Lífið

„Hvaða spurningar eru þetta eiginlega?“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Martin varð bikarmeistari með Alba Berlín fyrr á þessu ári áður en hann skrifaði undir hjá Valencia. 
Martin varð bikarmeistari með Alba Berlín fyrr á þessu ári áður en hann skrifaði undir hjá Valencia.  VÍSIR/CITY-PRESS

Martin Hermannsson var á línunni frá Valencia á Spáni í Brennslunni á FM957 í morgun.

Hann tók þátt í yfirheyrslunni og varð að svara nokkrum góðum spurningum.

Þar kom meðan annars fram að uppáhaldsmaturinn hans er humar, hann væri stundum til í að vera ungur og áhyggjulaus í grunnskóla.

Sem barn ætlaði hann ávallt að verða atvinnumaður í fótbolta. Versta áleggið á pítsu að hans mati er ananas.

Hér að neðan má hlusta yfirheyrsluna sjálfa en hann var í raun gáttaður á þeim spurningum sem hann fékk í morgun, en Martin er einmitt 26 ára í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×