„Það er ekki mannúðlegt að halda fólki svona lengi í óvissu“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. september 2020 11:55 Katrín segist telja að heildar dvalartími ætti að hafa meira að segja í ákvörðunum um brottvísanir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur ekki mannúðlegt að halda fólki sem sækir hér um alþjóðlega vernd í óvissu jafn lengi og gert hefur verið í máli egypskrar fjölskyldu sem til stendur að senda úr landi næsta miðvikudag. Dómsmálaráðherra hefur sagt að ekki verði gerð reglugerðarbreyting til bjargar einstaka fjölskyldum. Þetta kom fram í máli hennar í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. „Það hefur verið styttur málsmeðferðartíminn, sem er mjög mikilvægt. Því það er ekki mannúðlegt að halda fólki svona lengi í óvissu, sérstaklega í börnum. Í þessu tilviki sem um ræðir, þó að málsmeðferðartíminn sé innan marka, þá erum við samt, af einhverjum ástæðum, sem mér finnst auðvitað ekki boðlegt, með þetta fólk hér í raun og veru í allt of langan tíma sem er ómannúðlegt,“ segir Katrín. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur sagt að málsmeðferðartími fjölskyldunnar, sem þó hefur dvalist hér í 25 mánuði, sé innan marka til að unnt sé að neita fjölskyldunni um vernd og vísa aftur til Egyptalands. Hámarkstími málsmeðferðar var styttur úr 18 mánuðum í 16 fyrr á þessu ári. „Hér hefur dómsmálaráðherra sagt „Málsmeðferðartíminn, hann er innan marka,“ en þá segi ég að við þurfum auðvitað að skoða það af hverju þessi tími lengist svona eins og raun ber bitni. Og það er ekki boðlegt. Aðspurð segir Katrín að markmið ríkisstjórnarinnar sé að lögin séu mannúðleg. Lögin séu ekki gömul, en þau tóku gildi 2016. „Um leið erum við líka bundin af Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og við verðum að taka tillit til hagsmuna barna. Þess vegna segi ég, það er auðvitað ekki boðlegt fyrir fólk, sem er þá búið að fá úrlausn sinna mála í þessu kerfi okkar, búið að fá einhvern úrskurð, að þá líði og bíði.“ Hún segist þá sammála þeim sjónarmiðum að miða eigi við heildar dvalartíma umsækjenda á Íslandi en ekki málsmeðferðartíma, þegar ákvarðanir um brottvísanir eru annars vegar. „Við þurfum að skoða hvernig við getum tekist á við það verkefni. Því fyrir þessi börn skiptir engu máli hvort þetta er hluti af málsmeðferðartíma eða heildartíma, og ekki bara þessi börn heldur fyrir alla í sömu stöðu.“ Hér að ofan má hlusta á hljóðbrot úr Sprengisandi. Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Segir að verið sé að brjóta á grundvallarmannréttindum barnanna Skólastjóri Háaleitisskóla segist ekki geta hugsað til þess að þremur börnum í skólanum verði vísað úr landi í næstu viku. Verið sé að brjóta á grundvallarmannréttindum barnanna og hann geti ekki setið hjá þegar slíkt er um það bil að eiga sér stað. 11. september 2020 20:00 Barnamálaráðherra treystir dómsmálaráðherra til að vinna fram úr máli egypsku fjölskyldunnar Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kveðst treysta Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, mjög vel til þess að vinna fram úr máli egypskrar barnafjölskyldu sem vísa á úr landi í næstu viku. 11. september 2020 14:51 Segja ummæli Áslaugar einkennast af „kaldlyndi og ónærgætni“ Stjórn Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún harmar ummæli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. 10. september 2020 22:21 Segir óásættanlegt að vísa fjölskyldunni úr landi Lögfræðingur hjá Rauða krossinum segir óásættanlegt að vísa eigi barnafjölskyldu frá Egyptalandi úr landi eftir rúm tvö ár á Íslandi. Þörf sé á lagabreytingu. 10. september 2020 19:30 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur ekki mannúðlegt að halda fólki sem sækir hér um alþjóðlega vernd í óvissu jafn lengi og gert hefur verið í máli egypskrar fjölskyldu sem til stendur að senda úr landi næsta miðvikudag. Dómsmálaráðherra hefur sagt að ekki verði gerð reglugerðarbreyting til bjargar einstaka fjölskyldum. Þetta kom fram í máli hennar í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. „Það hefur verið styttur málsmeðferðartíminn, sem er mjög mikilvægt. Því það er ekki mannúðlegt að halda fólki svona lengi í óvissu, sérstaklega í börnum. Í þessu tilviki sem um ræðir, þó að málsmeðferðartíminn sé innan marka, þá erum við samt, af einhverjum ástæðum, sem mér finnst auðvitað ekki boðlegt, með þetta fólk hér í raun og veru í allt of langan tíma sem er ómannúðlegt,“ segir Katrín. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur sagt að málsmeðferðartími fjölskyldunnar, sem þó hefur dvalist hér í 25 mánuði, sé innan marka til að unnt sé að neita fjölskyldunni um vernd og vísa aftur til Egyptalands. Hámarkstími málsmeðferðar var styttur úr 18 mánuðum í 16 fyrr á þessu ári. „Hér hefur dómsmálaráðherra sagt „Málsmeðferðartíminn, hann er innan marka,“ en þá segi ég að við þurfum auðvitað að skoða það af hverju þessi tími lengist svona eins og raun ber bitni. Og það er ekki boðlegt. Aðspurð segir Katrín að markmið ríkisstjórnarinnar sé að lögin séu mannúðleg. Lögin séu ekki gömul, en þau tóku gildi 2016. „Um leið erum við líka bundin af Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og við verðum að taka tillit til hagsmuna barna. Þess vegna segi ég, það er auðvitað ekki boðlegt fyrir fólk, sem er þá búið að fá úrlausn sinna mála í þessu kerfi okkar, búið að fá einhvern úrskurð, að þá líði og bíði.“ Hún segist þá sammála þeim sjónarmiðum að miða eigi við heildar dvalartíma umsækjenda á Íslandi en ekki málsmeðferðartíma, þegar ákvarðanir um brottvísanir eru annars vegar. „Við þurfum að skoða hvernig við getum tekist á við það verkefni. Því fyrir þessi börn skiptir engu máli hvort þetta er hluti af málsmeðferðartíma eða heildartíma, og ekki bara þessi börn heldur fyrir alla í sömu stöðu.“ Hér að ofan má hlusta á hljóðbrot úr Sprengisandi.
Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Segir að verið sé að brjóta á grundvallarmannréttindum barnanna Skólastjóri Háaleitisskóla segist ekki geta hugsað til þess að þremur börnum í skólanum verði vísað úr landi í næstu viku. Verið sé að brjóta á grundvallarmannréttindum barnanna og hann geti ekki setið hjá þegar slíkt er um það bil að eiga sér stað. 11. september 2020 20:00 Barnamálaráðherra treystir dómsmálaráðherra til að vinna fram úr máli egypsku fjölskyldunnar Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kveðst treysta Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, mjög vel til þess að vinna fram úr máli egypskrar barnafjölskyldu sem vísa á úr landi í næstu viku. 11. september 2020 14:51 Segja ummæli Áslaugar einkennast af „kaldlyndi og ónærgætni“ Stjórn Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún harmar ummæli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. 10. september 2020 22:21 Segir óásættanlegt að vísa fjölskyldunni úr landi Lögfræðingur hjá Rauða krossinum segir óásættanlegt að vísa eigi barnafjölskyldu frá Egyptalandi úr landi eftir rúm tvö ár á Íslandi. Þörf sé á lagabreytingu. 10. september 2020 19:30 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira
Segir að verið sé að brjóta á grundvallarmannréttindum barnanna Skólastjóri Háaleitisskóla segist ekki geta hugsað til þess að þremur börnum í skólanum verði vísað úr landi í næstu viku. Verið sé að brjóta á grundvallarmannréttindum barnanna og hann geti ekki setið hjá þegar slíkt er um það bil að eiga sér stað. 11. september 2020 20:00
Barnamálaráðherra treystir dómsmálaráðherra til að vinna fram úr máli egypsku fjölskyldunnar Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kveðst treysta Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, mjög vel til þess að vinna fram úr máli egypskrar barnafjölskyldu sem vísa á úr landi í næstu viku. 11. september 2020 14:51
Segja ummæli Áslaugar einkennast af „kaldlyndi og ónærgætni“ Stjórn Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún harmar ummæli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. 10. september 2020 22:21
Segir óásættanlegt að vísa fjölskyldunni úr landi Lögfræðingur hjá Rauða krossinum segir óásættanlegt að vísa eigi barnafjölskyldu frá Egyptalandi úr landi eftir rúm tvö ár á Íslandi. Þörf sé á lagabreytingu. 10. september 2020 19:30