„Ofurmannlegt“ ef þessi hópur tryggði Liverpool aftur titilinn Sindri Sverrisson skrifar 9. september 2020 22:45 Það vantar ferskt blóð í þennan leikmannahóp að mati Gary Neville, svo Liverpool haldi sama flugi. VÍSIR/GETTY Sparkspekingurinn Gary Neville segir að Liverpool verði að landa hágæðaleikmanni á borð við Thiago Alcantara til að geta varið Englandsmeistaratitilinn í vetur. Liverpool varð Englandsmeistari á methraða á síðustu leiktíð, ef horft er til fjölda umferða sem voru til stefnu þegar titillinn var í höfn. Á endanum var liðið 18 stigum á undan Manchester City og 33 stigum á undan liðunum í 3.-4. sæti, Manchester United og Chelsea. Liverpool tekur á móti Leeds á laugardaginn í 1. umferð nýrrar leiktíðar, en félagið hefur haft afar hægt um sig á leikmannamarkaðnum. Aðeins gríski varnarmaðurinn Kostas Tsimikas hefur komið frá Olympiacos, en Dejan Lovren og Adam Lallana farið. Neville segir söguna sýna að meira þurfi til hjá Liverpool, svo að félagið haldi áfram sama dampi og síðustu ár. „Það að komast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, vinna hana ári síðar, og fara svo og vinna Englandsmeistaratitilinn, sogar alveg rosalega mikið úr þessum leikmannahópi sem Liverpool hefur haft síðustu þrjú ár. Það þyrfti ofurmannlegt átak til að þeir gætu farið af stað og haldið sér í sama gæðaflokki áfram,“ sagði Neville. Thiago maðurinn til að halda fluginu áfram „Það væri ekki vitlaust að áætla að þeir muni gefa aðeins eftir, ef það tekst ekki að örva hópinn með því að gera eitthvað til að lyfta þeim aftur upp. Thiago væri maðurinn til þess. Hann er í heimsklassa og myndi færa þeim heimsklassa framgöngu á svæði á vellinum þar sem slíkt skortir hjá þeim,“ sagði Neville. Thiago er með samning við Bayern sem rennur út næsta sumar og hefur verið orðaður við Liverpool. Enska félagið mun þó ekki hafa gert tilboð í spænska landsliðsmanninn. „Liverpool er ekki fullkomið. Þeir eru með heimsklassa markvörð, miðverði og framherja. Þeir eru með mjög góða og vinnusama miðjumenn, en tækju næsta skref með því að fá Thiago. Hann gæti stjórnað leikjum með þessari sendingafærni og hugsun sem hann hefur,“ sagði Neille. Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
Sparkspekingurinn Gary Neville segir að Liverpool verði að landa hágæðaleikmanni á borð við Thiago Alcantara til að geta varið Englandsmeistaratitilinn í vetur. Liverpool varð Englandsmeistari á methraða á síðustu leiktíð, ef horft er til fjölda umferða sem voru til stefnu þegar titillinn var í höfn. Á endanum var liðið 18 stigum á undan Manchester City og 33 stigum á undan liðunum í 3.-4. sæti, Manchester United og Chelsea. Liverpool tekur á móti Leeds á laugardaginn í 1. umferð nýrrar leiktíðar, en félagið hefur haft afar hægt um sig á leikmannamarkaðnum. Aðeins gríski varnarmaðurinn Kostas Tsimikas hefur komið frá Olympiacos, en Dejan Lovren og Adam Lallana farið. Neville segir söguna sýna að meira þurfi til hjá Liverpool, svo að félagið haldi áfram sama dampi og síðustu ár. „Það að komast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, vinna hana ári síðar, og fara svo og vinna Englandsmeistaratitilinn, sogar alveg rosalega mikið úr þessum leikmannahópi sem Liverpool hefur haft síðustu þrjú ár. Það þyrfti ofurmannlegt átak til að þeir gætu farið af stað og haldið sér í sama gæðaflokki áfram,“ sagði Neville. Thiago maðurinn til að halda fluginu áfram „Það væri ekki vitlaust að áætla að þeir muni gefa aðeins eftir, ef það tekst ekki að örva hópinn með því að gera eitthvað til að lyfta þeim aftur upp. Thiago væri maðurinn til þess. Hann er í heimsklassa og myndi færa þeim heimsklassa framgöngu á svæði á vellinum þar sem slíkt skortir hjá þeim,“ sagði Neville. Thiago er með samning við Bayern sem rennur út næsta sumar og hefur verið orðaður við Liverpool. Enska félagið mun þó ekki hafa gert tilboð í spænska landsliðsmanninn. „Liverpool er ekki fullkomið. Þeir eru með heimsklassa markvörð, miðverði og framherja. Þeir eru með mjög góða og vinnusama miðjumenn, en tækju næsta skref með því að fá Thiago. Hann gæti stjórnað leikjum með þessari sendingafærni og hugsun sem hann hefur,“ sagði Neille.
Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira