Innlent

Almannavarnir boða til upplýsingafundar: Tölur yfir smitaða hærri en áður

Birgir Olgeirsson skrifar

Almannavarndeild ríkislögreglustjóra hefur boðað til upplýsingafundar klukkan 14 í dag. Samkvæmt upplýsingum frá almannavarnadeildinni er ætlunin að senda þjóðinni skýr skilaboð vegna þróunar faraldursins. Munu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar vera á fundinum. 

Samkvæmt heimildum fréttastofu stefnir í að tölur yfir smitaða verði hærri í dag en tölur síðustu daga. 

21 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, fjórtán þeirra voru ekki í sóttkví við greiningu. Heimildir fréttastofu herma að tölurnar verði hærri í dag, en þær verða birtar á vef Covid.is.

Frá mánudegi hafa 59 greinst með veiruna innanlands. 18 af þeim voru í sóttkví.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×