Innlent

Segir berin enn bera sig vel

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa
Sveinn Rúnar Hauksson segir enn tækifæri til bláberjatínslu.
Sveinn Rúnar Hauksson segir enn tækifæri til bláberjatínslu. Vísir

Berjaspretta hefur verið með miklum ágætum þetta sumarið einkum á Vestfjörðum. Enn þá er hægt að fara í berjamó í þeim landshlutum þar sem ekki hefur fryst.

Fram kom í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofunni í morgun að ekki hafi frosið á mörgum berjasvæðum og því sé enn hægt að týna ber. Sveinn Rúnar Hauksson berjaáhugamaður ætlar í berjamó um helgina í Norðurárdal enda hafi berjasprettan verið með ágætum á Vestanverðu landinu.

„Sérstaklega held ég á Vestfjörðum þar hefur verið dásamleg berjaspretta alveg frá Djúpi og ekki síður um sunnanverða firðina,“ segir Sveinn Rúnar.

Hann segist taka sér 2-3 vikna berjatínslufrí á hverju hausti og það sé erfitt að hætta.

Berjaspretta hefur verið með miklum ágætum þetta sumarið. Mynd/Sigþrúður Gunnarsdóttir

„Ég fór síðast í berjamó í vikunni í Grafninginn og náði þar í aðalbláber til þess að afsanna enn einu sinni þá kenningu að aðalbláber spretti bara í Svarfaðardal eða á Vestfjörðum,“ segir Sveinn. „Ég held að það sé enn hægt að fara í berjamó þó að liðið sé. Ég verð að viðurkenna að þó liðið sé þá á ég erfitt með að hætta.“

Sveinn segir erfitt að segja til um af hverju stundum eru góð berjaár og stundum ekki en vitnar í rannsókn Bjarna Guðmundssonar á Kirkjubóli.

„Það væri sennilega meðalhitinn í maí sem réði mestu en það er líka svo margt fleira sem spilar inn í.“

Ferðu einhvern tíma með vísuna könguló könguló vísaðu mér á berjamó?

„Já hún syngur stöðugt í eyrum mér,“ segir Sveinn Rúnar.

Ber



Fleiri fréttir

Sjá meira


×