 greindust með veiruna í gær en 75 daginn áður. „Það var mikið skimað í gær og það verður áhugavert að sjá tölurnar á eftir, hvað kemur út úr því. Við vonumst allavega til þess að við séum ekki að fara að fá fleiri en við höfðum í gær, kannski svona svipaðan dag. Það var allavega tilfinningin í gærkvöldi,“ sagði Víðir. Þá hafi talsvert verið skimað í gær. „Í gær voru töluvert margir í skimun sem tengist sóttkvínni. Svo skimaði Landspítalinn mikið af sínu starfsfólki í tengslum við sóttkví og smit sem hafa komið upp þar. Þetta voru um sex, sjö hundruð sem voru teknir í svona skimanir í gær, fyrir utan alla sem fóru í sýnatöku vegna einkenna sem hafa verið ansi margir síðustu dagana,“ sagði Víðir. Búast mætti við fleiri bylgjum í faraldrinum næstu mánuði. „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að á meðan þessi faraldur er í svona mikilli uppsveiflu í heiminum þá muni það gerast að hér komi upp svona bylgjur alltaf öðru hverju. Við erum að læra og það var mikið ákall á okkur yfir helgina að grípa til mjög harðra aðgerða. Ég held að margir hafi átt von á því að í dag væri búið að setja mjög stífar reglur, fara jafnvel niður í tuttugu manns eða eitthvað slíkt,“ sagði Víðir. Hann benti á að ekki væri aðeins horft á fjölda smitaðra við ákvarðanatöku um aðgerðir heldur einnig hversu margir séu alvarlega veikir. Enn eigi þó líklega eftir að koma almennilega fram hversu margir eigi eftir að veikjast alvarlega í þessari þriðju bylgju faraldursins sem nú gengur yfir. Viðtalið við Víði í Bítinu má hlusta á í heild hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Mun fleiri Covid-flutningar en undanfarnar nætur Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti níu Covid-tengdum sjúkraflutningum síðasta sólarhringinn, þar af sjö á næturvaktinni 21. september 2020 07:40 Starfsmaður Veðurstofunnar með veiruna Starfsmaður Veðurstofu Íslands greindist með Covid-19 seint síðastliðið föstudagskvöld. 20. september 2020 16:43 Ráðherra staðfesti tillögur sóttvarnalæknis um áframhaldandi lokun skemmtistaða Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ekki þörf á, enn sem komið er, að herða sóttvarnaaðgerðir hér á landi umfram það sem þegar er. 21. september 2020 06:48 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Sjá meira
Mun fleiri Covid-flutningar en undanfarnar nætur Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti níu Covid-tengdum sjúkraflutningum síðasta sólarhringinn, þar af sjö á næturvaktinni 21. september 2020 07:40
Starfsmaður Veðurstofunnar með veiruna Starfsmaður Veðurstofu Íslands greindist með Covid-19 seint síðastliðið föstudagskvöld. 20. september 2020 16:43
Ráðherra staðfesti tillögur sóttvarnalæknis um áframhaldandi lokun skemmtistaða Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ekki þörf á, enn sem komið er, að herða sóttvarnaaðgerðir hér á landi umfram það sem þegar er. 21. september 2020 06:48