Thiago átti fleiri sendingar en allir leikmenn Chelsea þrátt fyrir að spila bara seinni hálfleikinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. september 2020 08:31 Thiago Alcantara þreytti frumraun sína með Liverpool gegn Chelsea í gær. getty/Matt Dunham Thiago Alcantara lék sinn fyrsta leik fyrir Liverpool þegar liðið sigraði Chelsea, 0-2, í ensku úrvalsdeildinni í gær. Thiago kom inn á fyrir Jordan Henderson, fyrirliða Liverpool, í hálfleik. Og þrátt fyrir að spila aðeins 45 mínútur átti hann fleiri sendingar en allir leikmenn Chelsea í leiknum. Gestirnir voru vissulega manni færri allan seinni hálfleikinn eftir að Andreas Christiansen var rekinn af velli undir lok þess fyrri fyrir að brjóta á Sadio Mané þegar hann var að sleppa í gegnum vörn Chelsea. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, beið ekki boðanna og setti Thiago inn á í hálfleik. Í seinni hálfleiknum átti hann 75 sendingar, fleiri en allir leikmenn Chelsea áttu í leiknum. Síðan OPTA hóf að taka saman tölfræði af þessu tagi hefur enginn leikmaður átt fleiri sendingar á 45 mínútum í leik í ensku úrvalsdeildinni en Thiago. Níutíu prósent sendinga spænska landsliðsmannsins rötuðu á samherja. Thiago fékk á sig víti þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Jorginho tók spyrnuna en Alisson varði frá honum. Liverpool gekk frá kaupunum á Thiago frá Bayern München á föstudaginn. Talið er að Liverpool hafi greitt 25 milljónir punda fyrir hann. Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira
Thiago Alcantara lék sinn fyrsta leik fyrir Liverpool þegar liðið sigraði Chelsea, 0-2, í ensku úrvalsdeildinni í gær. Thiago kom inn á fyrir Jordan Henderson, fyrirliða Liverpool, í hálfleik. Og þrátt fyrir að spila aðeins 45 mínútur átti hann fleiri sendingar en allir leikmenn Chelsea í leiknum. Gestirnir voru vissulega manni færri allan seinni hálfleikinn eftir að Andreas Christiansen var rekinn af velli undir lok þess fyrri fyrir að brjóta á Sadio Mané þegar hann var að sleppa í gegnum vörn Chelsea. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, beið ekki boðanna og setti Thiago inn á í hálfleik. Í seinni hálfleiknum átti hann 75 sendingar, fleiri en allir leikmenn Chelsea áttu í leiknum. Síðan OPTA hóf að taka saman tölfræði af þessu tagi hefur enginn leikmaður átt fleiri sendingar á 45 mínútum í leik í ensku úrvalsdeildinni en Thiago. Níutíu prósent sendinga spænska landsliðsmannsins rötuðu á samherja. Thiago fékk á sig víti þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Jorginho tók spyrnuna en Alisson varði frá honum. Liverpool gekk frá kaupunum á Thiago frá Bayern München á föstudaginn. Talið er að Liverpool hafi greitt 25 milljónir punda fyrir hann.
Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira