Thiago er ekki dæmigerður Liverpool-leikmaður sem gerir þetta svo áhugavert Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2020 12:00 Thiago reynir hér stungusendingu í leik með Bayern München. Getty/TF-Images Liverpool hefur loksins fengið liðstyrk því félagið er að kaupa Spánverjann Thiago Alcantara frá Bayern München. Liverpool er um leið komið með hljómssveitastjóra inn á miðju liðsins og það gæti haft áhrif á leikstíl liðsins. Thiago Alcantara gæti nefnilega komið með breytingar á því hvernig Liverpool byggir upp sóknir sínar á þessu tímabili en ensku meistararnir eru að fá til sín leikmann sem stjórnaði spilinu á miðjun besra liðs Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Sky Sports birti pistil eftir Adam Bate þar sem hann skoðar betur áhrifin sem Thiago Alcantara gæti haft á sóknarleik Liverpool. Hér á eftir má sjá brot úr greiningu Bate á komu Thiago Alacantara til Liverpool. Thiago was just a joy to watch against PSG. One-touch football and then the pass that put Bayern in for the winner. He would have to adapt a little to play for Liverpool but he might just change the champions for the better too. https://t.co/oubLwPYClR— Adam Bate (@ghostgoal) August 24, 2020 Jamie Redknapp taldi að Thiago Alacantara myndi koma með nýja vídd inn í leik Liverpool og það gerir komu hans svo spennandi fyrir stuðningsmenn félagsins. Með brasilískar rætur og Barcelona uppeldi Thiago er spænskur sendingameistari með brasilískar rætur og þá er hann alinn upp hjá Barcelona. Hann er maður sem kann besti við sig að stýra leiknum á miðjunni og líður hvergi betur en að vinna á þröngum svæðum. Pep Guardiola gaf honum fyrsta tækifærið í atvinnumennskunni og tók hann síðan til Bayern þegar hann fór þangað. Það hafa því allir litið á Thiago Alacantara sem Pep Guardiola leikmann og hann á núna að fara að spila fyrir Jürgen Klopp. Thiago Alcantara er nefnilega ekki dæmigerður Liverpool leikmaður og það gerir komu hans svo áhugaverða að mati Adam Bate. Tölurnar sýna að Thiago er vanur að vera mikið með boltann en þær sýna líka að hann er frábær sendingamaður. Thiago kláraði 82,6 sendingar að meðaltali á hverjum 90 mínútum í þýsku Bundesligunni á síðustu leiktíð þar sem 90 prósent sendinga hans heppnuðust. Thiago Alcantara is set to sign a four-year deal at #LFC and will wear the number 6 jersey, with Liverpool paying an inital fee of just £20m.Full details below... — Sky Sports News (@SkySportsNews) September 17, 2020 Það skiptir ekki máli hvort hann notar vinstri eða hægri fótinn. Hann er líka duglegur að brjóta upp leikinn með gullsendingum á milli kanta eða fram völlinn. Í ensku úrvalsdeildinni í fyrra voru það Manchester City mennirnir Rodri og Ilkay Gundogan sem kláruðu flestar sendingar á hverjar 90 mínútur. Næstir á eftir voru Chelsea mennirnir Jorginho og Mateo Kovacic en enginn Liverpool leikmaður var nálægt efstu mönnum. Ólíkur hinum miðjumönnum Liverpool liðsins Það segir líka mikið til um leik Liverpool en undir stjórn Júrgen Klopp eru það miðverðirnir sem byrja sóknirnar og boltinn fer út til bakverðina miklu miklu oftar en inn á miðjumennina. Það eru bakverðirnir sem bera boltann upp og koma honum til sóknarlínunnar. Aðalhlutverk miðjumanna Klopp er að valda svæði, vinna boltann og koma í veg fyrir skyndisóknir mótherjanna. Það er ekki algengt að miðjumenn Liverpool komi boltanum inn í teig heldur reyna þeir miklu frekar að koma boltanum út á vængina. Who's excited to potentially see this man in the Premier League? — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 17, 2020 Adam Bate er ekki á því að leikstíll Liverpool gerbreytist við komu Thiago en Spánverjinn kemur aftur á móti með eitthvað nýtt inn í sóknarleikinn sem ætti ekki síst að hjálpa til þegar liðin leggjast aftarlega á móti Liverpool. Hann myndi hjálpa Liverpool að hreyfa boltann með þríhyrningssamspili og opna afturliggjandi varnir andstæðinganna. Kemur með eitthvað nýtt inn í sóknarleik Liverpool Thiago mun alveg örugglega breyta einhverju. Virgil van Dijk og Joe Gomez gætu leitað meira af honum en bakvörðunum Robertson og Trent Alexander-Arnold. Sadio Mane og Mo Salah gætu jafnvel spilað meira í gegnum hann í stað þess að reyna meira sjálfir. Thiago er ekki dæmigerður Liverpool leikmaður og það gerir allar vangaveltur um Liverpool liðið með hann innanborðs svo áhugaverðar. Hann kemur með eitthvað nýtt og flugbeitt inn í sóknarleik Liverpool. Það gæti verið slæmar fréttir fyrir öll hin liðin að mati Adam Bate. Það má sjá allan pistil Adam Bate með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Sjá meira
Liverpool hefur loksins fengið liðstyrk því félagið er að kaupa Spánverjann Thiago Alcantara frá Bayern München. Liverpool er um leið komið með hljómssveitastjóra inn á miðju liðsins og það gæti haft áhrif á leikstíl liðsins. Thiago Alcantara gæti nefnilega komið með breytingar á því hvernig Liverpool byggir upp sóknir sínar á þessu tímabili en ensku meistararnir eru að fá til sín leikmann sem stjórnaði spilinu á miðjun besra liðs Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Sky Sports birti pistil eftir Adam Bate þar sem hann skoðar betur áhrifin sem Thiago Alcantara gæti haft á sóknarleik Liverpool. Hér á eftir má sjá brot úr greiningu Bate á komu Thiago Alacantara til Liverpool. Thiago was just a joy to watch against PSG. One-touch football and then the pass that put Bayern in for the winner. He would have to adapt a little to play for Liverpool but he might just change the champions for the better too. https://t.co/oubLwPYClR— Adam Bate (@ghostgoal) August 24, 2020 Jamie Redknapp taldi að Thiago Alacantara myndi koma með nýja vídd inn í leik Liverpool og það gerir komu hans svo spennandi fyrir stuðningsmenn félagsins. Með brasilískar rætur og Barcelona uppeldi Thiago er spænskur sendingameistari með brasilískar rætur og þá er hann alinn upp hjá Barcelona. Hann er maður sem kann besti við sig að stýra leiknum á miðjunni og líður hvergi betur en að vinna á þröngum svæðum. Pep Guardiola gaf honum fyrsta tækifærið í atvinnumennskunni og tók hann síðan til Bayern þegar hann fór þangað. Það hafa því allir litið á Thiago Alacantara sem Pep Guardiola leikmann og hann á núna að fara að spila fyrir Jürgen Klopp. Thiago Alcantara er nefnilega ekki dæmigerður Liverpool leikmaður og það gerir komu hans svo áhugaverða að mati Adam Bate. Tölurnar sýna að Thiago er vanur að vera mikið með boltann en þær sýna líka að hann er frábær sendingamaður. Thiago kláraði 82,6 sendingar að meðaltali á hverjum 90 mínútum í þýsku Bundesligunni á síðustu leiktíð þar sem 90 prósent sendinga hans heppnuðust. Thiago Alcantara is set to sign a four-year deal at #LFC and will wear the number 6 jersey, with Liverpool paying an inital fee of just £20m.Full details below... — Sky Sports News (@SkySportsNews) September 17, 2020 Það skiptir ekki máli hvort hann notar vinstri eða hægri fótinn. Hann er líka duglegur að brjóta upp leikinn með gullsendingum á milli kanta eða fram völlinn. Í ensku úrvalsdeildinni í fyrra voru það Manchester City mennirnir Rodri og Ilkay Gundogan sem kláruðu flestar sendingar á hverjar 90 mínútur. Næstir á eftir voru Chelsea mennirnir Jorginho og Mateo Kovacic en enginn Liverpool leikmaður var nálægt efstu mönnum. Ólíkur hinum miðjumönnum Liverpool liðsins Það segir líka mikið til um leik Liverpool en undir stjórn Júrgen Klopp eru það miðverðirnir sem byrja sóknirnar og boltinn fer út til bakverðina miklu miklu oftar en inn á miðjumennina. Það eru bakverðirnir sem bera boltann upp og koma honum til sóknarlínunnar. Aðalhlutverk miðjumanna Klopp er að valda svæði, vinna boltann og koma í veg fyrir skyndisóknir mótherjanna. Það er ekki algengt að miðjumenn Liverpool komi boltanum inn í teig heldur reyna þeir miklu frekar að koma boltanum út á vængina. Who's excited to potentially see this man in the Premier League? — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 17, 2020 Adam Bate er ekki á því að leikstíll Liverpool gerbreytist við komu Thiago en Spánverjinn kemur aftur á móti með eitthvað nýtt inn í sóknarleikinn sem ætti ekki síst að hjálpa til þegar liðin leggjast aftarlega á móti Liverpool. Hann myndi hjálpa Liverpool að hreyfa boltann með þríhyrningssamspili og opna afturliggjandi varnir andstæðinganna. Kemur með eitthvað nýtt inn í sóknarleik Liverpool Thiago mun alveg örugglega breyta einhverju. Virgil van Dijk og Joe Gomez gætu leitað meira af honum en bakvörðunum Robertson og Trent Alexander-Arnold. Sadio Mane og Mo Salah gætu jafnvel spilað meira í gegnum hann í stað þess að reyna meira sjálfir. Thiago er ekki dæmigerður Liverpool leikmaður og það gerir allar vangaveltur um Liverpool liðið með hann innanborðs svo áhugaverðar. Hann kemur með eitthvað nýtt og flugbeitt inn í sóknarleik Liverpool. Það gæti verið slæmar fréttir fyrir öll hin liðin að mati Adam Bate. Það má sjá allan pistil Adam Bate með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Sjá meira