Faraldurinn í miklum vexti víða um heim Samúel Karl Ólason skrifar 20. september 2020 13:00 Heilbrigðisstarfsmaður hugar að covidsmituðum manni á gjörgæslu í Frakklandi. AP/Jean-Francois Badias Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar virðist í miklum vexti víða um heim. Nokkur ríki hafa tilkynnt metfjölda nýsmitaðra á milli daga og dauðsföllin nálgast eina milljón. Mikla aukningu má að hluta til rekja til aukinnar skimunar á heimsvísu. Í heildina hafa 30,8 milljónir smitast af Covid-19, sem nýja kórónuveiran veldur, og 957 þúsund hafa dáið. Í Frakklandi var tilkynnt að 13.498 hafi greinst smitaðir á milli daga og hafa þeir aldrei verið fleiri frá því faraldurinn hófst. Alls hafa 442 þúsund smitast þar í landi og 31.274 dáið, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. Smituðum hefur farið hratt fjölgandi á Indlandi og á milli daga greindust 92.605 og þar að auki dóu 1.113. Allt frá því í byrjun ágúst hefur fjöldi nýsmitaðra verið hæstur á Indlandi á degi hverjum. Heilt yfir hafa 5,4 milljónir smitast og 86.752 dáið. Sjá einnig: Þungamiðja faraldursins að færast til Indlands Á Bretlandseyjum er útlit fyrir að gripið verði aftur til samkomubanns og harðra sóttvarnarregla. Í gær var tilkynnt að 4.422 hefðu greinst smitaðir á milli daga. Sú tala hefur ekki verið hærri frá því í maí. Matt Hancock, heilbrigðismálaráðherra, varaði við því í morgun að ef fólk færi ekki að fylgja þeim sóttvarnarreglum sem væru í gildi yrðu reglurnar hertar verulega. Hancock sagðist hafa miklar áhyggjur af stöðunni og sagði reynsluna sýna að tiltölulega auðvelt sé að missa tökin á bylgjum sem þeirri sem gengur nú yfir Bretland. Boris Johnson, forsætisráðherra, tilkynnti í gær að íbúar sem brjóti ítrekað gegn reglum um sóttkví gætu verið sektaðir um allt að tíu þúsund pund, sem eru tæpar tvær milljónir króna. Í Þýskalandi greindust 1.345 á milli daga. Það er langt frá því að vera nærri fjöldanum í mars, þegar rúmlega sex þúsund nýsmitaðir greindust á milli daga. Læknar hafa samt áhyggjur af þeirri fjölgun sem hefur átt sér stað, samkvæmt frétt Zeit. Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar.AP/Claudio Bresciani Staðan önnur í Svíþjóð? Svíþjóð virðist enn sem komið er vera að sleppa við þessa bylgju sem virðist nú ganga yfir Evrópu og stóran hluta heimsins. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, þar sem vísað er í tölur frá Sóttvarnastofnun Evrópu, er nýgengni smita í Svíþjóð síðustu tvær vikur 30,3 á hverja hundrað þúsund íbúa. Á Spáni er talan 292,2. Í Frakklandi er hún 172,1. Á Bretlandi 61,8 og 69,2 í Danmörku. Öll þessi ríki gripu til umfangsmeiri aðgerða en Svíþjóð gerði í upphafi faraldursins. Á móti kemur að hlutfall látinna á íbúa er mun hærra í Svíþjóð en í öðrum norrænum ríkjum. Í heildina hafa 88.237 smitast og 5.864 dáið. Það samsvarar um 57,5 dauðsföllum á hverja hundrað þúsund íbúa. Sérfræðingar vara einnig við því að enn sé of snemmt að segja til um hvort að stefna yfirvalda í Svíþjóð sé að bera árangur. Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, sagði í samtali við AP fréttaveituna að hann útiloki ekki að önnur bylgja muni skella á landinu. Stíga þurfi varlega til jarðar og þá sérstaklega núna þegar ungt fólk er að snúa aftur til skóla. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aldrei fleiri greinst með veiruna í Danmörku 589 greindust með kórónuveiruna í Danmörku síðastliðinn sólarhring. Aldrei hafa fleiri smitast í Danmörku frá því að faraldurinn barst þangað til lands. 19. september 2020 12:20 Hátt í milljón þarf að sæta hertum aðgerðum á Spáni Íbúar stórra hluta Madrídar, höfuðborgar Spánar, munu frá og með næstkomandi mánudegi þurfa að sæta hertum samgöngu- og samkomutakmörkunum vegna hraðrar útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á Spáni. 18. september 2020 23:33 Fjöldi smitaðra kominn yfir 30 milljónir Fjöldi þeirra sem staðfest er að hafi smitast af Covid-19 er kominn yfir 30 milljónir. Það er samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans sem byggir á opinberum tölum. 18. september 2020 06:45 Gagnrýndi yfirmann sóttvarnastofnunar fyrir ummæli um grímur og bóluefni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt yfirmann Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) eftir að sá sagði að bóluefni við Covid-19 yrði ekki komið í almenna notkun fyrr en um mitt næsta ár og að grímur gætu verið skilvirkari en bóluefni. 17. september 2020 06:52 Dregur úr dánartíðni kórónuveirusmitaðra Færri kórónuveirusmitaðir einstaklingar láta nú lífið af völdum veirunnar en í vor. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar vísindamanna við Oxford-háskóla í Bretlandi. 16. september 2020 09:10 Leiðtogar heimsins sagðir hafa brugðist vegna Covid-19 Þjóðarleiðtogar heimsins brugðust varðandi undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur. Ekki var hlustað á viðvaranir og fjárfestingar og pólitískur áhugi á undirbúningi var ekki nægjanlegur. 14. september 2020 07:11 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar virðist í miklum vexti víða um heim. Nokkur ríki hafa tilkynnt metfjölda nýsmitaðra á milli daga og dauðsföllin nálgast eina milljón. Mikla aukningu má að hluta til rekja til aukinnar skimunar á heimsvísu. Í heildina hafa 30,8 milljónir smitast af Covid-19, sem nýja kórónuveiran veldur, og 957 þúsund hafa dáið. Í Frakklandi var tilkynnt að 13.498 hafi greinst smitaðir á milli daga og hafa þeir aldrei verið fleiri frá því faraldurinn hófst. Alls hafa 442 þúsund smitast þar í landi og 31.274 dáið, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. Smituðum hefur farið hratt fjölgandi á Indlandi og á milli daga greindust 92.605 og þar að auki dóu 1.113. Allt frá því í byrjun ágúst hefur fjöldi nýsmitaðra verið hæstur á Indlandi á degi hverjum. Heilt yfir hafa 5,4 milljónir smitast og 86.752 dáið. Sjá einnig: Þungamiðja faraldursins að færast til Indlands Á Bretlandseyjum er útlit fyrir að gripið verði aftur til samkomubanns og harðra sóttvarnarregla. Í gær var tilkynnt að 4.422 hefðu greinst smitaðir á milli daga. Sú tala hefur ekki verið hærri frá því í maí. Matt Hancock, heilbrigðismálaráðherra, varaði við því í morgun að ef fólk færi ekki að fylgja þeim sóttvarnarreglum sem væru í gildi yrðu reglurnar hertar verulega. Hancock sagðist hafa miklar áhyggjur af stöðunni og sagði reynsluna sýna að tiltölulega auðvelt sé að missa tökin á bylgjum sem þeirri sem gengur nú yfir Bretland. Boris Johnson, forsætisráðherra, tilkynnti í gær að íbúar sem brjóti ítrekað gegn reglum um sóttkví gætu verið sektaðir um allt að tíu þúsund pund, sem eru tæpar tvær milljónir króna. Í Þýskalandi greindust 1.345 á milli daga. Það er langt frá því að vera nærri fjöldanum í mars, þegar rúmlega sex þúsund nýsmitaðir greindust á milli daga. Læknar hafa samt áhyggjur af þeirri fjölgun sem hefur átt sér stað, samkvæmt frétt Zeit. Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar.AP/Claudio Bresciani Staðan önnur í Svíþjóð? Svíþjóð virðist enn sem komið er vera að sleppa við þessa bylgju sem virðist nú ganga yfir Evrópu og stóran hluta heimsins. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, þar sem vísað er í tölur frá Sóttvarnastofnun Evrópu, er nýgengni smita í Svíþjóð síðustu tvær vikur 30,3 á hverja hundrað þúsund íbúa. Á Spáni er talan 292,2. Í Frakklandi er hún 172,1. Á Bretlandi 61,8 og 69,2 í Danmörku. Öll þessi ríki gripu til umfangsmeiri aðgerða en Svíþjóð gerði í upphafi faraldursins. Á móti kemur að hlutfall látinna á íbúa er mun hærra í Svíþjóð en í öðrum norrænum ríkjum. Í heildina hafa 88.237 smitast og 5.864 dáið. Það samsvarar um 57,5 dauðsföllum á hverja hundrað þúsund íbúa. Sérfræðingar vara einnig við því að enn sé of snemmt að segja til um hvort að stefna yfirvalda í Svíþjóð sé að bera árangur. Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, sagði í samtali við AP fréttaveituna að hann útiloki ekki að önnur bylgja muni skella á landinu. Stíga þurfi varlega til jarðar og þá sérstaklega núna þegar ungt fólk er að snúa aftur til skóla.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aldrei fleiri greinst með veiruna í Danmörku 589 greindust með kórónuveiruna í Danmörku síðastliðinn sólarhring. Aldrei hafa fleiri smitast í Danmörku frá því að faraldurinn barst þangað til lands. 19. september 2020 12:20 Hátt í milljón þarf að sæta hertum aðgerðum á Spáni Íbúar stórra hluta Madrídar, höfuðborgar Spánar, munu frá og með næstkomandi mánudegi þurfa að sæta hertum samgöngu- og samkomutakmörkunum vegna hraðrar útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á Spáni. 18. september 2020 23:33 Fjöldi smitaðra kominn yfir 30 milljónir Fjöldi þeirra sem staðfest er að hafi smitast af Covid-19 er kominn yfir 30 milljónir. Það er samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans sem byggir á opinberum tölum. 18. september 2020 06:45 Gagnrýndi yfirmann sóttvarnastofnunar fyrir ummæli um grímur og bóluefni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt yfirmann Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) eftir að sá sagði að bóluefni við Covid-19 yrði ekki komið í almenna notkun fyrr en um mitt næsta ár og að grímur gætu verið skilvirkari en bóluefni. 17. september 2020 06:52 Dregur úr dánartíðni kórónuveirusmitaðra Færri kórónuveirusmitaðir einstaklingar láta nú lífið af völdum veirunnar en í vor. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar vísindamanna við Oxford-háskóla í Bretlandi. 16. september 2020 09:10 Leiðtogar heimsins sagðir hafa brugðist vegna Covid-19 Þjóðarleiðtogar heimsins brugðust varðandi undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur. Ekki var hlustað á viðvaranir og fjárfestingar og pólitískur áhugi á undirbúningi var ekki nægjanlegur. 14. september 2020 07:11 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Aldrei fleiri greinst með veiruna í Danmörku 589 greindust með kórónuveiruna í Danmörku síðastliðinn sólarhring. Aldrei hafa fleiri smitast í Danmörku frá því að faraldurinn barst þangað til lands. 19. september 2020 12:20
Hátt í milljón þarf að sæta hertum aðgerðum á Spáni Íbúar stórra hluta Madrídar, höfuðborgar Spánar, munu frá og með næstkomandi mánudegi þurfa að sæta hertum samgöngu- og samkomutakmörkunum vegna hraðrar útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á Spáni. 18. september 2020 23:33
Fjöldi smitaðra kominn yfir 30 milljónir Fjöldi þeirra sem staðfest er að hafi smitast af Covid-19 er kominn yfir 30 milljónir. Það er samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans sem byggir á opinberum tölum. 18. september 2020 06:45
Gagnrýndi yfirmann sóttvarnastofnunar fyrir ummæli um grímur og bóluefni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt yfirmann Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) eftir að sá sagði að bóluefni við Covid-19 yrði ekki komið í almenna notkun fyrr en um mitt næsta ár og að grímur gætu verið skilvirkari en bóluefni. 17. september 2020 06:52
Dregur úr dánartíðni kórónuveirusmitaðra Færri kórónuveirusmitaðir einstaklingar láta nú lífið af völdum veirunnar en í vor. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar vísindamanna við Oxford-háskóla í Bretlandi. 16. september 2020 09:10
Leiðtogar heimsins sagðir hafa brugðist vegna Covid-19 Þjóðarleiðtogar heimsins brugðust varðandi undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur. Ekki var hlustað á viðvaranir og fjárfestingar og pólitískur áhugi á undirbúningi var ekki nægjanlegur. 14. september 2020 07:11