Gárinn Kókó hættir ekki að tala Sylvía Hall og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 13. september 2020 21:51 Kókó hefur virkilega gaman að sjálfum sér. Einn málglaðasti gári landsins bætir stanslaust í orðaforðann að sögn eiganda hans. Hann er mjög félagslyndur og finnst ekkert skemmtilegra en að horfa á myndbönd af sjálfum sér. Kókó en enginn venjulegur gári. Hann varð óvænt hluti af fjölskyldu í Hafnarfirði í vor eftir að hafa strokið af fyrra heimili sínu. Fljótlega áttaði fjölskyldan sig á því að Kókó væri alveg sérstakur - hann kjaftaði allan liðlangann daginn. „Svo hefur þetta bara verið að aukast og aukast eftir því sem hefur liðið á. Hann er alltaf að pikka upp ný og ný orð,“ segir Fjóla Bjarnadóttir, móðir Kókó. „Hann segir „kisi kisi mjá mjá“ og það er eitthvað sem börnin sem áttu hann áður kenndu honum að segja. Hann segir já og nei, kyssa, kúkur, mamma, ástin mín.“ Hann hóstar og hnerrar og svo hermir hann eftir því sem hann heyrir. „Við höfum það á bak við eyrað að maður þarf að passa sig hvað maður segir, því hann gæti kjaftað einhverjum leyndarmálum.“ Hún segir að venjulega tali gárar ekki svona mikið. „En þessi, hann er náttúrulega alveg einstakur. Hann er bara eins og einn af okkur,“ segir Fjóla, enda er Kókó mjög félagslyndur. Hann er hafður frjáls á heimilinu. „Það er engin pása. Ég kem fram á morgnana og fæ mér kaffi og fer að mála mig og græja mig fyrir vinnuna, hann er inni á baði með mér.“ Stundum verði þau þreytt á öllu blaðrinu. „Hann er samt svo yndislegur að maður gleymir því strax.“ Kókó er líka frekar sjálfselskur og finnst fátt skemmtilegra en að horfa á myndbönd af sjálfum sér. „Hann hlær líka mikið með hæðnistón, þannig maður fær á tilfinninguna að hann sé að setja sig á hærri hest.“ Dýr Gæludýr Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira
Einn málglaðasti gári landsins bætir stanslaust í orðaforðann að sögn eiganda hans. Hann er mjög félagslyndur og finnst ekkert skemmtilegra en að horfa á myndbönd af sjálfum sér. Kókó en enginn venjulegur gári. Hann varð óvænt hluti af fjölskyldu í Hafnarfirði í vor eftir að hafa strokið af fyrra heimili sínu. Fljótlega áttaði fjölskyldan sig á því að Kókó væri alveg sérstakur - hann kjaftaði allan liðlangann daginn. „Svo hefur þetta bara verið að aukast og aukast eftir því sem hefur liðið á. Hann er alltaf að pikka upp ný og ný orð,“ segir Fjóla Bjarnadóttir, móðir Kókó. „Hann segir „kisi kisi mjá mjá“ og það er eitthvað sem börnin sem áttu hann áður kenndu honum að segja. Hann segir já og nei, kyssa, kúkur, mamma, ástin mín.“ Hann hóstar og hnerrar og svo hermir hann eftir því sem hann heyrir. „Við höfum það á bak við eyrað að maður þarf að passa sig hvað maður segir, því hann gæti kjaftað einhverjum leyndarmálum.“ Hún segir að venjulega tali gárar ekki svona mikið. „En þessi, hann er náttúrulega alveg einstakur. Hann er bara eins og einn af okkur,“ segir Fjóla, enda er Kókó mjög félagslyndur. Hann er hafður frjáls á heimilinu. „Það er engin pása. Ég kem fram á morgnana og fæ mér kaffi og fer að mála mig og græja mig fyrir vinnuna, hann er inni á baði með mér.“ Stundum verði þau þreytt á öllu blaðrinu. „Hann er samt svo yndislegur að maður gleymir því strax.“ Kókó er líka frekar sjálfselskur og finnst fátt skemmtilegra en að horfa á myndbönd af sjálfum sér. „Hann hlær líka mikið með hæðnistón, þannig maður fær á tilfinninguna að hann sé að setja sig á hærri hest.“
Dýr Gæludýr Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira