Segir að börnunum verði hugsanlega rænt af yfirvöldum við komuna til Egyptalands Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. september 2020 11:51 Fjölskyldan hefur dvalið á Íslandi í rúmlega 25 mánuði. Börnin tala góða íslensku og hafa aðlagast samfélaginu vel. vísir Fyrrverandi formaður félags múlima á Íslandi sem bjó um árabil í Eygyptalandi segir að egypsku börnunum sem vísa á úr landi verði hugsanlega rænt af yfirvöldum við komuna til landsins og fjölskyldufaðirinn pyntaður og fangelsaður. Hann tekur nú saman sviðsmynd sem hann ætlar að senda þar til bærum yfirvöldum á Íslandi. Fjölskyldan er enn í felum. Egypska fjölskyldan sem átti að vísa úr landi á miðvikudag er ófundin og ekki hefur verið tekin ákvörðun um að lýsa eftir henni. Þá er engin formleg leit hafi samkvæmt upplýsingum frá embætti Ríkislögreglustjóra. Sverrir Agnarsson, fyrrverandi formaður félags múslima á Íslandi sem bjó um árabil í Egyptalandi, sagði í viðtali á Vísi á dögunum að það væri aðeins spursmál um daga, eftir að fjölskyldan komi til Egyptalands, að þau lendi í yfirvöldum og fjölskyldufaðirinn í pyntingum og fangelsisvist. Hann vinnur nú að því að taka saman sviðsmynd af ástandinu sem hann ætlar að senda þar til bærum yfirvöldum. „Ég er að reyna koma frá mér einhvers konar skrifum um hvað getur gerst þegar þau koma til Egyptalands. Það er óheyrilega ógnvekjandi að þau verða afhent egypsku lögreglunni vegna þess að hún er mjög spillt og þeir pynta sjálfir, menn eru pyntaðir á lögreglustöð og þú ert raunverulega afhentur óvinunum því þeir eru framlenging herforingjanna,“ segir Sverrir. Sverrir Agnarsson, fyrrverandi formaður félags múslima á Íslandi, bjó um árabil í Egyptalandi. Hann grunar að þeir sem um málið fjalla hafi enga hugmynd um hvernig ástandið í Egyptalandi sé og telji jafnvel að Múslímska bræðralagið, sem fjölskyldufaðirinn var hluti af, séu hryðjuverkasamtök. Svo sé ekki. „Ef þau vissu bara tíu prósent af því sem er mest ógnvekjandi af því við þessa stöðu þá myndu þau aldrei senda nokkurn mann þarna. Þjóðin er klofin í tvennt og meðlimir bræðralagsins lenda illa í því og ef þessi maður er meðlimur þar þá er hann í vondum málum og það endar með því að hann verður tekinn og fangelsaður og það getur alveg verið að börnunum verði rænt. Þeir hafa stundað það að ræna börnum og halda þeim í viku og sleppa þeim svo. Það er ekkert hægt að senda fólk með þennan bakrunn til Egyptalands,“ segir Sverrir. Hann segir að Múslímska bræðralagið sé tiltölulega hófsöm hreyfing sem kosin var til valda á sínum tíma í lýðræðislegri kosningu. Bræðalagið hafi mátt sæta ofsóknum af hálfu AlQuaida og Isis vegna frjálslyndis. Hann vonast til að samantektin hafi áhrif á þá sem ráða. „Ég bara vona að þau taki sönsum. Ég ætla að vona að fólkið lesi þetta og það þarf ekkert að lesa lengi því áróðurinn gegn bræðalaginu í Egyptalandi er ógeðslegur. Þetta er löng hefð, alveg frá 1940, að þeir eru að senda ofbeldismenn að fremja ógæfuverk og svo er bræðralaginu alltaf kennt um það og þeir ofsóttir," segir Sverrir. Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Fjölskyldan er enn í felum: „Næstu skref eru að undirbúa nýja framkvæmd“ Formleg leit er ekki hafin að sex manna egypskri fjölskyldu sem skilaði sér ekki þegar flytja átti hana úr landi í morgun. Yfirvöld vita ekki hvar fjölskyldan er niður komin. 16. september 2020 20:00 Fjölskyldunni var ekki vísað úr landi og ekki vitað um dvalarstað hennar Ekki var unnt að framkvæma frávísun egypskrar fjölskyldu frá landinu sem fara átti fram í morgun. 16. september 2020 10:02 Segir víst að Ibrahim Kehdr muni sæta pyntingum í Egyptalandi Sverrir Agnarsson er sérfróður um stöðu mála í Egyptalandi. 15. september 2020 11:58 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Fyrrverandi formaður félags múlima á Íslandi sem bjó um árabil í Eygyptalandi segir að egypsku börnunum sem vísa á úr landi verði hugsanlega rænt af yfirvöldum við komuna til landsins og fjölskyldufaðirinn pyntaður og fangelsaður. Hann tekur nú saman sviðsmynd sem hann ætlar að senda þar til bærum yfirvöldum á Íslandi. Fjölskyldan er enn í felum. Egypska fjölskyldan sem átti að vísa úr landi á miðvikudag er ófundin og ekki hefur verið tekin ákvörðun um að lýsa eftir henni. Þá er engin formleg leit hafi samkvæmt upplýsingum frá embætti Ríkislögreglustjóra. Sverrir Agnarsson, fyrrverandi formaður félags múslima á Íslandi sem bjó um árabil í Egyptalandi, sagði í viðtali á Vísi á dögunum að það væri aðeins spursmál um daga, eftir að fjölskyldan komi til Egyptalands, að þau lendi í yfirvöldum og fjölskyldufaðirinn í pyntingum og fangelsisvist. Hann vinnur nú að því að taka saman sviðsmynd af ástandinu sem hann ætlar að senda þar til bærum yfirvöldum. „Ég er að reyna koma frá mér einhvers konar skrifum um hvað getur gerst þegar þau koma til Egyptalands. Það er óheyrilega ógnvekjandi að þau verða afhent egypsku lögreglunni vegna þess að hún er mjög spillt og þeir pynta sjálfir, menn eru pyntaðir á lögreglustöð og þú ert raunverulega afhentur óvinunum því þeir eru framlenging herforingjanna,“ segir Sverrir. Sverrir Agnarsson, fyrrverandi formaður félags múslima á Íslandi, bjó um árabil í Egyptalandi. Hann grunar að þeir sem um málið fjalla hafi enga hugmynd um hvernig ástandið í Egyptalandi sé og telji jafnvel að Múslímska bræðralagið, sem fjölskyldufaðirinn var hluti af, séu hryðjuverkasamtök. Svo sé ekki. „Ef þau vissu bara tíu prósent af því sem er mest ógnvekjandi af því við þessa stöðu þá myndu þau aldrei senda nokkurn mann þarna. Þjóðin er klofin í tvennt og meðlimir bræðralagsins lenda illa í því og ef þessi maður er meðlimur þar þá er hann í vondum málum og það endar með því að hann verður tekinn og fangelsaður og það getur alveg verið að börnunum verði rænt. Þeir hafa stundað það að ræna börnum og halda þeim í viku og sleppa þeim svo. Það er ekkert hægt að senda fólk með þennan bakrunn til Egyptalands,“ segir Sverrir. Hann segir að Múslímska bræðralagið sé tiltölulega hófsöm hreyfing sem kosin var til valda á sínum tíma í lýðræðislegri kosningu. Bræðalagið hafi mátt sæta ofsóknum af hálfu AlQuaida og Isis vegna frjálslyndis. Hann vonast til að samantektin hafi áhrif á þá sem ráða. „Ég bara vona að þau taki sönsum. Ég ætla að vona að fólkið lesi þetta og það þarf ekkert að lesa lengi því áróðurinn gegn bræðalaginu í Egyptalandi er ógeðslegur. Þetta er löng hefð, alveg frá 1940, að þeir eru að senda ofbeldismenn að fremja ógæfuverk og svo er bræðralaginu alltaf kennt um það og þeir ofsóttir," segir Sverrir.
Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Fjölskyldan er enn í felum: „Næstu skref eru að undirbúa nýja framkvæmd“ Formleg leit er ekki hafin að sex manna egypskri fjölskyldu sem skilaði sér ekki þegar flytja átti hana úr landi í morgun. Yfirvöld vita ekki hvar fjölskyldan er niður komin. 16. september 2020 20:00 Fjölskyldunni var ekki vísað úr landi og ekki vitað um dvalarstað hennar Ekki var unnt að framkvæma frávísun egypskrar fjölskyldu frá landinu sem fara átti fram í morgun. 16. september 2020 10:02 Segir víst að Ibrahim Kehdr muni sæta pyntingum í Egyptalandi Sverrir Agnarsson er sérfróður um stöðu mála í Egyptalandi. 15. september 2020 11:58 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Fjölskyldan er enn í felum: „Næstu skref eru að undirbúa nýja framkvæmd“ Formleg leit er ekki hafin að sex manna egypskri fjölskyldu sem skilaði sér ekki þegar flytja átti hana úr landi í morgun. Yfirvöld vita ekki hvar fjölskyldan er niður komin. 16. september 2020 20:00
Fjölskyldunni var ekki vísað úr landi og ekki vitað um dvalarstað hennar Ekki var unnt að framkvæma frávísun egypskrar fjölskyldu frá landinu sem fara átti fram í morgun. 16. september 2020 10:02
Segir víst að Ibrahim Kehdr muni sæta pyntingum í Egyptalandi Sverrir Agnarsson er sérfróður um stöðu mála í Egyptalandi. 15. september 2020 11:58