Sara til Íslands eftir draumasumar | Ekki tapað í eitt og hálft ár Sindri Sverrisson skrifar 11. september 2020 23:00 Sara Björk Gunnarsdóttir hefur ekki tapað alvöru leik í eitt og hálft ár. vísir/getty Evrópumeistarinn Sara Björk Gunnarsdóttir kemur til Íslands eftir fullkomið sumar með liðum Lyon og Wolfsburg, fyrir leikina mikilvægu við Lettland og Svíþjóð í undankeppni EM. Sara kom inn á sem varamaður í kvöld, á 49. mínútu, í 3-0 útisigri Lyon gegn Reims í 2. umferð frönsku 1. deildarinnar. Nakita Parris og Janice Cayman skoruðu fyrir Lyon og eitt markið var sjálfsmark. Sara hefur þar með unnið alla tíu leikina sem hún hefur spilað síðan að kórónuveirufaraldurinn setti mótahald úr skorðum í mars. Á þeim tíma hefur hún orðið Þýskalandsmeistari, þýskur bikarmeistari og Evrópumeistari. Raunar hefur Sara ekki tapað alvöru leik, hvorki með landsliði né félagsliði, í eitt og hálft ár. Það er að segja ef vináttulandsleikir eru undanskildir, en Ísland tapaði gegn Frökkum í október í fyrra. Ef sá leikur, sem og sigrar í vináttulandsleikjum, eru ekki taldir með hefur Sara samkvæmt Soccerway leikið 39 leiki án taps, og þar af er aðeins eitt jafntefli, síðan hún tapaði gegn sínu núverandi liði Lyon í Meistaradeildinni í mars 2019. Hvert stig dýrmætt í undankeppni EM Með þetta í farteskinu heldur Sara nú til Íslands vegna hinna gríðarlega mikilvægu leikja við Lettland og Svíþjóð í undankeppni EM sem fram undan eru á Laugardalsvelli. Íslendingar mæta Lettum næsta fimmtudag og svo Svíum, efsta liði riðilsins, 22. september. Ísland og Svíþjóð hafa unnið fyrstu þrjá leiki sína í undankeppninni og berjast því um að komast beint á EM í Englandi með því að ná efsta sætinu. Svíar eru með fimm mörkum betri markatölu. Liðin mætast einnig í Svíþjóð 27. október. Hvert stig er mikilvægt því að þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti, í undanriðlunum níu, komast einnig beint á EM. Hin sex fara í umspil um þrjú laus sæti. Franski boltinn EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sveindís Jane og Barbára Sól nýliðar í kvennalandsliðinu Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir er nýliðarnir í landsliðshópnnum hjá Jóni Þór Haukssyni og tvær af sjö í hópnum sem eru fæddar eftir 2000. 10. september 2020 13:17 Sara Björk í byrjunarliðinu er Lyon hóf titilvörnina á sigri Frakklannds- og Evrópumeistarar Lyon hófu titilvörn sína með öruggum 4-0 sigri á Paris FC í dag. 6. september 2020 16:50 Engin miskunn hjá Lyon sem æfir fjórum dögum eftir að hafa orðið Evrópumeistari Evrópumeistarar Lyon byrjuðu aftur að æfa í dag, aðeins fjórum dögum eftir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. 3. september 2020 13:00 „Ég fíla að fara eftir fjarlægum draumi“ „Mér þykir ótrúlega vænt um allar þessar kveðjur. Ég var í smá sjokki yfir hve margir voru að horfa á leikinn,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, nývöknuð í Frakklandi. Hamingjuóskum hefur rignt yfir hinn nýkrýnda Evrópumeistara í fótbolta. 31. ágúst 2020 10:30 Sara Björk skoraði og Lyon er Evrópumeistari Sara Björk Gunnarsdóttir er Evrópumeistari í fyrsta sinn eftir að Lyon vann 3-1 sigur á Wolfsburg í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld. Sara Björk skoraði í leiknum. 30. ágúst 2020 19:55 Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
Evrópumeistarinn Sara Björk Gunnarsdóttir kemur til Íslands eftir fullkomið sumar með liðum Lyon og Wolfsburg, fyrir leikina mikilvægu við Lettland og Svíþjóð í undankeppni EM. Sara kom inn á sem varamaður í kvöld, á 49. mínútu, í 3-0 útisigri Lyon gegn Reims í 2. umferð frönsku 1. deildarinnar. Nakita Parris og Janice Cayman skoruðu fyrir Lyon og eitt markið var sjálfsmark. Sara hefur þar með unnið alla tíu leikina sem hún hefur spilað síðan að kórónuveirufaraldurinn setti mótahald úr skorðum í mars. Á þeim tíma hefur hún orðið Þýskalandsmeistari, þýskur bikarmeistari og Evrópumeistari. Raunar hefur Sara ekki tapað alvöru leik, hvorki með landsliði né félagsliði, í eitt og hálft ár. Það er að segja ef vináttulandsleikir eru undanskildir, en Ísland tapaði gegn Frökkum í október í fyrra. Ef sá leikur, sem og sigrar í vináttulandsleikjum, eru ekki taldir með hefur Sara samkvæmt Soccerway leikið 39 leiki án taps, og þar af er aðeins eitt jafntefli, síðan hún tapaði gegn sínu núverandi liði Lyon í Meistaradeildinni í mars 2019. Hvert stig dýrmætt í undankeppni EM Með þetta í farteskinu heldur Sara nú til Íslands vegna hinna gríðarlega mikilvægu leikja við Lettland og Svíþjóð í undankeppni EM sem fram undan eru á Laugardalsvelli. Íslendingar mæta Lettum næsta fimmtudag og svo Svíum, efsta liði riðilsins, 22. september. Ísland og Svíþjóð hafa unnið fyrstu þrjá leiki sína í undankeppninni og berjast því um að komast beint á EM í Englandi með því að ná efsta sætinu. Svíar eru með fimm mörkum betri markatölu. Liðin mætast einnig í Svíþjóð 27. október. Hvert stig er mikilvægt því að þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti, í undanriðlunum níu, komast einnig beint á EM. Hin sex fara í umspil um þrjú laus sæti.
Franski boltinn EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sveindís Jane og Barbára Sól nýliðar í kvennalandsliðinu Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir er nýliðarnir í landsliðshópnnum hjá Jóni Þór Haukssyni og tvær af sjö í hópnum sem eru fæddar eftir 2000. 10. september 2020 13:17 Sara Björk í byrjunarliðinu er Lyon hóf titilvörnina á sigri Frakklannds- og Evrópumeistarar Lyon hófu titilvörn sína með öruggum 4-0 sigri á Paris FC í dag. 6. september 2020 16:50 Engin miskunn hjá Lyon sem æfir fjórum dögum eftir að hafa orðið Evrópumeistari Evrópumeistarar Lyon byrjuðu aftur að æfa í dag, aðeins fjórum dögum eftir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. 3. september 2020 13:00 „Ég fíla að fara eftir fjarlægum draumi“ „Mér þykir ótrúlega vænt um allar þessar kveðjur. Ég var í smá sjokki yfir hve margir voru að horfa á leikinn,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, nývöknuð í Frakklandi. Hamingjuóskum hefur rignt yfir hinn nýkrýnda Evrópumeistara í fótbolta. 31. ágúst 2020 10:30 Sara Björk skoraði og Lyon er Evrópumeistari Sara Björk Gunnarsdóttir er Evrópumeistari í fyrsta sinn eftir að Lyon vann 3-1 sigur á Wolfsburg í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld. Sara Björk skoraði í leiknum. 30. ágúst 2020 19:55 Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
Sveindís Jane og Barbára Sól nýliðar í kvennalandsliðinu Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir er nýliðarnir í landsliðshópnnum hjá Jóni Þór Haukssyni og tvær af sjö í hópnum sem eru fæddar eftir 2000. 10. september 2020 13:17
Sara Björk í byrjunarliðinu er Lyon hóf titilvörnina á sigri Frakklannds- og Evrópumeistarar Lyon hófu titilvörn sína með öruggum 4-0 sigri á Paris FC í dag. 6. september 2020 16:50
Engin miskunn hjá Lyon sem æfir fjórum dögum eftir að hafa orðið Evrópumeistari Evrópumeistarar Lyon byrjuðu aftur að æfa í dag, aðeins fjórum dögum eftir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. 3. september 2020 13:00
„Ég fíla að fara eftir fjarlægum draumi“ „Mér þykir ótrúlega vænt um allar þessar kveðjur. Ég var í smá sjokki yfir hve margir voru að horfa á leikinn,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, nývöknuð í Frakklandi. Hamingjuóskum hefur rignt yfir hinn nýkrýnda Evrópumeistara í fótbolta. 31. ágúst 2020 10:30
Sara Björk skoraði og Lyon er Evrópumeistari Sara Björk Gunnarsdóttir er Evrópumeistari í fyrsta sinn eftir að Lyon vann 3-1 sigur á Wolfsburg í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld. Sara Björk skoraði í leiknum. 30. ágúst 2020 19:55
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti