Sport

Katrín Tanja eini Ís­­lendingurinn í „ofur­­úr­slitum“ heims­­leikanna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Katrín Tanja undirbýr sig fyrir dag tvö.
Katrín Tanja undirbýr sig fyrir dag tvö. mynd/katrintanja/instagram

Katrín Tanja Davíðsdóttir er eini íslenski CrossFit keppandinn sem tryggði sér sæti í lokaúrslitum CrossFit. Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir sitja eftir með sárt ennið.

Heimsleikarnir í ár eru tvískiptir og það fara fram sérstök fimm manna ofurúrslit í október, nánar tiltekið þann 19. til 25. október. Um helgina fór fram undankeppnin og þar náði Katrín Tanja að tryggja sér sæti í lokaúrslitunum.

Katrín Tanja var ekki upp á sitt besta í gær. Hún var í 22. sæti eftir fyrstu fjórar greinarnar af þeim sjö sem keppt var í.

Hún byrjaði daginn í dag vel og vann fyrstu tvær greinar dagsins. Hún klifraði upp töfluna og eftir að hafa verið sú sjöunda í síðustu grein dagsins endaði Katrín samanlagt í 4. sætinu.

Katrín endaði með 490 stig en á toppnum var Tia-Clair Toomey með 611 stig. Katrín var 41 stigi á undan Kristin Holte, frá Noregi, sem var í sjötta og síðasta sætinu sem gefur ekki sæti í lokaúrslitunum.

Sara Sigmundsdóttir, sem endaði í 20. sæti á heimsleikunum á síðasta ári, náði sér ekki á strik og endaði í 21. sætinu.

Sara endaði með 281 stig og var 170 stigum frá sæti í topp fimm.

Björgvin Karl Guðmundsson endaði í áttunda sætinu í keppni karlanna en hann var einungis fjórtán stigum frá topp fimm.

Hann var í níunda sætinu eftir fyrri daginn en keppnin var ansi jöfn og hörð karlamegin. Björgvin situr því eftir með sárt ennið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×