Líkir barnamálaráðherra við íþróttamann sem fallið hefur á lyfjaprófi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. september 2020 11:54 Þorbjörg Sigríður segir Ásmund Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hafa staðið sig eins og íþróttamaður sem féll á lyfjaprófi í máli egypsku fjölskyldunnar. Vísir/Vilhelm Þingmaður Viðreisnar gagnrýndi félags- og barnamálaráðherra harðlega fyrir að hafa ekki kynnt sér mál egypsku fjölskyldunnar sem vísa átti úr landi á miðvikudag en er nú í felum. Að hennar mati hafi hann staðið sig í þessu máli eins og íþróttamaður sem hefði fallið á lyfjaprófi. Þorbjörg Sigríður Guðlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar var mjög gagnrýnin á Ásmund Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra í Sprengisandi í morgun. Hún segir hann sem sérstakan barnamálaráðherra hafa átt að kynna sér málið sérstaklega. „Við erum með ráðherra sem valdi sér þann titil sjálfur að kalla sig barnamálaráðherra og hans hlutverk innan ríkisstjórnarinnar hlýtur að vera annað heldur en annarra ráðherra í því samhengi,“ sagði Þorbjörg. „Ég hef séð hann svara með þeim hætti í fjölmiðlum að hann treysti niðurstöðunum, hafi ekki lesið málið og allt þetta. Mér finnst þetta nánast vera eins og íþróttamaður sem fellur á lyfjaprófi,“ bætti hún við. Helga Vala Helgadóttir segir nauðsynlegt að meta mál fjölskyldna út frá hagsmunum barnanna. Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar tók heils hugar undir þetta. Þá sagði hún að meta ætti út frá hagsmunum barnanna, ekki hagsmunum foreldra. „Það sem ég sakna hjá íslenskum stjórnvöldum er að þau horfi fyrst og fremst, í samræmi við það sem stendur í stjórnarskrá, í samræmi við það sem stendur í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna, mannréttindasáttmála Evrópu og barnalögum, sem við erum öll með lögfest hér á landi að það sé fyrst og fremst horft á aðstæður barna þegar mál eru skoðuð,“ sagði Helga. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra svaraði því og sagði alltaf litið til hagsmuna barnanna. Það hafi líka verið gert í þessu máli. „Já, við lítum alltaf til hagsmuna barna og það hafa verið settar sérstakar reglur til dæmis hjá kærunefndinni um hvernig skoða eigi málefni barna út frá börnunum sjálfum.“ Var það gert í þessu tilviki? „Já, það var gert í þessu máli,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Hægt er að hlusta á viðtalið við Áslaugu, Þorbjörgu og Helgu Völu í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Brottvísun egypskrar fjölskyldu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sprengisandur Hælisleitendur Tengdar fréttir Segir að börnunum verði hugsanlega rænt af yfirvöldum við komuna til Egyptalands Fyrrverandi formaður félags múlima á Íslandi sem bjó um árabil í Eygyptalandi segir að egypsku börnunum sem vísa á úr landi verði hugsanlega rænt af yfirvöldum við komuna til landsins og fjölskyldufaðirinn pyntaður og fangelsaður. Hann tekur nú saman sviðsmynd sem hann ætlar að senda þar til bærum yfirvöldum á Íslandi. 18. september 2020 11:51 „Fór ekki í pólitík til þess að styðja það að vísa börnum úr landi“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir segir ólgu vera innan Vinstri grænna vegna máls egypsku fjölskyldunnar sem átti að vísa úr landi í gær. 17. september 2020 19:06 Fjölskyldan er enn í felum: „Næstu skref eru að undirbúa nýja framkvæmd“ Formleg leit er ekki hafin að sex manna egypskri fjölskyldu sem skilaði sér ekki þegar flytja átti hana úr landi í morgun. Yfirvöld vita ekki hvar fjölskyldan er niður komin. 16. september 2020 20:00 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir „Reyndum að láta hana bíta okkur“ Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Sjá meira
Þingmaður Viðreisnar gagnrýndi félags- og barnamálaráðherra harðlega fyrir að hafa ekki kynnt sér mál egypsku fjölskyldunnar sem vísa átti úr landi á miðvikudag en er nú í felum. Að hennar mati hafi hann staðið sig í þessu máli eins og íþróttamaður sem hefði fallið á lyfjaprófi. Þorbjörg Sigríður Guðlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar var mjög gagnrýnin á Ásmund Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra í Sprengisandi í morgun. Hún segir hann sem sérstakan barnamálaráðherra hafa átt að kynna sér málið sérstaklega. „Við erum með ráðherra sem valdi sér þann titil sjálfur að kalla sig barnamálaráðherra og hans hlutverk innan ríkisstjórnarinnar hlýtur að vera annað heldur en annarra ráðherra í því samhengi,“ sagði Þorbjörg. „Ég hef séð hann svara með þeim hætti í fjölmiðlum að hann treysti niðurstöðunum, hafi ekki lesið málið og allt þetta. Mér finnst þetta nánast vera eins og íþróttamaður sem fellur á lyfjaprófi,“ bætti hún við. Helga Vala Helgadóttir segir nauðsynlegt að meta mál fjölskyldna út frá hagsmunum barnanna. Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar tók heils hugar undir þetta. Þá sagði hún að meta ætti út frá hagsmunum barnanna, ekki hagsmunum foreldra. „Það sem ég sakna hjá íslenskum stjórnvöldum er að þau horfi fyrst og fremst, í samræmi við það sem stendur í stjórnarskrá, í samræmi við það sem stendur í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna, mannréttindasáttmála Evrópu og barnalögum, sem við erum öll með lögfest hér á landi að það sé fyrst og fremst horft á aðstæður barna þegar mál eru skoðuð,“ sagði Helga. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra svaraði því og sagði alltaf litið til hagsmuna barnanna. Það hafi líka verið gert í þessu máli. „Já, við lítum alltaf til hagsmuna barna og það hafa verið settar sérstakar reglur til dæmis hjá kærunefndinni um hvernig skoða eigi málefni barna út frá börnunum sjálfum.“ Var það gert í þessu tilviki? „Já, það var gert í þessu máli,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Hægt er að hlusta á viðtalið við Áslaugu, Þorbjörgu og Helgu Völu í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Brottvísun egypskrar fjölskyldu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sprengisandur Hælisleitendur Tengdar fréttir Segir að börnunum verði hugsanlega rænt af yfirvöldum við komuna til Egyptalands Fyrrverandi formaður félags múlima á Íslandi sem bjó um árabil í Eygyptalandi segir að egypsku börnunum sem vísa á úr landi verði hugsanlega rænt af yfirvöldum við komuna til landsins og fjölskyldufaðirinn pyntaður og fangelsaður. Hann tekur nú saman sviðsmynd sem hann ætlar að senda þar til bærum yfirvöldum á Íslandi. 18. september 2020 11:51 „Fór ekki í pólitík til þess að styðja það að vísa börnum úr landi“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir segir ólgu vera innan Vinstri grænna vegna máls egypsku fjölskyldunnar sem átti að vísa úr landi í gær. 17. september 2020 19:06 Fjölskyldan er enn í felum: „Næstu skref eru að undirbúa nýja framkvæmd“ Formleg leit er ekki hafin að sex manna egypskri fjölskyldu sem skilaði sér ekki þegar flytja átti hana úr landi í morgun. Yfirvöld vita ekki hvar fjölskyldan er niður komin. 16. september 2020 20:00 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir „Reyndum að láta hana bíta okkur“ Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Sjá meira
Segir að börnunum verði hugsanlega rænt af yfirvöldum við komuna til Egyptalands Fyrrverandi formaður félags múlima á Íslandi sem bjó um árabil í Eygyptalandi segir að egypsku börnunum sem vísa á úr landi verði hugsanlega rænt af yfirvöldum við komuna til landsins og fjölskyldufaðirinn pyntaður og fangelsaður. Hann tekur nú saman sviðsmynd sem hann ætlar að senda þar til bærum yfirvöldum á Íslandi. 18. september 2020 11:51
„Fór ekki í pólitík til þess að styðja það að vísa börnum úr landi“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir segir ólgu vera innan Vinstri grænna vegna máls egypsku fjölskyldunnar sem átti að vísa úr landi í gær. 17. september 2020 19:06
Fjölskyldan er enn í felum: „Næstu skref eru að undirbúa nýja framkvæmd“ Formleg leit er ekki hafin að sex manna egypskri fjölskyldu sem skilaði sér ekki þegar flytja átti hana úr landi í morgun. Yfirvöld vita ekki hvar fjölskyldan er niður komin. 16. september 2020 20:00