Nadía í einkaviðtali við The Sun: „Mason kyssti mig og það fór að hitna í kolunum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. september 2020 10:30 Nadía var í einkaviðtali við The Sun um samskipti sín við Greenwood og heimsóknina á hótelið. Mynd/Miss Universe Iceland/Getty Nadía Sif Gunnarsdóttir, sem ásamt frænku sinni Láru Clausen heimsótti ensku landsliðsmennina Mason Greenwood og Phil Foden á Hótel Sögu síðustu helgi, hefur tjáð sig um málið í einkaviðtali við The Sun. Áður hafði Lára tjáð sig um málið, sem varð til þess að leikmennirnir voru reknir heim úr enska landsliðshópnum fyrir brot á reglum um sóttkví, í viðtali við Daily Mail. Í viðtalinu segir Nadía frá því að hún og Greenwood, sem er 18 ára og leikur með Manchester United, hafi endað saman í einu hótelherbergi á meðan Lára og Foden hafi verið í öðru. „Mason kyssti mig og það fór að hitna í kolunum,“ hefur The Sun eftir Nadíu sem kvaðst þó ekki vilja gefa of mikið upp um hvað fór þeirra í milli. „Hann var íþróttamannslegur og í góðu formi. Mér fannst gott að hann var hærri en ég.“ Nadía lýsir því þá, líkt og Lára gerði í sínu einkaviðtali, hvernig öryggislið enska landsliðsins barði á dyr hótelherbergisins sem þær gistu í og ruddist inn í leit að Greenwood og Foden. Öðrum vísað frá daginn áður Í umfjöllun Sun kemur fram að starfsfólk Hótels Sögu hefði tjáð stelpunum að tvær aðrar konur hefðu kvöldið áður reynt að hitta leikmenn enska landsliðsins á hótelinu. Þeim hafi hins vegar verið vísað út. Þá kemur fram að Greenwood hefði útskýrt fyrir Nadíu í gegn um stefnumótaforrit að þeir Foden gætu ekki yfirgefið hótelið vegna öryggisreglna. Enska landsliðið væri með alla þriðju hæðina á hótelinu út af fyrir sig. Hann hafi þá beðið Nadíu að bóka sjálf herbergi og koma á hótelið. Hann gæti síðan stolist út og hitt hana. Nadía hafi því pantað herbergið á netinu og Lára hafi skutlað henni á hótelið. Greenwood mætti á svæðið, en var með Foden með sér, en Nadía vissi þá ekki hver Foden var. Hann hafi hins vegar spurt hvort hún ætti ekki vinkonu sem gæti komið. Þá hringdi Nadía í Láru sem fór upp á hótel með nammi fyrir hópinn. Foden (t.v.) og Greenwood voru reknir heim úr landsliðsverkefni fyrir brot á sóttvarnareglum.Vísir/Getty Greenwood helst til dónalegur Nadía segir þá í viðtalinu að hún og Lára hafi ekki vitað að leikmennirnir ættu að vera í sóttkví. Þeir hafi bara minnst á öryggisgæslu. „Þeir minntust ekkert á kórónuveiruna og spurðu okkur ekki hvort við hefðum verið skimaðar.“ Hún segir leikmennina ekki hafa beðið stelpurnar um að sleppa því að taka myndir. Hún hafi hins vegar engum myndum lekið, en talsvert magn mynda og myndbanda af fundi hópsins hefur farið í dreifingu á netinu. Nadía segir þá að klukkan þrjú um nóttina hafi leikmennirnir yfirgefið hæðina sem stelpurnar gistu á og farið aftur á ensku hæðina. Foden hafi kysst báðar stelpurnar í kveðjuskyni og beðið Láru að vera í sambandi við sig. „Mason sagði bara „bless“ og ekki mikið annað. Hann kyssti mig ekki bless,“ segir Nadía og bætir við að það hafi henni fundist helst til dónalegt. Hér má nálgast viðtal The Sun við Nadíu í heild sinni. Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Enski boltinn Tengdar fréttir Gagnrýnir myndbirtingu af fáklæddum Foden og segir karla eiga skilið sömu virðingu og konur Hödd Vilhjálmsdóttir almannatengill telur að viðbrögð fjölmiðla og almennings hefðu verið önnur ef kynjunum í máli ensku landsliðsmannanna og kvennanna tveggja sem hittu þá á Hóteli Sögu hefði verið snúið við. 12. september 2020 12:46 Komust í samband við fótboltamennina á sérstöku stefnumótaforriti Nadía Sif Líndal Gunnarsdóttir komst í samband við enska landsliðsmanninn Mason Greenwood í gegnum sérstakt stefnumótaforrit. 11. september 2020 21:02 Breska pressan býður Láru og Nadíu Sif til London Fullyrt að ónefndur drengur hafi fengið rúma hálfa milljón fyrir sjáskot af þjóhnöppum Floden. 10. september 2020 13:56 Mest lesið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Fleiri fréttir „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Sjá meira
Nadía Sif Gunnarsdóttir, sem ásamt frænku sinni Láru Clausen heimsótti ensku landsliðsmennina Mason Greenwood og Phil Foden á Hótel Sögu síðustu helgi, hefur tjáð sig um málið í einkaviðtali við The Sun. Áður hafði Lára tjáð sig um málið, sem varð til þess að leikmennirnir voru reknir heim úr enska landsliðshópnum fyrir brot á reglum um sóttkví, í viðtali við Daily Mail. Í viðtalinu segir Nadía frá því að hún og Greenwood, sem er 18 ára og leikur með Manchester United, hafi endað saman í einu hótelherbergi á meðan Lára og Foden hafi verið í öðru. „Mason kyssti mig og það fór að hitna í kolunum,“ hefur The Sun eftir Nadíu sem kvaðst þó ekki vilja gefa of mikið upp um hvað fór þeirra í milli. „Hann var íþróttamannslegur og í góðu formi. Mér fannst gott að hann var hærri en ég.“ Nadía lýsir því þá, líkt og Lára gerði í sínu einkaviðtali, hvernig öryggislið enska landsliðsins barði á dyr hótelherbergisins sem þær gistu í og ruddist inn í leit að Greenwood og Foden. Öðrum vísað frá daginn áður Í umfjöllun Sun kemur fram að starfsfólk Hótels Sögu hefði tjáð stelpunum að tvær aðrar konur hefðu kvöldið áður reynt að hitta leikmenn enska landsliðsins á hótelinu. Þeim hafi hins vegar verið vísað út. Þá kemur fram að Greenwood hefði útskýrt fyrir Nadíu í gegn um stefnumótaforrit að þeir Foden gætu ekki yfirgefið hótelið vegna öryggisreglna. Enska landsliðið væri með alla þriðju hæðina á hótelinu út af fyrir sig. Hann hafi þá beðið Nadíu að bóka sjálf herbergi og koma á hótelið. Hann gæti síðan stolist út og hitt hana. Nadía hafi því pantað herbergið á netinu og Lára hafi skutlað henni á hótelið. Greenwood mætti á svæðið, en var með Foden með sér, en Nadía vissi þá ekki hver Foden var. Hann hafi hins vegar spurt hvort hún ætti ekki vinkonu sem gæti komið. Þá hringdi Nadía í Láru sem fór upp á hótel með nammi fyrir hópinn. Foden (t.v.) og Greenwood voru reknir heim úr landsliðsverkefni fyrir brot á sóttvarnareglum.Vísir/Getty Greenwood helst til dónalegur Nadía segir þá í viðtalinu að hún og Lára hafi ekki vitað að leikmennirnir ættu að vera í sóttkví. Þeir hafi bara minnst á öryggisgæslu. „Þeir minntust ekkert á kórónuveiruna og spurðu okkur ekki hvort við hefðum verið skimaðar.“ Hún segir leikmennina ekki hafa beðið stelpurnar um að sleppa því að taka myndir. Hún hafi hins vegar engum myndum lekið, en talsvert magn mynda og myndbanda af fundi hópsins hefur farið í dreifingu á netinu. Nadía segir þá að klukkan þrjú um nóttina hafi leikmennirnir yfirgefið hæðina sem stelpurnar gistu á og farið aftur á ensku hæðina. Foden hafi kysst báðar stelpurnar í kveðjuskyni og beðið Láru að vera í sambandi við sig. „Mason sagði bara „bless“ og ekki mikið annað. Hann kyssti mig ekki bless,“ segir Nadía og bætir við að það hafi henni fundist helst til dónalegt. Hér má nálgast viðtal The Sun við Nadíu í heild sinni.
Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Enski boltinn Tengdar fréttir Gagnrýnir myndbirtingu af fáklæddum Foden og segir karla eiga skilið sömu virðingu og konur Hödd Vilhjálmsdóttir almannatengill telur að viðbrögð fjölmiðla og almennings hefðu verið önnur ef kynjunum í máli ensku landsliðsmannanna og kvennanna tveggja sem hittu þá á Hóteli Sögu hefði verið snúið við. 12. september 2020 12:46 Komust í samband við fótboltamennina á sérstöku stefnumótaforriti Nadía Sif Líndal Gunnarsdóttir komst í samband við enska landsliðsmanninn Mason Greenwood í gegnum sérstakt stefnumótaforrit. 11. september 2020 21:02 Breska pressan býður Láru og Nadíu Sif til London Fullyrt að ónefndur drengur hafi fengið rúma hálfa milljón fyrir sjáskot af þjóhnöppum Floden. 10. september 2020 13:56 Mest lesið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Fleiri fréttir „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Sjá meira
Gagnrýnir myndbirtingu af fáklæddum Foden og segir karla eiga skilið sömu virðingu og konur Hödd Vilhjálmsdóttir almannatengill telur að viðbrögð fjölmiðla og almennings hefðu verið önnur ef kynjunum í máli ensku landsliðsmannanna og kvennanna tveggja sem hittu þá á Hóteli Sögu hefði verið snúið við. 12. september 2020 12:46
Komust í samband við fótboltamennina á sérstöku stefnumótaforriti Nadía Sif Líndal Gunnarsdóttir komst í samband við enska landsliðsmanninn Mason Greenwood í gegnum sérstakt stefnumótaforrit. 11. september 2020 21:02
Breska pressan býður Láru og Nadíu Sif til London Fullyrt að ónefndur drengur hafi fengið rúma hálfa milljón fyrir sjáskot af þjóhnöppum Floden. 10. september 2020 13:56