Kennir föður Messi um það að hann komst ekki í burtu frá Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2020 13:00 Lionel Messi er byrjaður að æfa á ný með Barcelona og spilaði æfingaleik um helgina. EPA-EFE/Manu Fernandez Hernan Crespo er á því að Lionel Messi væri ekki að spila með Barcelona á þessu tímabili ef umboðsmaður Messi væri ekki líka faðir hans. Hernan Crespo er argentínsk knattspyrnugoðsögn og aðeins þrír leikmenn hafa skorað fleiri mörk fyrir argentínska landsliðið. Einn af þeim er að sjálfsögðu Lionel Messi og argentínskir fjölmiðlar fengu Crespo til að ræða mál Messi. Lionel Messi tilkynnti það að hann væri á förum frá Barceloma en hætti síðan við og ætlar nú að klára lokaár samningsins síns. Hernan Crespo gagnrýnir föður Messi fyrir það hvernig málið endaði en það var ljóst á viðtali við Lionel Messi að hann vildi ekki spila áfram með Barcelona. Hernan Crespo blames Lionel Messi's dad Jorge for not getting his move away from Barcelona https://t.co/ku5jAHxAEI— MailOnline Sport (@MailSport) September 13, 2020 Jorge Messi, faðir Lionel Messi, er líka umboðsmaður hans. Það var einmitt Jorge Messi sem mætti á fund stjórnenda Barcelona til að fá það í gegn að sonur hans fengi að fara. Útkoman af því var óvænt U-beygja hjá Lionel Messi. „Þetta er ekki það sama og þegar umboðsmaður er ræða málin. Þetta er faðir hans sem er að ræða við þá. Umboðsmaðurinn mun ekki láta tilfinningasemi eða fjölskyldumál hafa áhrif á sig,“ sagði Hernan Crespo í samtali við TyC Sports í Argentínu. „Hann hættir ekki að vera faðir hans og í svona kringumstæðum þá þarftu á fagmanni að halda,“ sagði Crespo. „Ég vil ekki gera lítið úr föður hans en hann hefur ekki sama bakgrunn í þessum máli miðað við aðra umboðsmenn,“ sagði Crespo sem er sannfærður um að reyndur umboðsmaður hefði tekist að koma Messi frá Barcelona. „Við erum að tala um stjórnendur, samninga og peninga. Hann þarf á einhverjum að halda sem kann betur á slíkar aðstæður,“ sagði Hernan Crespo. Hernan Crespo lék á sínum tíma með liðum eins og Lazio, Inter, Chelsea og AC Milan. Hann skoraði 35 mörk í 64 landsleikjum fyrir Agrentínu og aðeins Sergio Agüero, Gabriel Batistuta og Lionel Messi hafa skorað fleiri. Spænski boltinn Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Segir norska sambandið hafa stuðningsmenn félaganna að fíflum Félagaskiptaglugginn: Hvaða eftirsótti framherji færir sig um set? Sjá meira
Hernan Crespo er á því að Lionel Messi væri ekki að spila með Barcelona á þessu tímabili ef umboðsmaður Messi væri ekki líka faðir hans. Hernan Crespo er argentínsk knattspyrnugoðsögn og aðeins þrír leikmenn hafa skorað fleiri mörk fyrir argentínska landsliðið. Einn af þeim er að sjálfsögðu Lionel Messi og argentínskir fjölmiðlar fengu Crespo til að ræða mál Messi. Lionel Messi tilkynnti það að hann væri á förum frá Barceloma en hætti síðan við og ætlar nú að klára lokaár samningsins síns. Hernan Crespo gagnrýnir föður Messi fyrir það hvernig málið endaði en það var ljóst á viðtali við Lionel Messi að hann vildi ekki spila áfram með Barcelona. Hernan Crespo blames Lionel Messi's dad Jorge for not getting his move away from Barcelona https://t.co/ku5jAHxAEI— MailOnline Sport (@MailSport) September 13, 2020 Jorge Messi, faðir Lionel Messi, er líka umboðsmaður hans. Það var einmitt Jorge Messi sem mætti á fund stjórnenda Barcelona til að fá það í gegn að sonur hans fengi að fara. Útkoman af því var óvænt U-beygja hjá Lionel Messi. „Þetta er ekki það sama og þegar umboðsmaður er ræða málin. Þetta er faðir hans sem er að ræða við þá. Umboðsmaðurinn mun ekki láta tilfinningasemi eða fjölskyldumál hafa áhrif á sig,“ sagði Hernan Crespo í samtali við TyC Sports í Argentínu. „Hann hættir ekki að vera faðir hans og í svona kringumstæðum þá þarftu á fagmanni að halda,“ sagði Crespo. „Ég vil ekki gera lítið úr föður hans en hann hefur ekki sama bakgrunn í þessum máli miðað við aðra umboðsmenn,“ sagði Crespo sem er sannfærður um að reyndur umboðsmaður hefði tekist að koma Messi frá Barcelona. „Við erum að tala um stjórnendur, samninga og peninga. Hann þarf á einhverjum að halda sem kann betur á slíkar aðstæður,“ sagði Hernan Crespo. Hernan Crespo lék á sínum tíma með liðum eins og Lazio, Inter, Chelsea og AC Milan. Hann skoraði 35 mörk í 64 landsleikjum fyrir Agrentínu og aðeins Sergio Agüero, Gabriel Batistuta og Lionel Messi hafa skorað fleiri.
Spænski boltinn Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Segir norska sambandið hafa stuðningsmenn félaganna að fíflum Félagaskiptaglugginn: Hvaða eftirsótti framherji færir sig um set? Sjá meira