Innlent

Boða til upplýsingafundar

Birgir Olgeirsson skrifar
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, verður á fundinum í dag ásamt Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra. 
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, verður á fundinum í dag ásamt Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra.  Vísir/Vilhelm

Boðað hefur verið til upplýsingafundar klukkan 14 í dag. Þar munu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri fara yfir stöðuna á kórónuveirufaraldrinum.

Frá mánudegi hafa 134 greinst með veiruna, af þeim voru 109 ekki í sóttkví. Hefur Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, sagt þriðju bylgju faraldursins hafna.

Þórólfur Guðnason viðraði í gær hugmyndir um hertar aðgerðir vegna þróunar faraldursins.

Hann sagðist ætla að gefa sér sólarhring í að íhuga tillögur sem hann mun senda heilbrigðisráðherra.

Í fyrri útgáfu fréttar kom fram að Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn yrði á upplýsingafundinum. Svo er ekki og hefur það verið uppfært. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×