Neymar segist hafa verið kallaður „andskotans api“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2020 09:00 Neymar brjálaðist við orð Alvaro Gonzalez í leik Paris Saint-Germain og Olympique Marseille í gærkvöldi. EPA-EFE/Julien de Rosa Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar fór mikinn á samfélagsmiðlum í gærkvöldi eftir að hafa fyrr um kvöldið verið einn af fimm leikmönnum sem fengu rauða spjaldið í uppbótatíma í leik Paris Saint Germain og Marseille. Neymar fannst óréttlætið mikið enda var hann rekinn af velli en upphafsmaðurinn, að hans mati, kláraði aftur á móti leikinn. Neymar var rekinn af velli fyrir að slá Alvaro Gonzalez, spænskan varnarmann hjá Marseille. Dómarar skoðuðu Varsjána til að ákveða refsingarnar eftir að allt varð vitlaust í lokin. Fimm leikmenn yfirgáfu völlinn með rautt spjald og fullt af gulum spjöldum fór líka á loft. It's 2020. How is this still happening... https://t.co/q7pXVIlnv1— SPORTbible (@sportbible) September 14, 2020 Neymar talaði strax um það að hafa orðið fyrir kynþáttarníði þegar hann gekk framhjá fjórða dómara leiksins á leið sinni af velli. Lýsendur á Telefoot héldu því fram að Gonzalez hefði kallað Neymar „skítugan apa“ en Neymar sagði síðan sjálfur alla söguna á Twitter reikningi sínum. Neymar sagði að Alvaro Gonzalez hefði kallað hann „Mono hijo de puta“ eða „andskotans apa“ en það má sjá færslu Neymar hér fyrir neðan. VAR pegar a minha agressão é mole ... agora eu quero ver pegar a imagem do racista me chamando de MONO HIJO DE PUTA (macaco filha da puta)... isso eu quero ver! E aí? CARRETILHA vc me pune.. CASCUDO sou expulso... e eles? E aí ?— Neymar Jr (@neymarjr) September 13, 2020 „Varsjáin átti ekki vandræðum með að sjá hvað ég gerði en núna vil ég sjá eitthvað gert í því að rasisti kallaði mig ‚andskotans apa'. Það vil ég sjá. Hvað er eiginlega í gangi? Svo refsið þig mér. Hvað með þá? Hvað er í gangi?,“ skrifaði Neymar. Tveir liðsfélagar Neymar, Leandro Paredes og Layvin Kurzawa, fengu líka rauða spjaldið sem og þeir Jordan Amavi og Dario Benedetto hjá Marseille. Alvaro Gonzalez kláraði aftur á móti leikinn. Eina mark leiksins skoraði Florian Thauvin fyrir Marseille og tryggði liðinu dýrmætan sigur. Franski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira
Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar fór mikinn á samfélagsmiðlum í gærkvöldi eftir að hafa fyrr um kvöldið verið einn af fimm leikmönnum sem fengu rauða spjaldið í uppbótatíma í leik Paris Saint Germain og Marseille. Neymar fannst óréttlætið mikið enda var hann rekinn af velli en upphafsmaðurinn, að hans mati, kláraði aftur á móti leikinn. Neymar var rekinn af velli fyrir að slá Alvaro Gonzalez, spænskan varnarmann hjá Marseille. Dómarar skoðuðu Varsjána til að ákveða refsingarnar eftir að allt varð vitlaust í lokin. Fimm leikmenn yfirgáfu völlinn með rautt spjald og fullt af gulum spjöldum fór líka á loft. It's 2020. How is this still happening... https://t.co/q7pXVIlnv1— SPORTbible (@sportbible) September 14, 2020 Neymar talaði strax um það að hafa orðið fyrir kynþáttarníði þegar hann gekk framhjá fjórða dómara leiksins á leið sinni af velli. Lýsendur á Telefoot héldu því fram að Gonzalez hefði kallað Neymar „skítugan apa“ en Neymar sagði síðan sjálfur alla söguna á Twitter reikningi sínum. Neymar sagði að Alvaro Gonzalez hefði kallað hann „Mono hijo de puta“ eða „andskotans apa“ en það má sjá færslu Neymar hér fyrir neðan. VAR pegar a minha agressão é mole ... agora eu quero ver pegar a imagem do racista me chamando de MONO HIJO DE PUTA (macaco filha da puta)... isso eu quero ver! E aí? CARRETILHA vc me pune.. CASCUDO sou expulso... e eles? E aí ?— Neymar Jr (@neymarjr) September 13, 2020 „Varsjáin átti ekki vandræðum með að sjá hvað ég gerði en núna vil ég sjá eitthvað gert í því að rasisti kallaði mig ‚andskotans apa'. Það vil ég sjá. Hvað er eiginlega í gangi? Svo refsið þig mér. Hvað með þá? Hvað er í gangi?,“ skrifaði Neymar. Tveir liðsfélagar Neymar, Leandro Paredes og Layvin Kurzawa, fengu líka rauða spjaldið sem og þeir Jordan Amavi og Dario Benedetto hjá Marseille. Alvaro Gonzalez kláraði aftur á móti leikinn. Eina mark leiksins skoraði Florian Thauvin fyrir Marseille og tryggði liðinu dýrmætan sigur.
Franski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira