Fjölskyldan skimuð fyrir Covid í dag Birgir Olgeirsson skrifar 14. september 2020 12:16 Fjölskyldan hefur verið á Íslandi síðan sumarið 2018. Egypska fjölskyldan, sem vonast til að fá hæli hér á landi, verður send í Covid-próf til að undirbúa hana fyrir brottvísun. Lögmaður fjölskyldunnar segir það skjóta skökku við að það sé gert á sama tíma og stuðningur hafi borist fjölskyldunni frá forsætisráðherra. Um er að ræða sex manna fjölskyldu sem hefur dvalið hér á landi í meira en tvö ár. Vísa á fjölskyldunni úr landi á miðvikudag en í hádeginu í dag verður hún skimuð fyrir kórónuveirunni. Lögmaður fjölskyldunnar segir það skjóta skökku við í ljósi þess að forsætisráðherra hefði lýst yfir stuðningi við fjölskylduna í gær. „Hún gerði það með þeim hætti að tala um það að þetta væri ómannúðlegt fyrir þessi börn og önnur börn í sömu stöðu. Orð þessi verða ekki skilin með öðrum hætti en hún styðji fjölskylduna og vilji ekki að börnunum verði vísað úr landi. Það vekur von í brjósti fjölskyldunnar og okkar sem koma að málinu að stuðningur Katrínar Jakobsdóttur skipti einhverju máli. Að það hafi einhverja merkingu þegar forsætisráðherra tjáir sig með þessum hætti sem fer fyrir þessari ríkisstjórn,“ segir Magnús Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar. Dómsmálaráðherra hefur sagt að málsmeðferðatími fjölskyldunnar, sem hefur dvalið hér á landi í 25 mánuði, sé innan marka til að unnt sé að neita fjölskyldunni um vernd og vísa aftur til Egyptalands. Hámarkstími málsmeðferðar var styttur úr 18 mánuðum í 16 fyrr á þessu ári. Forsætisráðherra sagðist sammála þeim sjónarmiðum að skoða ætti heildar dvalartíma umsækjanda á Íslandi en ekki málsmeðferðartíma þegar ákvarðanir um brottvísanir eru teknar. Magnús segir fjölskylduna þjakaða af kvíða í þessu máli. „En á sama tíma þá auðvitað binda þau vonir við að það komi ekki til þessarar brottvísunar. Að sjálfsögðu gleðjast þau yfir því þegar forsætisráðherra stígur fram með þeim hætti sem hún gerði og tekur afstöðu með fjölskyldunni. Þau binda vonir við það að það skipti einhverju máli þegar forsætisráðherra beitir sér með þessum hætti,“ segir Magnús. Foreldrarnir óttast að verða handteknir ef þau snúa aftur til Egyptalands og börnin tekin af þeim. Fjölskyldufaðirinn tilheyrði Bræðralagi múslima og gagnrýndi stjórnvöld í Egyptalandi. Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Sjá meira
Egypska fjölskyldan, sem vonast til að fá hæli hér á landi, verður send í Covid-próf til að undirbúa hana fyrir brottvísun. Lögmaður fjölskyldunnar segir það skjóta skökku við að það sé gert á sama tíma og stuðningur hafi borist fjölskyldunni frá forsætisráðherra. Um er að ræða sex manna fjölskyldu sem hefur dvalið hér á landi í meira en tvö ár. Vísa á fjölskyldunni úr landi á miðvikudag en í hádeginu í dag verður hún skimuð fyrir kórónuveirunni. Lögmaður fjölskyldunnar segir það skjóta skökku við í ljósi þess að forsætisráðherra hefði lýst yfir stuðningi við fjölskylduna í gær. „Hún gerði það með þeim hætti að tala um það að þetta væri ómannúðlegt fyrir þessi börn og önnur börn í sömu stöðu. Orð þessi verða ekki skilin með öðrum hætti en hún styðji fjölskylduna og vilji ekki að börnunum verði vísað úr landi. Það vekur von í brjósti fjölskyldunnar og okkar sem koma að málinu að stuðningur Katrínar Jakobsdóttur skipti einhverju máli. Að það hafi einhverja merkingu þegar forsætisráðherra tjáir sig með þessum hætti sem fer fyrir þessari ríkisstjórn,“ segir Magnús Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar. Dómsmálaráðherra hefur sagt að málsmeðferðatími fjölskyldunnar, sem hefur dvalið hér á landi í 25 mánuði, sé innan marka til að unnt sé að neita fjölskyldunni um vernd og vísa aftur til Egyptalands. Hámarkstími málsmeðferðar var styttur úr 18 mánuðum í 16 fyrr á þessu ári. Forsætisráðherra sagðist sammála þeim sjónarmiðum að skoða ætti heildar dvalartíma umsækjanda á Íslandi en ekki málsmeðferðartíma þegar ákvarðanir um brottvísanir eru teknar. Magnús segir fjölskylduna þjakaða af kvíða í þessu máli. „En á sama tíma þá auðvitað binda þau vonir við að það komi ekki til þessarar brottvísunar. Að sjálfsögðu gleðjast þau yfir því þegar forsætisráðherra stígur fram með þeim hætti sem hún gerði og tekur afstöðu með fjölskyldunni. Þau binda vonir við það að það skipti einhverju máli þegar forsætisráðherra beitir sér með þessum hætti,“ segir Magnús. Foreldrarnir óttast að verða handteknir ef þau snúa aftur til Egyptalands og börnin tekin af þeim. Fjölskyldufaðirinn tilheyrði Bræðralagi múslima og gagnrýndi stjórnvöld í Egyptalandi.
Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Sjá meira