Sunnlendingar hafa eignast sína eigin Sinfóníuhljómsveit Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. september 2020 19:30 Ný stofnuð Sinfóníuhljómsveit Suðurlands kom fram í fyrsta skipti í dag og spilaði þá á þrennum tónleikum fyrir grunnskólabörn í Árnessýslu. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Merk tímamót voru á Suðurlandi í dag en þá kom ný stofnuð Sinfóníuhljómsveit Suðurlands fram í fyrsta sinn opinberlega og spilaði á þrennum tónleikum. Tilgangur hljómsveitarinnar er meðal annars að auðga menningarlíf á Suðurland. Börn úr Grunnskóla Þorlákshafnar steymtu í Þorlákskirkju í morgun þar sem fyrstu tónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar fóru fram. Síðan fór hljómsveitin og spilaði fyrir börn í Grunnskóla Hveragerðis og loks voru haldnir tónleikar í Aratungu fyrir börn úr uppsveitum Árnessýslu. Það þótti vel við hæfi að fyrsta lag hljómsveitarinnar væri James Bond lag. Guðmundur Óli Gunnarsson er hljómsveitarstjóri sveitarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson. 14 hljóðfæraleikarar eru í sveitinni, allt Sunnlendingar. Hljómsveitarstjórinn, Guðmundur Óli Gunnarsson býr á Selfossi en starfaði að uppbyggingu Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands frá stofnun hennar í 23 ár og byggir starfi nýju hljómsveitarinnar á þeirri reynslu sinni. „Nú svo eru náttúrulega áform um að halda fleiri tónleik, margvíslega tónleika og smala saman þeim hæfileikum og mannauði, sem er hér til staðar á Suðurlandi á meðal tónlistarmanna og sjá hvernig okkur gengur að byggja upp reglulega starfsemi klassískrar hljómsveitar hér á svæðinu,“ segir Guðmundur Óli. Krakkarnir fengu kynningu á einstökum hljóðfærum sveitarinnar, sem þeim fannst mjög gaman, ekki síst að heyra móturhjólahljóðin í básúnunni. En er ekki krefjandi að stjórna svona Sinfóníuhljómsveit? „Nei, iss, það geta allir gert þetta því þetta er bara eins og allt annað, ef þú kannt það þá er það ekki erfitt,“ segir Guðmundur Óli og hlær. Í lok tónleikanna spilaði hljómsveitin Á sprengisandi og skólakrakkarnir og kennararnir stóðu upp og sungu með. Ölfus Menning Tónlist Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira
Merk tímamót voru á Suðurlandi í dag en þá kom ný stofnuð Sinfóníuhljómsveit Suðurlands fram í fyrsta sinn opinberlega og spilaði á þrennum tónleikum. Tilgangur hljómsveitarinnar er meðal annars að auðga menningarlíf á Suðurland. Börn úr Grunnskóla Þorlákshafnar steymtu í Þorlákskirkju í morgun þar sem fyrstu tónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar fóru fram. Síðan fór hljómsveitin og spilaði fyrir börn í Grunnskóla Hveragerðis og loks voru haldnir tónleikar í Aratungu fyrir börn úr uppsveitum Árnessýslu. Það þótti vel við hæfi að fyrsta lag hljómsveitarinnar væri James Bond lag. Guðmundur Óli Gunnarsson er hljómsveitarstjóri sveitarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson. 14 hljóðfæraleikarar eru í sveitinni, allt Sunnlendingar. Hljómsveitarstjórinn, Guðmundur Óli Gunnarsson býr á Selfossi en starfaði að uppbyggingu Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands frá stofnun hennar í 23 ár og byggir starfi nýju hljómsveitarinnar á þeirri reynslu sinni. „Nú svo eru náttúrulega áform um að halda fleiri tónleik, margvíslega tónleika og smala saman þeim hæfileikum og mannauði, sem er hér til staðar á Suðurlandi á meðal tónlistarmanna og sjá hvernig okkur gengur að byggja upp reglulega starfsemi klassískrar hljómsveitar hér á svæðinu,“ segir Guðmundur Óli. Krakkarnir fengu kynningu á einstökum hljóðfærum sveitarinnar, sem þeim fannst mjög gaman, ekki síst að heyra móturhjólahljóðin í básúnunni. En er ekki krefjandi að stjórna svona Sinfóníuhljómsveit? „Nei, iss, það geta allir gert þetta því þetta er bara eins og allt annað, ef þú kannt það þá er það ekki erfitt,“ segir Guðmundur Óli og hlær. Í lok tónleikanna spilaði hljómsveitin Á sprengisandi og skólakrakkarnir og kennararnir stóðu upp og sungu með.
Ölfus Menning Tónlist Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira