Kjartan ekki í leikmannahópnum sem vakti athygli eftir ummælin um síðustu helgi Anton Ingi Leifsson skrifar 20. september 2020 22:00 Kjartan Henry í 1. umferðinni gegn AGF. vísir/getty Kjartan Henry Finnbogason var ekki í leikmannahópi Vejle sem vann 4-1 sigur á öðru Íslendingaliði, SönderjyskE, í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Þetta vakti athygli margra enda Kjartan talinn einn af betri leikmönnum liðsins og er einn reynslumesti leikmaður liðsins sem kom upp úr dönsku B-deildinni á síðustu leiktíð. Kjartan Henry var á bekknum í fyrstu umferðinni gegn AGF á útivelli og eftir leikinn var hann tekinn í sjónvarpsviðtal þar sem hann sagðist ósáttur með að hafa byrjað á bekknum. „Við erum með eiganda sem hefur keypt nýja leikmenn og þeir fá tækifæri til að sýna hvað þeir geta. Það er undir mér komið að sýna hvað ég get þegar ég fæ tækifæri til. Ég er vissulega orðinn aðeins eldri en er enn í góðu formi og var markahæstur á síðustu leiktíð. Finnst að ég eigi skilið aðeins meira traust en þetta,“ sagði Kjartan. Kjartan Finnbogason kom i fokus efter kampen i går for sit interview på tv. Han vil ikke trække i land, men erkender, at han brugte et forkert ord. https://t.co/wMSeLtUGA2— Farzam Abolhosseini (@F_Abolhosseini) September 15, 2020 Hann var síðar meir í viðtali við BT þar sem hann sagðist ekki hafa átt að segja eigandinn heldur félagið sjálft. Hann dró þó ekki í land að vera pirraður yfir því að vera á bekknum. Það vakti athygli margra þegar það kom í ljós að Kjartan væri ekki í leikmannahópnum og á heimasíðu Vejle stóð ekkert um meiðsli Kjartans. Danskir fjölmiðlar hafa enn ekki greint frá því afhverju Kjartan var ekki í hópnum þegar þetta er skrifað. Kjartan Finnbogason ikke med i Vejles trup til søndagens kamp mod SønderjyskE. Hvis han ikke er skadet, er det svært at spekulere i andet end afstraffelse for udtalelserne efter AGF-kampen. I så fald svag ledelsesstil. #Vejleboldklub #sldk— Jesper Kristoffersen (@blog_cast) September 20, 2020 Danski boltinn Tengdar fréttir Kjartan Henry undrandi yfir því að vera settur á varamannabekkinn Kjartan Henry Finnbogason var mjög ósáttur með að hefja leik í dönsku úrvalsdeildinni á bekknum. 14. september 2020 21:30 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira
Kjartan Henry Finnbogason var ekki í leikmannahópi Vejle sem vann 4-1 sigur á öðru Íslendingaliði, SönderjyskE, í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Þetta vakti athygli margra enda Kjartan talinn einn af betri leikmönnum liðsins og er einn reynslumesti leikmaður liðsins sem kom upp úr dönsku B-deildinni á síðustu leiktíð. Kjartan Henry var á bekknum í fyrstu umferðinni gegn AGF á útivelli og eftir leikinn var hann tekinn í sjónvarpsviðtal þar sem hann sagðist ósáttur með að hafa byrjað á bekknum. „Við erum með eiganda sem hefur keypt nýja leikmenn og þeir fá tækifæri til að sýna hvað þeir geta. Það er undir mér komið að sýna hvað ég get þegar ég fæ tækifæri til. Ég er vissulega orðinn aðeins eldri en er enn í góðu formi og var markahæstur á síðustu leiktíð. Finnst að ég eigi skilið aðeins meira traust en þetta,“ sagði Kjartan. Kjartan Finnbogason kom i fokus efter kampen i går for sit interview på tv. Han vil ikke trække i land, men erkender, at han brugte et forkert ord. https://t.co/wMSeLtUGA2— Farzam Abolhosseini (@F_Abolhosseini) September 15, 2020 Hann var síðar meir í viðtali við BT þar sem hann sagðist ekki hafa átt að segja eigandinn heldur félagið sjálft. Hann dró þó ekki í land að vera pirraður yfir því að vera á bekknum. Það vakti athygli margra þegar það kom í ljós að Kjartan væri ekki í leikmannahópnum og á heimasíðu Vejle stóð ekkert um meiðsli Kjartans. Danskir fjölmiðlar hafa enn ekki greint frá því afhverju Kjartan var ekki í hópnum þegar þetta er skrifað. Kjartan Finnbogason ikke med i Vejles trup til søndagens kamp mod SønderjyskE. Hvis han ikke er skadet, er det svært at spekulere i andet end afstraffelse for udtalelserne efter AGF-kampen. I så fald svag ledelsesstil. #Vejleboldklub #sldk— Jesper Kristoffersen (@blog_cast) September 20, 2020
Danski boltinn Tengdar fréttir Kjartan Henry undrandi yfir því að vera settur á varamannabekkinn Kjartan Henry Finnbogason var mjög ósáttur með að hefja leik í dönsku úrvalsdeildinni á bekknum. 14. september 2020 21:30 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira
Kjartan Henry undrandi yfir því að vera settur á varamannabekkinn Kjartan Henry Finnbogason var mjög ósáttur með að hefja leik í dönsku úrvalsdeildinni á bekknum. 14. september 2020 21:30