Enn á eftir að segja frá nöfnum þriggja staða sem tengjast COVID-smitum Birgir Olgeirsson skrifar 19. september 2020 18:29 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna. Vísir/Vilhelm Sóttvarnayfirvöld bíða nú eftir áliti frá lögfræðingum sínum um það hvort þau megi nafngreina þá staði í miðborginni þar sem fólk hefur smitast af kórónuveirunni. Greint hefur verið frá nafni tveggja staða en Víðir Reynisson segir að enn eigi eftir að greina frá nöfnum þriggja staða til viðbótar. Á fimmtudag greindu sóttvarnayfirvöld frá því að margir hefðu smitast á barnum Irishman við Klapparstíg föstudaginn 11. september. Voru allir sem sótt höfðu barinn frá 16 til 23 þann dag beðnir um að fara í skimun. Í dag greindi veitingastaðurinn Brewdog frá því að starfsmaður hefði greinst með veiruna. Talið er líklegt að hann hafi smitast af viðskiptavini sem sótti staðinn föstudaginn 11. september. Starfsmaðurinn mætti til vinnu föstudaginn 11. september og laugardaginn 12. september. BrewDog er á horni Frakkastígs og Hverfisgötu.Vísir/Birgir Eru allir sem sóttu staðinn þá daga hvattir til að fara í sýnatöku. Í dag greindi Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar, frá því að yfirvöldum væri ekki heimilt að greina frá nafni staða þar sem fólk hafði smitast. Var það ósk eigenda staðanna að nöfn þeirra yrðu ekki opinberuð. Því hefur verið haldið fram að það myndi hjálpa til við smitrakningu og við að kveða þessa þriðju bylgju faraldursins niður því þriðjungur þeirra 134 smita sem greinst hafa í vikunni er fólk sem á það sameiginlegt að hafa sótt vínveitingahús í miðborg Reykjavíkur. Víðir sagðist eiga í samtali við eigendur þessara staða um að opinbera nöfnin. Fréttastofa RÚV ræddi við forstjóra Persónuverndar sem sagði að persónuverndarlöggjöf kæmi ekki í veg fyrir að upplýst verði um staðina sem tengjast COVID-19 smitum. Almannahagsmunir og heilsa trompi viðskiptahagsmuni fyrirtækja. Víði Reynisson segir í samtali við Vísi að yfirvöld séu nú að bíða eftir áliti sinna lögfræðinga. Ef þeirra álit verður á sömu leið og álit forstjóra Persónuverndar verði greint frá nöfnum þessara þriggja staða sem enn á eftir að greina frá. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Starfsmaður BrewDog smitaðist hugsanlega af viðskiptavini Starfsmaður á veitingastaðnum BrewDog í miðbæ Reykjavíkur hefur greinst með kórónuveiruna. 19. september 2020 17:43 Mjög áhugavert að skoða sameiginlegu snertifletina á djamminu Um þriðjung þeirra smita sem greindust í gær má rekja til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 19. september 2020 16:16 Biðla til þeirra sem voru á Irishman Pub síðasta föstudagskvöld að skrá sig í sýnatöku Tólf þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna síðustu daga eiga það sameiginlegt að hafa sótt Irishman Pub síðastliðið föstudagskvöld. Þessir tólf einstaklingar tengjast ekki allir innbyrðis en í nokkrum tilfellum eru tengsl á milli einstaklinga. 17. september 2020 17:57 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Sóttvarnayfirvöld bíða nú eftir áliti frá lögfræðingum sínum um það hvort þau megi nafngreina þá staði í miðborginni þar sem fólk hefur smitast af kórónuveirunni. Greint hefur verið frá nafni tveggja staða en Víðir Reynisson segir að enn eigi eftir að greina frá nöfnum þriggja staða til viðbótar. Á fimmtudag greindu sóttvarnayfirvöld frá því að margir hefðu smitast á barnum Irishman við Klapparstíg föstudaginn 11. september. Voru allir sem sótt höfðu barinn frá 16 til 23 þann dag beðnir um að fara í skimun. Í dag greindi veitingastaðurinn Brewdog frá því að starfsmaður hefði greinst með veiruna. Talið er líklegt að hann hafi smitast af viðskiptavini sem sótti staðinn föstudaginn 11. september. Starfsmaðurinn mætti til vinnu föstudaginn 11. september og laugardaginn 12. september. BrewDog er á horni Frakkastígs og Hverfisgötu.Vísir/Birgir Eru allir sem sóttu staðinn þá daga hvattir til að fara í sýnatöku. Í dag greindi Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar, frá því að yfirvöldum væri ekki heimilt að greina frá nafni staða þar sem fólk hafði smitast. Var það ósk eigenda staðanna að nöfn þeirra yrðu ekki opinberuð. Því hefur verið haldið fram að það myndi hjálpa til við smitrakningu og við að kveða þessa þriðju bylgju faraldursins niður því þriðjungur þeirra 134 smita sem greinst hafa í vikunni er fólk sem á það sameiginlegt að hafa sótt vínveitingahús í miðborg Reykjavíkur. Víðir sagðist eiga í samtali við eigendur þessara staða um að opinbera nöfnin. Fréttastofa RÚV ræddi við forstjóra Persónuverndar sem sagði að persónuverndarlöggjöf kæmi ekki í veg fyrir að upplýst verði um staðina sem tengjast COVID-19 smitum. Almannahagsmunir og heilsa trompi viðskiptahagsmuni fyrirtækja. Víði Reynisson segir í samtali við Vísi að yfirvöld séu nú að bíða eftir áliti sinna lögfræðinga. Ef þeirra álit verður á sömu leið og álit forstjóra Persónuverndar verði greint frá nöfnum þessara þriggja staða sem enn á eftir að greina frá.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Starfsmaður BrewDog smitaðist hugsanlega af viðskiptavini Starfsmaður á veitingastaðnum BrewDog í miðbæ Reykjavíkur hefur greinst með kórónuveiruna. 19. september 2020 17:43 Mjög áhugavert að skoða sameiginlegu snertifletina á djamminu Um þriðjung þeirra smita sem greindust í gær má rekja til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 19. september 2020 16:16 Biðla til þeirra sem voru á Irishman Pub síðasta föstudagskvöld að skrá sig í sýnatöku Tólf þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna síðustu daga eiga það sameiginlegt að hafa sótt Irishman Pub síðastliðið föstudagskvöld. Þessir tólf einstaklingar tengjast ekki allir innbyrðis en í nokkrum tilfellum eru tengsl á milli einstaklinga. 17. september 2020 17:57 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Starfsmaður BrewDog smitaðist hugsanlega af viðskiptavini Starfsmaður á veitingastaðnum BrewDog í miðbæ Reykjavíkur hefur greinst með kórónuveiruna. 19. september 2020 17:43
Mjög áhugavert að skoða sameiginlegu snertifletina á djamminu Um þriðjung þeirra smita sem greindust í gær má rekja til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 19. september 2020 16:16
Biðla til þeirra sem voru á Irishman Pub síðasta föstudagskvöld að skrá sig í sýnatöku Tólf þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna síðustu daga eiga það sameiginlegt að hafa sótt Irishman Pub síðastliðið föstudagskvöld. Þessir tólf einstaklingar tengjast ekki allir innbyrðis en í nokkrum tilfellum eru tengsl á milli einstaklinga. 17. september 2020 17:57