KR og Dusty á toppnum, uppgjör í vændum Bjarni Bjarnason skrifar 16. september 2020 10:18 Fimmta umferð Vodafonedeildarinar í CS:GO fór fram í gær. Topp liðin í deildinni KR og Dusty, sýndu yfirburði í sínum viðureignum er þau mættu liðum Þórs og XY. Lið Exile steig sannarlega upp þegar þeir mættu Fylki í æsispennand leik. Mulningsvél KR mylur áfram Fyrsti leikur kvöldsins var þegar stórveldin Þór og KR mættust í kortinu Mirage. KR-ingar fóru sterkir af stað. Þeir kæfðu hverja sóknina á fætur annarri með stöðugri spilamennsku og góðum leikfléttum. Það var ekki fyrr en að leikhlutinn var rúmlega hálfnaður sem að Þór náði sinni fyrstu lotu. Var það fyrir tilstilli ADHD (Kristófer Daði Kristjánsson) sem náði 3 veigamiklum fellum og kom Þór á blað. KR-ingar héldu þó dampi, með ofvirk (Ólafur Barði Guðmundsson) fararbroddi var vörn þeirra skotheld. Luku KR fyrri hálf leik í sterkri stöðu. Staðan 11 - 4 KR í vil. Í seinni hálfleik tóku Þórsarar við sér. Stöðuleikinn sem fylgdi vörninn átti vel við þá. Andrarnir ReaN (Andri Þór Bjarnasson) og aNdrehh (Andri Már Einarsson) báru þungan og spiluðu lykilhlutverk í því að koma Þór inn í leikinn. Hlutirnir litu vel út fyrir Þór voru þeir við það að koma KR á hælana þegar KR-ingar komu vélinni aftur í gang. Við tóku snöggar sóknir að hálfu KR sem að Þór átti ekki svör við. Þrátt fyrir að hafa misst tökin tímabundið voru KR aftur komnir með taumana og héldu fast í þá. Leiknum lauk KR 16 - 9 Þór Critical maður leiksins var ofvirkur (Ólafur Barði Guðmundsson). Dusty slær taktinn Annar leikur kvöldsins var Dusty á móti XY. Dusty notaði heimavöllinn til að velja kortið Train. Leikmenn XY byrjuðu í sókn (terrorist). Þeir sýndu góða takta og reyndu við fínar fléttur en náðu aldrei taki á leiknum. Vörn Dusty var gífurlega sterk og þegar glopur fundist á henni bættu þeir þær upp með yfirburða spilamennsku. Dusty átti fyrri hálf leik alveg skuldlaust en lauk honum 12 -3 Dusty í vil. Seinni hálf leikur var einsleitur þeim fyrri en það sást að Dusty bar virðingu fyrir XY. Þeir héldu einbeitingu allan leikinn og gáfu XY engin tækifæri á að komast inn í leikinn. Leikmaður Dusty StebbiC0C0 (Stefán Ingi Guðjónsson) átti frábæran leik. Fyrir utan það að hafa leitt stigatöfluna þá var hann einnig að ná mikilvægum fellum á mikilvægum stundum fyrir sitt lið. Dusty sigraði XY á sannfærandi máta 16 - 6. Exile kemur á óvart Í þriðja leik kvöldsins mættust Exile og Fylkir. Kortið Inferno var valið af leikmönnum Exile og byrjuðu þeir á að spila vörn (counter-terrorist). Þrátt fyrir sterka byrjun hjá Fylki kom fljótt í ljós að leikmenn Exile voru vel undirbúnir fyrir leikinn. Liðin skiptust á að tengja saman 2 til 3 lotur í fyrri hálf leik sem lauk 8 - 7 Exile í vil. Í fyrri hálf leik spilaði Múfasa (Anton Agnarsson) stórt hlutverk í vörn Exile og gerði leikmönnum Fylkis erfitt fyrir. Lið Fylkis var bar leikinn áfram í sameiningu og sýndi mikla breidd. Seinni hálf leikur fór vel af stað fyrir Fylki, þeir náðu yfirhöndinni og komust yfir í 9 - 12. Fylkir virtist vera búinn að loka á Exile þegar þeir fundu glopur á vörninni. Sýndi lið Exile mikla kænsku þegar þeir skiptu algjörlega um spilastíl og hófu að stjórna hraðanum á leiknum. Virkaði þetta mjög vel fyrir Exile en leikmenn Fylkis vissu ekki í hvorn fótinn þeir áttu að stíga. Skilaði þetta leikmönnum Exile 7 lotum til viðbótar og knúði fram framlengingu. Fylkir sigraði framlenginguna þó á sannfærandi máta. Með því lauk þessum æsispennanndi leik. Leikmaður Fylkis Skipid (Tumi Geirsson) fór á siglingu í seinni hálf leik og átti hann stórleik. Var hann valinn maður leiksins af Halldóri Má Kristmundsson sérfræðingi Vodafonedeildarinnar. Topp liðin mætast Stórleikur er í vændum á fimmtudaginn 17 september þar sem topp lið deildarinnar KR og stórmeistar Dusty eiga sína fyrstu viðureign. Hvorugt liðanna hefur tapað leik í Vodafonedeildinni er þetta því hörku viðureign í vændum þar sem að ekkert verður gefið eftir. Þór Akureyri KR Fylkir Dusty Vodafone-deildin Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Fimmta umferð Vodafonedeildarinar í CS:GO fór fram í gær. Topp liðin í deildinni KR og Dusty, sýndu yfirburði í sínum viðureignum er þau mættu liðum Þórs og XY. Lið Exile steig sannarlega upp þegar þeir mættu Fylki í æsispennand leik. Mulningsvél KR mylur áfram Fyrsti leikur kvöldsins var þegar stórveldin Þór og KR mættust í kortinu Mirage. KR-ingar fóru sterkir af stað. Þeir kæfðu hverja sóknina á fætur annarri með stöðugri spilamennsku og góðum leikfléttum. Það var ekki fyrr en að leikhlutinn var rúmlega hálfnaður sem að Þór náði sinni fyrstu lotu. Var það fyrir tilstilli ADHD (Kristófer Daði Kristjánsson) sem náði 3 veigamiklum fellum og kom Þór á blað. KR-ingar héldu þó dampi, með ofvirk (Ólafur Barði Guðmundsson) fararbroddi var vörn þeirra skotheld. Luku KR fyrri hálf leik í sterkri stöðu. Staðan 11 - 4 KR í vil. Í seinni hálfleik tóku Þórsarar við sér. Stöðuleikinn sem fylgdi vörninn átti vel við þá. Andrarnir ReaN (Andri Þór Bjarnasson) og aNdrehh (Andri Már Einarsson) báru þungan og spiluðu lykilhlutverk í því að koma Þór inn í leikinn. Hlutirnir litu vel út fyrir Þór voru þeir við það að koma KR á hælana þegar KR-ingar komu vélinni aftur í gang. Við tóku snöggar sóknir að hálfu KR sem að Þór átti ekki svör við. Þrátt fyrir að hafa misst tökin tímabundið voru KR aftur komnir með taumana og héldu fast í þá. Leiknum lauk KR 16 - 9 Þór Critical maður leiksins var ofvirkur (Ólafur Barði Guðmundsson). Dusty slær taktinn Annar leikur kvöldsins var Dusty á móti XY. Dusty notaði heimavöllinn til að velja kortið Train. Leikmenn XY byrjuðu í sókn (terrorist). Þeir sýndu góða takta og reyndu við fínar fléttur en náðu aldrei taki á leiknum. Vörn Dusty var gífurlega sterk og þegar glopur fundist á henni bættu þeir þær upp með yfirburða spilamennsku. Dusty átti fyrri hálf leik alveg skuldlaust en lauk honum 12 -3 Dusty í vil. Seinni hálf leikur var einsleitur þeim fyrri en það sást að Dusty bar virðingu fyrir XY. Þeir héldu einbeitingu allan leikinn og gáfu XY engin tækifæri á að komast inn í leikinn. Leikmaður Dusty StebbiC0C0 (Stefán Ingi Guðjónsson) átti frábæran leik. Fyrir utan það að hafa leitt stigatöfluna þá var hann einnig að ná mikilvægum fellum á mikilvægum stundum fyrir sitt lið. Dusty sigraði XY á sannfærandi máta 16 - 6. Exile kemur á óvart Í þriðja leik kvöldsins mættust Exile og Fylkir. Kortið Inferno var valið af leikmönnum Exile og byrjuðu þeir á að spila vörn (counter-terrorist). Þrátt fyrir sterka byrjun hjá Fylki kom fljótt í ljós að leikmenn Exile voru vel undirbúnir fyrir leikinn. Liðin skiptust á að tengja saman 2 til 3 lotur í fyrri hálf leik sem lauk 8 - 7 Exile í vil. Í fyrri hálf leik spilaði Múfasa (Anton Agnarsson) stórt hlutverk í vörn Exile og gerði leikmönnum Fylkis erfitt fyrir. Lið Fylkis var bar leikinn áfram í sameiningu og sýndi mikla breidd. Seinni hálf leikur fór vel af stað fyrir Fylki, þeir náðu yfirhöndinni og komust yfir í 9 - 12. Fylkir virtist vera búinn að loka á Exile þegar þeir fundu glopur á vörninni. Sýndi lið Exile mikla kænsku þegar þeir skiptu algjörlega um spilastíl og hófu að stjórna hraðanum á leiknum. Virkaði þetta mjög vel fyrir Exile en leikmenn Fylkis vissu ekki í hvorn fótinn þeir áttu að stíga. Skilaði þetta leikmönnum Exile 7 lotum til viðbótar og knúði fram framlengingu. Fylkir sigraði framlenginguna þó á sannfærandi máta. Með því lauk þessum æsispennanndi leik. Leikmaður Fylkis Skipid (Tumi Geirsson) fór á siglingu í seinni hálf leik og átti hann stórleik. Var hann valinn maður leiksins af Halldóri Má Kristmundsson sérfræðingi Vodafonedeildarinnar. Topp liðin mætast Stórleikur er í vændum á fimmtudaginn 17 september þar sem topp lið deildarinnar KR og stórmeistar Dusty eiga sína fyrstu viðureign. Hvorugt liðanna hefur tapað leik í Vodafonedeildinni er þetta því hörku viðureign í vændum þar sem að ekkert verður gefið eftir.
Þór Akureyri KR Fylkir Dusty Vodafone-deildin Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira