Vill „allt í lás“ næstu vikurnar Birgir Olgeirsson og Samúel Karl Ólason skrifa 19. september 2020 12:00 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn vegna Kórónuveirunnar Vísir/Vilhelm Nauðsynlegt er að fara í sömu hörðu aðgerðir og beitt var í vor. Það segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem segir þann fjölda smita sem greindist í gær til marks að faraldur nýju kórónuveirunnar sé í hröðum vexti hér á landi. Jafnvel í veldisvexti. 75 greindust innanlands og einn á landamærunum í gær. Fjölgun smitaðra hefur ekki verið meiri frá því í mars. „Þeir sem hafa greinst hafa líka verið með mjög mikið veirumagn, sem bendir til að þeir séu mjög smitandi, og það einkenndi fyrstu bylgjuna. Að þegar hún var að vaxa, var veirumagnið í þeim sem greindist mjög mikið. Þegar hún fór að dvína, þá voru þeir sem greindust með tiltölulega lítið veirumagn,“ segir Kári. „Ég held það sé ekki bara fjöldi tilfella heldur líka þetta veirumagn sem bendir til þess að við séum að fara inn í ansi mikinn vöxt.“ Kári segist telja að verkefni Íslendinga séu nú að setja allt í lás næstu vikurnar. Það þurfi til að ná tökum á stöðunni. Svipaðar aðgerðir og gripið var til í vor. „Eftir því sem við bregðumst harðar við núna, þeim mun skemmri tíma tekur þetta. Ég held að þolinmæði okkar fyrir því að vera í langvinnri kyrrsetu sé orðin dálítið lítil,“ segir Kári. Þess vegna sé best að taka á veirunni núna með krafti og reyna að ná utan um ástandið á stuttum tíma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Meðalaldur smitaðra lægri en áður Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir stöðuna alvarlega hér á landi. Fjöldi þeirra sem greindust með Covid-19 sé meira en samanlagður fjöldi smitaðra síðustu viku. 19. september 2020 11:40 75 greindust með veiruna 75 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tuttugu og átta þeirra voru ekki í sóttkví við greiningu. 19. september 2020 11:03 Sóttvarnir til fyrirmyndar á samkomustöðum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að sóttvarnir hafi verið til fyrirmyndar á þeim veitingahúsum sem lögregluþjónar komu við á í gærkvöldi 19. september 2020 08:43 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Nauðsynlegt er að fara í sömu hörðu aðgerðir og beitt var í vor. Það segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem segir þann fjölda smita sem greindist í gær til marks að faraldur nýju kórónuveirunnar sé í hröðum vexti hér á landi. Jafnvel í veldisvexti. 75 greindust innanlands og einn á landamærunum í gær. Fjölgun smitaðra hefur ekki verið meiri frá því í mars. „Þeir sem hafa greinst hafa líka verið með mjög mikið veirumagn, sem bendir til að þeir séu mjög smitandi, og það einkenndi fyrstu bylgjuna. Að þegar hún var að vaxa, var veirumagnið í þeim sem greindist mjög mikið. Þegar hún fór að dvína, þá voru þeir sem greindust með tiltölulega lítið veirumagn,“ segir Kári. „Ég held það sé ekki bara fjöldi tilfella heldur líka þetta veirumagn sem bendir til þess að við séum að fara inn í ansi mikinn vöxt.“ Kári segist telja að verkefni Íslendinga séu nú að setja allt í lás næstu vikurnar. Það þurfi til að ná tökum á stöðunni. Svipaðar aðgerðir og gripið var til í vor. „Eftir því sem við bregðumst harðar við núna, þeim mun skemmri tíma tekur þetta. Ég held að þolinmæði okkar fyrir því að vera í langvinnri kyrrsetu sé orðin dálítið lítil,“ segir Kári. Þess vegna sé best að taka á veirunni núna með krafti og reyna að ná utan um ástandið á stuttum tíma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Meðalaldur smitaðra lægri en áður Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir stöðuna alvarlega hér á landi. Fjöldi þeirra sem greindust með Covid-19 sé meira en samanlagður fjöldi smitaðra síðustu viku. 19. september 2020 11:40 75 greindust með veiruna 75 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tuttugu og átta þeirra voru ekki í sóttkví við greiningu. 19. september 2020 11:03 Sóttvarnir til fyrirmyndar á samkomustöðum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að sóttvarnir hafi verið til fyrirmyndar á þeim veitingahúsum sem lögregluþjónar komu við á í gærkvöldi 19. september 2020 08:43 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Meðalaldur smitaðra lægri en áður Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir stöðuna alvarlega hér á landi. Fjöldi þeirra sem greindust með Covid-19 sé meira en samanlagður fjöldi smitaðra síðustu viku. 19. september 2020 11:40
75 greindust með veiruna 75 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tuttugu og átta þeirra voru ekki í sóttkví við greiningu. 19. september 2020 11:03
Sóttvarnir til fyrirmyndar á samkomustöðum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að sóttvarnir hafi verið til fyrirmyndar á þeim veitingahúsum sem lögregluþjónar komu við á í gærkvöldi 19. september 2020 08:43