Fótbolti

Ólafur vildi ekki fyrrverandi Fjölnismann

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafur tók við Esbjerg í sumar, eftir tæplega þriggja ára dvöl hjá uppeldisfélaginu FH.
Ólafur tók við Esbjerg í sumar, eftir tæplega þriggja ára dvöl hjá uppeldisfélaginu FH. visir/getty

Ólafur Kristjánsson er þjálfari Esbjerg í dönsku B-deildinni og fyrrverandi  Fjölnismaður var á reynslu hjá honum á dögunum.

Varnarmaðurinn Tobias Salquist hefur nefnilega verið á reynslu hjá Esbjerg að undanförnu en hann fékk ekki samning hjá Esbjerg.

Tobias lék með Fjölni tímabilið 2016 við góðan orðstír. Hann spilaði 21 leik fyrir félagið og skoraði tvö mörk.

Þaðan lá leiðin til Waasland-Beveren í Belgíu og svo til Lilleström í Noregi en hann keypti sig undan samningi hjá þeim fyrr í mánuðinum til að komast heim til Danmerkur.

Í gær var svo tilkynnt að Salquist hefði skrifað undir samning við Hobro en liðið féll úr dönsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Ólafur, Andri Rúnar Bjarnason og aðrir Esbjerg menn spila sinn fyrsta leik á morgun er liðið mætir Skive í dönsku 1. deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×