Háskólanemi smitaður á Reykjalundi Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. september 2020 10:52 Reykjalundur hefur síðustu vikur og mánuði sinnt endurhæfingu fyrir sjúklinga sem veikst hafa af Covid-19. Vísir/vilhelm Háskólanemi sem verið hefur í verknámi á Reykjalundi greindist í gær með kórónuveiruna. Enginn hefur áður greinst með virka Covid-sýkingu á Reykjalundi svo vitað sé, að því er fram kemur í tilkynningu frá Pétri Magnússyni, forstjóra Reykjalundar. Hluta af starfsemi Reykjalundar hefur nú verið lokað tímabundið í öryggisskyni vegna smitsins. Um tuttugu starfsmenn eru komnir í sóttkví og þá hafa skjólstæðingar sem hafa verið nálægt hinum smitaða verið látnir vita af stöðu mála. Þeir eru ýmist komnir í sóttkví eða munu ekki sækja Reykjalund næstu daga. Markvissir sóttvarnarverkferlar og -reglur hafa verið í gildi á Reykjalundi síðustu vikur og mánuði og því hefur ekki þurft að grípa til algerrar lokunar á starfseminni. Stjórnendur munu fylgjast grannt með stöðu mála og bregðast við eftir þörfum, að því er segir í tilkynningu. „Reykjalundur harmar þau óþægindi sem þetta kann að valda skjólstæðingum í mikilvægri meðferð, sem og starfsfólki sem málinu tengist. Jafnframt ber að þakka starfsfólki Reykjalundar og öðrum sem að málinu hafa komið, fyrir snör og markviss vinnubrögð sem vonandi hafa leitt til þess að búið er að ná eins góðum tökum á ástandinu og mögulegt er. Ljóst er að starfsemi Reykjalundar verður mjög takmörkuð næstu daga en í þessum málum verður að sýna varkárni, vandvirkni og vönduð vinnubrögð til að tryggja sem best hag skjólstæðinga og allra annara sem tengjast Reykjalund,“ segir í tilkynningu forstjórans. Reykjalundur hefur sinnt endurhæfingu Covid-sjúklinga sem þurftu að leggjast inn á sjúkrahús eftir að hafa veikst alvarlega af Covid-19. Í ágúst höfðu tæplega tuttugu einstaklingar nýtt sér slíka endurhæfingu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Háskólanemi sem verið hefur í verknámi á Reykjalundi greindist í gær með kórónuveiruna. Enginn hefur áður greinst með virka Covid-sýkingu á Reykjalundi svo vitað sé, að því er fram kemur í tilkynningu frá Pétri Magnússyni, forstjóra Reykjalundar. Hluta af starfsemi Reykjalundar hefur nú verið lokað tímabundið í öryggisskyni vegna smitsins. Um tuttugu starfsmenn eru komnir í sóttkví og þá hafa skjólstæðingar sem hafa verið nálægt hinum smitaða verið látnir vita af stöðu mála. Þeir eru ýmist komnir í sóttkví eða munu ekki sækja Reykjalund næstu daga. Markvissir sóttvarnarverkferlar og -reglur hafa verið í gildi á Reykjalundi síðustu vikur og mánuði og því hefur ekki þurft að grípa til algerrar lokunar á starfseminni. Stjórnendur munu fylgjast grannt með stöðu mála og bregðast við eftir þörfum, að því er segir í tilkynningu. „Reykjalundur harmar þau óþægindi sem þetta kann að valda skjólstæðingum í mikilvægri meðferð, sem og starfsfólki sem málinu tengist. Jafnframt ber að þakka starfsfólki Reykjalundar og öðrum sem að málinu hafa komið, fyrir snör og markviss vinnubrögð sem vonandi hafa leitt til þess að búið er að ná eins góðum tökum á ástandinu og mögulegt er. Ljóst er að starfsemi Reykjalundar verður mjög takmörkuð næstu daga en í þessum málum verður að sýna varkárni, vandvirkni og vönduð vinnubrögð til að tryggja sem best hag skjólstæðinga og allra annara sem tengjast Reykjalund,“ segir í tilkynningu forstjórans. Reykjalundur hefur sinnt endurhæfingu Covid-sjúklinga sem þurftu að leggjast inn á sjúkrahús eftir að hafa veikst alvarlega af Covid-19. Í ágúst höfðu tæplega tuttugu einstaklingar nýtt sér slíka endurhæfingu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira